Örvitinn

Anarkóbóhedónistinn á Austurvelli

Þórður Ingvarsson á Austurvelli í dag að bjóða fólki aðstoð við að leiðrétta trúfélagsskráningu

Þórður Ingvarsson

myndir
Athugasemdir

Jóhannes Proppé - 22/10/09 15:50 #

Þetta er greinilega ráðvilltur og leitandi ungur maður. Hann reynir að bæta sér upp eigin villu með því að draga aðra niður á sitt lága plan.

Vildi bara vera á undan jesúliðinu með smá vitleysu.

Haukur - 22/10/09 16:10 #

Skemmtileg myndbygging svona með kirkjuna í bakgrunni.

Þórður Ingvarsson - 22/10/09 21:07 #

Nýbúinn að stinga hendinni í vasann svo það sæjist ekki í blámarða hnúana eftir að hafa lumbrað ræskilega á fólki sem vildi ekki leiðrétta trúfélagsskráningu sína.

Svo er þetta djeskoti gott fótósjopp líka. Engir blóðdropar á andlitinu og gleraugunum...

Kristinn - 22/10/09 21:11 #

F14 á 1/250 sek ISO 200 - Nikon D700.

Voðalega hefur verið bjart á Austurvelli í dag (og þó, ISO 200, kannski ekki). Af hverju segir EXIF að þú hafir verið með vélina stillta á -0,7 þegar prógrammið var manual mode? Það er ekkert sem heitir exposure compensation í manual mode, eða hvað, er það til í Nikon?

;)

Matti - 22/10/09 21:20 #

Sko, 1/250 sek er minnsti hraði sem D700 syncar við flass. Ég hélt SB-600 flassi vinstra megi við vélina. Ég þurfti að fara í F14 til að undirlýsa bakgrunn um eitt stopp. Nota yfirleitt manual program þegar ég nota utanáliggjandi flass í dagsbirtu.

Vélin var stillt á -0.7 EV vegna þess að skömmu áður hafði ég verið að taka myndir á aperture stillingu og linsan sem ég notaði þá (Nikkor 35-70 2.8) yfirlýsir um 0.7 - EV stillingin hefur að sjálfsögðu ekkert að segja þegar ég nota manual stillingu.

Þessi mynd er aftur á móti tekin með Nikkor 20-35 2.8 linsunni.

Matti - 22/10/09 21:20 #

Já og vignette er búið til í hugbúnaði (Camera Raw). Orginal mynd er ekki með nokkru vignette í hornunum.

Lárus Viðar - 22/10/09 21:27 #

Svona lítur þá kallinn út, hef aldrei hitt hann frekar en megnið af seggjunum. Ýmsir ókostir sem fylgja því að vera í útlegð.

Kristinn - 22/10/09 21:48 #

Það hlaut að vera. Það segir nefnilega í EXIF að light source sé óþekkt, svo ég útilokaði flass, þó 1/250 sé náttúrulega allt að því sönnun þess að flass hafi verið með í spilinu.:)