Örvitinn

Var allt betra áður?

Guðsteinn Haukur bloggar og skrifar meðal annars:

Hér áður fyrr var hugarfarið „að elska náunga sinn eins og sjálfan sig” mun algengari en er í dag. #

Ég skrifaði athugasemd:

Hvenær?

Var það fyrir 20-30 árum þegar Hörður Torfason flúði land útaf fordómum í garð samkynhneigðra?

Var það fyrir 65 árum þegar íslendingar neituðu að fá hingað þeldökka hermenn?

Í alvöru talað, hvenær voru íslendingar svona miklu betra fólk?

Ég hef aldrei skilið það þegar trúmenn, t.d. biskup, láta eins og siðferði þjóðarinnar sé verra í dag en það var "í gamla daga", tala um hnignandi siðgæði. Vel má vera að sitthvað sé verra samkvæmt einhverjum mælistikum en ég er sannfærður um að umburðarlyndi og manngæska hefur aldrei verið meira hér á landi heldur en í dag. Margt má enn bæta, t.d. trúfrelsi, en fjandakornið flest er miklu betra. Við komum miklu betur fram við minnihlutahópa árið 2009 heldur en nokkurn tímann fyrr.

Það sem þessir aðilar meina sennilega er að áður hafi fólk verið trúaðra og af einhverri undarlegri ástæðu halda þeir að trúhneigð og gott siðferði tengist á einhvern hátt.

efahyggja vísanir
Athugasemdir

Þórður Ingvarsson - 26/10/09 22:33 #

Já, þetta var allt miklu betra áður fyrr; Bjargið, Breiðuvík, Sigurbjörn Einarsson, Drekkingarhylur, nornabrennur og Siðurinn.

Matti - 26/10/09 22:53 #

Já en fólk elskaði náungann eins og sjálfan sig.

Kannski voru allir fullir af sjálfshatri.

Þórður Ingvarsson - 26/10/09 22:56 #

Um hvað er maðurinn að tala í nýjustu athugasemdinni? Hvaða skort á samstöðu? Hvað með Búsáhaldabyltinguna og mótmælin sem var undanfari þess? Hvað með Gay Pride? Hvað með samstöðu við baráttumál Helga Hós?

Óli Gneisti - 26/10/09 22:57 #

Mér finnst fyndið að hann segir þetta eins og þetta sé bara staðreynd sem ekki sé hægt að efast um. Það er svo sem ekki nýtt að fólk láti sig dreyma um gullna fortíð sem var aldrei til.

Lissy - 26/10/09 22:57 #

I was just thinking something along those lines, when I was reading an article on CNN.com about "slaves" in Afghanistan, young boys who become dancers and prostitutes for powerful war lords (I guess sort of on the Greek model of male sexuality). Anyhow, it struck me just so amazing, that the lives of these few hundred poor, uneducated farm boys from the deserts of Afghanistan should garnish so much attention, that Americans should be expected to actually care about the plight of these boys. Now I suppose it helps justify why the troops are being sent there, so I am not saying it is all altruistic, but I am saying that it does suggest a broadening of the definition of human rights, hope that some day even the smallest infraction will awaken some emotional response of humanistic responsibility.

Wow, sorry to babble!

Eiríkur Örn Norðdahl - 26/10/09 23:23 #

Án þess ég vilji gera lítið úr framförum í mannréttindamálum og þvíumlíku, þá held ég að þær séu kannski ekki alltaf jafn stórtækar og þær virðast - einfaldlega vegna þess að mestur skítur kemur upp á yfirborðið nokkru eftir að hann átti sér stað. Þannig kemst upp um hleranir, misnotkun og réttarmorð eftirá og við komumst þannig upp með að telja okkur lifa réttlátari tíma en kannski er raunin. Síðan er einfaldlega margt sem fólk kannski veit um í samtíma sínum en telur ekki vandamál fyrren löngu síðar - einsog þegar Íslendingar sáu enga ástæðu til að veita landflótta gyðingum hæli í seinni heimstyrjöldinni. Þá er enn ótalið það sem við leyfum okkur sífellt að bæla niðri (einsog við bældum niður öll heimsins Björg) - einsog glóbal afleiðingar allra okkar lifnaðarhátta.

Matti - 27/10/09 00:31 #

Lengi getur vont batnað!

Lissy, þetta er ágætur punktur. Ég las einmitt grein um þessa pilta um daginn.

Umræðan hjá Guðstein Hauk virðist komin út í vitleysu.

Matti - 27/10/09 10:02 #

Eins og ég sagði er umræðan hjá Guðstein Hauk komin út í vitleysu, hann vill ekki kannast við skoðanir sínar og sakar mig um að gera sér upp skoðanir - þó ég vitni orðrétt í hann og taki ekkert úr samhengi. Ég nenni þessu ekki :-)

Arnar - 27/10/09 10:22 #

Auðvitað var allt betra í 'denn', algjört tabú að tala um allt þetta slæma.