Örvitinn

Ég trúi ekki á Gvuð

Útsýnið frá HöfnÉg trúi ekki á Gvuð vegna þess að ekkert bendir til að slíkt fyrirbæri sé yfirleitt til. Við þurfum ekki að vísa til einhvers gvuðs til að útskýra nokkurn skapaðan hlut.

Ég trúi ekki á Gvuð vegna þess að ég veit hvað orsakar norðurljós, regnboga, rauðan himinn og fullt tungl og sú þekking gerir fyrirbærin ekkert minna merkileg.

Ég trúi ekki á Gvuð og mér bregður ekki þegar ég sé sólina rísa á hverjum degi.

Ég trúi ekki á Gvuð kristinna manna vegna þess að ég geri engan greinarmun á honum og öllum hinum gvuðunum.

Ég trúi ekki á Gvuð og á ekkert erfiðara með að höndla áföll heldur en fólk sem trúir á gvuði.

Ég trúi ekki á Gvuð vegna þess að ég er ekki alinn upp við trúboð og átti því séns á að trúa ekki á Gvuð ólíkt sumum.

kristni
Athugasemdir

Hildur Eir Bolladóttir - 29/10/09 11:21 #

Hahahaha þetta er óborganlega fyndinn texti hjá þér, þú gjörsamlega bjargaðir deginum hjá mér, bestu kv Hildur Eir

Matti - 29/10/09 11:29 #

Já, trú er fyndin, jafnvel hlægileg. Það hefur mér alltaf fundist.

Matti - 29/10/09 11:51 #

Ég gerði tilraun :-)

Matti - 29/10/09 12:37 #

Svo merkilega vill til að klukkutíma eftir að ég sendi inn athugasemd er búið að samþykkja tvær aðrar athugasemdir (smjaður) en ekki mína.

Kemur á óvart :-)

Arnar - 29/10/09 12:44 #

Auðvitað trúirðu ekki á guð Matti, þú færð ekki borgað fyrir það eins og Hildur Eir.

Matti - 29/10/09 12:46 #

Hmm, þú segir nokkuð.

Fyrir tuttugu milljón króna eingreiðslu skal ég gefa Gvuði séns í smá tíma :-)

Eygló - 29/10/09 13:06 #

Flott mynd samt ;-)

Matti - 29/10/09 13:07 #

Rétt í þessu kíkti Hildur Eir í heimsókn á bloggið mitt. Athugasemdin hlýtur að detta inn á trú.is í kjölfarið :-)

Hildur Eir Bolladóttir - 29/10/09 13:07 #

Heyrðu það gengur að þú fáir ekki að kommenta á pistilinn, það væri mér sannur heiður, reyndu aftur ( eins og segir í laginu ) ég bæði veit og skil og sé................

Hildur Eir Bolladóttir - 29/10/09 13:16 #

En Matti, það má ekki herma eftir kellingunni, maður með svona frjóa hugsun fer ekki að herma eftir einhverjum, pokapresti, þú ert hugsuður, mundu það kær kveðja Hildur háfleyga

Matti - 29/10/09 13:44 #

reyndu aftur ( eins og segir í laginu ) ég bæði veit og skil og sé................

Athugasemdin er inni í kerfinu, það þarf bara að samþykkja hana.

Annars finnst mér þessar tilraunir þínar til að tala niður til mín dálítið skondnar :-)

Steindór J. Erlingsson - 29/10/09 13:45 #

Matti, þú ættir að benda Hildi á fyrirlestur Lawrance Krauss. Sjálfhverfar vangaveltur hennar eru mjög einlægar og í raun grátbroslegar. Það er hins vegar merki um ákveðið hugrekki að setja fram svona "naive" trúarjátningu, sem er skýr vísbending um að hún trúi þessu innilega.

Annars væri áhugavert að fá skýringu Hildar á þessum orðum:

Ég trúi á Guð af því að ég hef séð norðurljós, regnboga, rauðan himinn og fullt tungl en líka af því að ég sé sólina rísa á hverjum degi. Ég trúi á Guð af því að ég hef fundið fóstur stækka og séð börn fæðast.

