Örvitinn

Ókeypis fréttamiðlar

Sveinn Birkir skrifar um góða grein um ókeypis fréttamiðla og svarar pistli Styrmis Gunnarssonar í Sunnudagsmogga.

„Tími ókeypis fréttamiðlunnar er liðinn,“ segir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Í nýju sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Styrmir er ekki fyrstur til þess að kveða þessa limru, útgefendur dagblaða um allan heim hafa reynt að telja lesendum sínum trú um þetta lengi. Vandamálið er að þessi fullyrðing stenst ekki nánari skoðun, og því lengur sem Morgunblaðið og aðrir útgefendur dagblaða berja höfðinu í steininn, þeim mun verr á þeim eftir farnast í samkeppninni um lesendur í framtíðinni.

Ég tók einnig eftir þessari undarlegu þversögn í málflutningi Styrmis.

Styrmir fullyrðir hér að auglýsingatekjur dugi ekki til að standa undir rekstri fréttamiðla á netinu, þó svo að mbl.is hafi skilað hagnaði síðustu ár. Þetta eru undarlegustu rök fyrir fullyrðingu sem ég hef lesið lengi. Styrmir heldur því sem sagt fram að í ljósi þess að mbl.is skilar hagnaði, þá sé ekki hægt að reka fréttamiðil á netinu með hagnaði. Á einhverjum tímapunkti rís þessi umræða vonandi á hærra stig.

fjölmiðlar vísanir