Örvitinn

Jónas fór á Holtið

Jónas fór á Holtið alveg eins og ég. Ég fæ bráðum áhyggjur.

Hann segir meðal annars:

Humar- og rækjusúpa var sú minnsta, sem ég hef séð á ævinni, að rúmmáli eins og egg.

Þetta var ekki súpa.

Humar og rækjubiska ásamt fiskidrumb „cannelloni“
Shellfish „bouillon“ and fish cannelloni #

matur
Athugasemdir

Nanna - 19/10/09 19:12 #

En biska telst jú vera súpa ...

Hins vegar finnst mér mjög dularfullt að Holtið skuli þýða biska sem bouillon - eða er það öfugt? Hvort var þetta biska eða seyði?

Matti - 19/10/09 19:36 #

Seyði ef mark er tekið á bragði, magni og framsetningu - þó það væri í skál og með skeið. En hvað veit ég svosem :-)

Haukur - 19/10/09 22:29 #

Ha? Og borðaði hann sama og þú? :D Þú ert mikill áhrifavaldur í lífi þessa manns, Matti. En ég ætti kannski ekki að segja mikið, síðasti veitingastaður sem ég fór á var þessi nepalski sem hér var fjallað um...

Matti - 19/10/09 22:32 #

Hann borðaði nákvæmlega það sama og ég :-)

Reyndar pantaði Jónas aðra sósu en fékk fyrir mistök þá sömu og ég hafði pantað.

En það væri kanski full langt gengið að ég færi að eigna mér heiðurinn :-)