Matti - 29/10/09 13:46 #

Ég held ég geti lofað því að Hildur Eir hefur engan áhuga á að ræða þetta mál efnislega - a.m.k. ekki við okkur :-)

Steindór J. Erlingsson - 29/10/09 13:47 #

"Annars finnst mér þessar tilraunir þínar til að tala niður til mín dálítið skondnar".

Sammála þessu Matti.

Ketill - 29/10/09 15:25 #

"Matti, þú ættir að benda Hildi á fyrirlestur Lawrance Krauss." - Steindór

Gaman að þú skildir nefna hann, Vísindin.is henti einmitt inn fyrirlestri með honum núna í morgun.

Hann er virkilega góður að útskýra eðlis- og heimsfræði á skemmtilegan hátt. :)

Hjalti Rúnar Ómarsson - 29/10/09 16:15 #

Þessi ummæli eru líka afskaplega áhugaverð:

Ég trúi á Jesú Krist því orð hans er óháð tíma og rúmi.

Eru þau ummæli Jesú um að einhverjar borgir í Palestínu myndu brenna í helvíti eru "óháð tíma og rúmi"? Eru ummæli hans um illa anda líka "óháð tíma og rúmi"?

Eða eru kannski bara þau fáu ummæli hans sem er eitthvað vit í þau einu sem eru “óháð tíma og rúmi”?

[setti þetta líka hérna ef svo ólíklega vildi til að athugasemd kæmist ekki í gegn á trú.is ;) ]

Matti - 29/10/09 16:18 #

Merkilegt að athugasemdin mín hefur ekki enn hlotið náð ritstjórans á trú.is. Hildur bað mig um að senda hana aftur sem ég ætla ekki að gera. Það mætti halda að einhver hafi eytt henni sem er náttúrulega dásamleg kaldhæðni :-)

Hjalti Rúnar Ómarsson - 29/10/09 19:19 #

Þrjár nýjar athugasemdir komnar á trú.is athugasemdin þín hlýtur að fara að komast í gegn ;)

Siggi Óla - 29/10/09 20:12 #

Já og þær athugasemdir sem eru komnar á trú.is eru líka svo gagnrýnar og málefnalegar.

Þið eigið ekkert erindi Matti og Hjalti í svona málefnalegar og lærðar umræður.

Matti - 29/10/09 20:14 #

Þetta eru stórkostlegar athugasemdir þarna á trú.is :-)

Steindór J. Erlingsson - 29/10/09 20:17 #

Athugasemdirnar við grein Hildar eru makalausar. Þvílíkur jákór! Ef við horfum bara á fyrstu tvær setningarnar í hugleiðingu Hildar þá mætti halda að þessir einstaklingar viti ekkert um raunvísindi. Svo dæmi sé tekið þá skýrði Newton í kringum 1670 að sólarljósið er samsett úr litunum sem við sjáum í regnboganum. Andstæðingar hans sökuðu hann um að hafa "skemmt" regnbogann því nú gátu þeir ekki með eins auðveldu móti sannfært sig um tilvist guðs með því að horfa á hann. Hildur hvernig væri að færa sig fram á 21. öldina?

Matti - 29/10/09 20:18 #

Kærar þakkir elsku lesendur fyrir þessar fallegu athugasemdir ;-)

Hildur Eir Bolladóttir - 29/10/09 20:31 #

Steindór hitti naglann á höfuðið þegar hann talaði um að ég hefði sýnt hugrekki með minni naive trúarjátningu, það er alveg rétt. að trúa og treysta krefst hugrekkis. Vísindin fjalla um hvernig heimurinn varð til, trúin fjallar um hvers vegna heimurinn varð til þess vegna eiga trú og vísindi svo dásamlega samleið.

Matti - 29/10/09 20:38 #

Ah, prestafroða. Við elskum innihaldslausa prestafroðu :-)

Hvað segirðu Hildur Eir, hvað varð eiginlega um athugasemd mína á trú.is? Eyddir þú henni eða sá Árni Svanur um það?

