Örvitinn

Boltapirringur

Það er ekkert sérlega gaman að vera stuðningsmaður Liverpool þessa dagana.

En ef það er eitthvað sem pirrar mig meira en úrslit síðustu leikja er það liðið sem heimtar að stjórinn verði rekinn.

Hvað átti Benitez að gera? Torres var meiddur, Johnson meiðist í morgun, Gerrard endist í tuttugu mínútur, Riera meiddur, Babel búinn að vera hrikalega lélegur undanfarið. Ég sé einfaldlega ekki hvað Benitez gerði sem einhver annar hefði getað gert öðruvísi. Síðasta skiptingin var vissulega gagnrýnisverð, ég bíð eftir að sjá skýringuna á því af hverju hann tók Benayoun af velli en ekki einhvern annan en kommon, það var djöfull skítt að fá þetta mark á sig þegar Liverpool var að reyna að ná sigurmarki - menn ætluðu ekkert að sætta sig við jafntefli.

Síðasti leikur tapaðist útaf marki sem ekki hefði átt að standa, leikurinn þar á undan var farsi þar sem Drogba dó nokkrum sinnum á vellinum og Liverpool var síst verra liðið. Eina sannfærandi tapið, þar sem Liverpool liðið var lélegra og verðskuldaði ekki neitt, var á móti Fiorentina á útivelli.

Ég segi það enn og aftur. Liverpool þarf ekki nýjan stjóra heldur nýja eigendur.

boltinn
Athugasemdir

Sævar Helgi - 20/10/09 22:05 #

Sammála þér. Veit ekki hver ætti svo sem að koma í stað Benítez. Vil halda Benítez því ég hef fulla trú á honum. Slæm tímabil hafa áður komið hjá Liverpool. Í fyrra komu jafntefli í hrönnum en nú er taphrina því miður í gangi. Vonum að þetta sé eina slæma tímabil Liverpool á þessu tímabili.

Liverpool þarf nýja eigendur og svo þarf að styrkja hópinn aðeins. Bíð spenntur eftir að sjá Aquilani, vonandi er sá maður töframaður því okkur sárlega vantar einn slíkan í dag.

Hefjum endurreisnina gegn man utd.

Lissy - 20/10/09 22:14 #

I'd never realized what a difference the owner really makes to a team until I read that article on the "you'll never walk alone" blog. Which I only read because it was in English!

Einar K. - 20/10/09 22:31 #

Dona dona, Swimmingpool kemur til með að vera sigurstranglegt í UEFA þegar riðlakeppninni í CL lýkur. ;)

Helgi Þór - 20/10/09 22:40 #

Loksins einhver sem er sammála mér!!!! Menn væla um nýjan stjóra og hvað halda þeir að breytist við núverandi vinnuumhverfi framkvæmdarstjóra Liverpool? Við erum 17 milljónum punda í plús á kaup/sölum þetta árið. Rafa fær ekki einu sinni að eyða því sem hann fær fyrir selda leikmenn í að kaupa nýja leikmenn.

Eigendurnir hafa ekki staðið við neitt sem þeir lofuðu í upphafi og liðið undir þessum kringumstæðum er engan veginn samkeppnishæft við lið eins og Chelsea og Man Utd sem hafa eytt tugum (ef ekki hundruðum) milljónum punda í nýja leikmenn.

Með góðum (óvæntum) sigri á sunnudaginn gæti hins vegar allt breyst. Þá myndi bloggheimurinn loga um hvað Rafa væri frábær og snjall stjóri.

Góðar stundir

Birgir Baldursson - 22/10/09 11:11 #

Ég er sóber þegar kemur að fylgisspekt við íþróttir. Mér er hulin ráðgáta hvernig skynsamt og fullorðið fólk er til í að ofurselja taugakerfi sitt einhverjum hálftilviljunarkenndum úrslitum svona leikja. Er þess virði að láta hamingju dagana velta á bláþræði dagsforms einhverra manna úti í bæ?

Matti - 22/10/09 11:15 #

Í staðin vakir þú heilu næturnar og horfir á djass á youtube ;-) Ég sé fegurð í fótboltanum.

Auðvitað er bilun að láta þetta fara í skapið á sér - enda er ég ekki lengi að jafna mig og frásagnir af pirring mínum (yfirleitt) stílfærðar. Þannig hef ég haft það alveg ágætt þessa síðustu daga þrátt fyrir dapurt gengi Liverpool.

Birgir Baldursson - 22/10/09 14:21 #

Ég get alveg séð fegurð í fótbolta líka, falleg mörk eru falleg mörk. En þá sjaldan ég virði fyrir mér slíka leiki (mjög sjaldgæft) þá er mér alveg sama hver vinnur, það skiptir einfaldlega ekki máli.

Í íþróttum gildir að sigra andstæðing og eyðileggja þannig fyrir honum daginn eða helgina, í eigingjarnri þrá eftir sigurlostanum. Jafnvel þurfa heilu fjölskyldurnar að líða fyrir "vond" úrslit leikja þar sem þetta litar allta stemninguna heima fyrir.

Í tónlistinni er ekki þessi keppni, heldur vinna allir að sameiginlegu markmiði, að búa til tryllta fegurð. Og allir koma jafnt í mark.

Mæli með djasssögunni á jútjúb, vilji menn komast í fagra geðshræringu og gæsahúð.

Orðið "dagana" í fyrra innleggi á auðvitað að vera daganna. Þetta sker í augu.