Hvað finnst þér það segja um þig að á trú.is teljist ástæða til að eyða athugasemd sem í raun er eftir þig? Er verið að segja að þú sért einhver durgur? ;-)

Hildur Eir Bolladóttir - 29/10/09 20:56 #

Uh bíddu leyfðu mér að hugsa, var það ég eða þú sem skrifaði fyrst útúrsnúning á trúarjátningu ákveðinnar manneskju? Sem mér fannst að vísu mjög fyndin því þótt ótrúlegt megi virðast þá hef ég húmor :)

Hjalti Rúnar Ómarsson - 29/10/09 21:01 #

Þannig að athugasemdin þín fæst ekki birt á trú.is, af því að Matti byrjaði?

Matti - 29/10/09 21:12 #

Ég kannast ekki við að hafa snúið út úr nokkurri trúarjátningu. Í hverju felast útúrsnúningarnir?

Ég skrifaði þessa bloggfærslu sem svar við játningu þinni.

Vissulega finnst mér þín trúarjátning "óborganlega fyndin" en mér datt ekki í hug að skrifa slíka athugasemd á trú.is vegna þess að ég vissi að þar yrði hún ritskoðuð.

Ólíkt ykkur prestunum þoli ég gagnrýni og þori að eiga í samræðum um trúarleg málefni :-)

Matti - 29/10/09 21:18 #

Getur verið að prestar ríkiskirkjunnar líti á öll andsvör sem útúrsnúninga? A.m.k. öll andsvör frá vissum hópi.

Er það möguleg skýring á málefnafátæktinni?

En ég blogga um þennan athugasemdbrandara á morgun. Mér finnst það stórkostlega fyndið að Hildur Eir Bolladóttir sé ritskoðuð á trú.is

Valdimar - 30/10/09 02:29 #

Bíddu bíddu bíddu... Er ég að lesa rétt? Er hún að hreykja sig af því að afhjúpa sinn barnalega og einfalda hugsunarhátt? Ég bjóst ekki við þessu. Kannski hefði ég átt að gera það. Ætli hún fái ekki viðurkenningu frá innan kirkjunnar fyrir að skrifa svona. En allt nútímafólk sér eingöngu barnalega röksemdafærslu fyrir því að tilheyra trúarbrögðum sem manneskjan hefur alist upp í. Á maður að segja það? „Grey stelpan.“

Ég sat nokkuð lengi og horfði á athugasemdagluggann við greinina á Trú.is, en svo fannst mér það bara ekki vera þess virði. Athugasemdir sem hrósa ekki greininni munu aldrei komast í gegn.

Matti - 30/10/09 08:04 #

Athugasemd Hjalta og tvær aðrar eru komnar inn, en ekki athugasemd mín/Hildar.

Teitur Atlason - 30/10/09 09:40 #

Þetta er svolítið fyndið mál.

Athugasemd sem Hildur Eir póstar hér, fæst ekki birt vegna ritskoðunar á tru.is.

Sem sagt. Orð hennar sjálfrar fást ekki birt á trú.is!

Ég fæ hausverk af þessu sérstaka máli. Annars glímir trú.is við ákveðinn vanda hvað athugasemdir varðar. Ef að allt yrði opnað, myndi vefurinn ugglaust lifna við, en um leið verða vettvangur fyrir hálfgert eða algert rifrildi. Ef að vefurinn er ritskoðaður missir hann um leið ákveðna vigt. Það væri sniðugt hjá kirkjunni að stofna bara nýjan vef sem er opinn fyrir athugasemdum. Reyna að fá í gang einhvern vef sem reynir að tækla almennilega trúmálaumræðu. Af nógu er að taka. Margir prestar eru prýðilegir trúvarnarmenn og trúleysingar margir hverjir hafa ákaflega gaman að því að skiptast á skoðunum við þá. Skilyrði væri að sjálfsögðu að umræðan yrði almennileg og einkenndist af heilbrigðum skoðanaskiptum. Það er svolítið leiðinlegt að Vantrú skuli vera með algera forystu í trúmálaumræðu á Íslandi. Eignlega alveg fáránlegt. Trú.is er ekki þessi vettvangur því athugasemdir þar eru ritskoðaðar.

En anyway. Ókeypis ráð til ríkiskirkjunnar.

Matti - 30/10/09 09:46 #

Málið er að trúmenn eiga mjög erfitt við að sætta sig við forsendur umræðunnar eins og fjallað er um í grein dagsins á Vantrú.

Persónulega finnst mér fínt mál að Vantrú sé miklu öflugri vefur en trú.is - við þurfum a.m.k. ekki að hafa herferð þar sem við hvetjum félaga í Vantrú til að hunsa trú.is :-)

Jón Yngvi - 30/10/09 09:49 #

Einfaldast væri að tru.is hætti þessum þykjustuleik með opið athugasemdakerfi og opnaði spjallborð að hætti vantrúar. En það yrði auðvitað að heita skjallborð til að koma í veg fyrir óheppilegar athugasemdir.

Matti - 30/10/09 10:37 #

Ah, "skjallborð" er stórkostlegt heiti á spjallborði fyrir trú.is :-)

Kærar þakkir fyrir þessa góðu athugasemd Jón Yngvi. Dawkins veri með þér.

Jón Yngvi - 30/10/09 11:03 #

Takk fyrir Matti. Brandes blessi þig.

Mummi - 30/10/09 12:33 #

Ahhh.... http://tru.is/skjall

Ég dilla rófunni :-D

Teitur Atlason - 30/10/09 13:24 #

Sammála Matti. Ég vil hag vantrúarinnar góðu sem mestan. En hvernig má það vera að ríkiskirkjan sé svona ferlega vitlaus að gera ekkert í málinu? Eru prestarnir ekki alltaf að tala um að umræður séu af hinu góða? "Samtal" og hvað þeir kalla það? Ég á stundum ekki orð yfir hvað ríkiskirkjan er með lélegt PR. Hún er með allt á hælunum. Endalaus hneykslismál. Endalaus!! Þegar einu lýkur kemur bara annað í staðinn!

Hvernig væri að bjóða upp á spjallborð i stað þess að hafa skjallborð? Þetta þarf ekkert að þvælast fyrir ef að vettvanginum er breytt pínulítið. Ný síða með öðrum áherslum. Margir hafa mikinn áhuga á trúarlegri umræðu og þar gætu ugglaust margir fengið svör við spurningum sínum. Ég man ekki betur en að Biggi og Carlos hafi átt ferlega skemmtilegar samræður. Sama má segja um þegar Skúli úr KEF tekur þátt á vantrúnni. Auðvitað ættum við vantrúarfólk að sækjast eftir "samtali" við prestana og fæla þá ekki frá með e-m sleggum. Hinsvegar eru sleggjurnar rosa stórt matsatriði og það sem ég tel t.d vera bara ágæta spurningu, þykir mörgum vera hin freklegasta móðgun. Það væri gaman að eyða þessu og skapa grundvöll fyrir samræður.

Matti - 30/10/09 13:30 #

Það er nú ágætt dæmi um þennan "samtalsvilja" hvernig séra Þórhallur Heimisson hefur reynt að dæma okkur úr umræðunni.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 30/10/09 13:35 #

Svo ef að ríkiskirkjan er hrædd um að öfga-trúleysingjarnir myndu skemma spjallborðið er afar lítið mál að skipta því niður þannig að trúleysingjar mættu bara gera athugasemdir á vissum stöðum.

Teitur Atlason - 30/10/09 13:40 #

Já ég veit, en Þórhallur er trauðla skarpasti hnífurinn í skúffu íslenskra presta. Óþarfi að láta hann eyðileggja.

Ég vildi gjarnan sjá samræður milli t.d Hjalta Rúnars eða Bigga við Carlos, Skúla S. Ólafsonar eða Bjarna Karlsson.

Matti - 30/10/09 13:45 #

Æi, við höfum svosem prófað þetta allt saman.

  • Skúli hvarf þegar Dawkins heimsótti Ísland. Varð aldrei samur.
  • Carlos var fastur í því að tala niður til okkar - a.m.k. mín.
  • Bjarni Karlsson talar bara í gátum. Hefur engar raunverulegar skoðanir.

Ég er ekki að segja að ég vilji ekki ræða við þetta fólk en það þurfa að gilda einhverjar reglur í þeim samræðum, ég nenni ekki að rökræða við grænmeti!

Guðmundur - 02/11/09 10:26 #

Af hverju látið þið þetta trufla ykkur svona rosalega. Þið segið að fólk megi hafa sína trú út af fyrri sig, þið séuð fyrst og síðast að berjast fyrri trúfrelsi og gegn átroðningi kirkjunnar. Tæpast flokkast þetta undir átroðning þegar hún setur þetta á heimasíðu. Ekki er hún að tala niður til nokkurs manns eða lífsskoðana. Mætti ekki segja að þið séuð með kirkjuna á heilanum og reynið að finna allt til að níða það niður sem frá henni kemur, óháð því hvað það er, notið forsendurnar um trúfrelsi og átroðninginn bara svona sem tylliástæður, svona til að finna ykkur fylgi!

Matti - 02/11/09 10:28 #

Af hverju lætur þú mig trufla þig svona rosalega? Má ég ekki skrifa þetta á heimasíðu? :-)

Annars er þetta ágætur strámaður hjá þér.

Mætti ekki segja að þið séuð með kirkjuna á heilanum...

Jújú, það má segja ýmislegt. Ekki þar með að það sé satt. Þú gætir alveg eins sagt að kirkjan sé með okkur á heilanum. Annars er ég með ýmislegt á heilanum.

Það skiptir dálitlu máli að Hildur Eir er á launum hjá mér (ríkinu), ríkiskirkjan fær fjóra til fimm milljarða á ári frá hinu opinbera og boðar kristna trú í leik- og grunnskólum.

Guðmundur - 02/11/09 10:49 #

Ég veit ekki til þess að það komi prestur í skólann til barna minna. Hafið þið tekið saman í hvaða og hversu marga skóla presta eru með trúaráróður? Það væri gaman að vita það!

Matti - 02/11/09 10:53 #

Mikið leiðist mér svona málflutningur. Bróðir Hildar stundaði kristniboð (eins og hann kallaði það) í leikskóla dætra minna.

Vinaleið er "sóknarfæri" kirkjunnar í grunnskólana. Vinaleið var stöðvuð í Garðabæ, þar sem systir Hildar stóð fyrir henni, en er enn í gangi í Mosfellsbæ.

Af nógu er að taka, hvað þarftu mörg dæmi? Dugar að þú vitir ekki til þess að prestur komi í skóla þinna barna? Er þetta þá allt í lagi? Kirkjan er að vinna í að auka trúboð sitt í skólum.

Guðmundur - 02/11/09 11:00 #

Málflutningur? Þetta voru nú bara heiðarlegar spurningar. En, svona án útúrsnúnings, er vinaleiðin ekki bara í þremur eða fjórum grunnskólum landsins?

Matti - 02/11/09 11:01 #

Ég á við þetta komment þitt um að þú vitir ekki til þess að prestur komi í skóla þinna barna. Er þá í lagi að prestar fari í aðra skóla?

Veistu af hverju Vinaleið er ekki í fleiri skólum?

Guðmundur - 02/11/09 11:05 #

Nei, en mér hefur fundist á ykkar málflutningi að prestar fari inn í marga grunnskóla með trúboð. En ef þetta eru bara 3 - 4 skólar, með kannski fullu samþykki flestra/allra foreldra og mönnum finnst það til bóta - að þá sé ég lítið að því.´

Matti - 02/11/09 11:07 #

Ég skal svara spurningunni.

Vinaleið er ekki í fleiri skólum vegna þess að við mótmæltum harðlega og komum í veg fyrir að Vinaleið yrði í fleiri skólum.

En ef þetta eru bara 3 - 4 skólar, með kannski fullu samþykki flestra/allra foreldra og mönnum finnst það til bóta - að þá sé ég lítið að því.´

Það er þitt vandamál. Rök hafa verið færð fyrir því að þetta sé ekki í lagi jafnvel þó skólarnir séu fáir og flestir foreldrar mótmæli ekki.

daníel - 07/12/09 21:42 #

Sælir strákar, rakst á þetta spjall fyrir tilviljun. Langaði bara til að benda ykkur á að þegar við erum að tala um Guð, almáttuga veru eða fyrirbæri (eftir skilningi ykkar á hugtakinu) þá bregst ykkur öll ykkar rökfræði, við erum öreindir í geimnum, ljónið sem sér borgina. Við vitum ekkert hvað er í gangi og höfum ákaflega takmarkaðar forsendur til þess. Að segja að það sé ekkert sem bendir til þess að Guð sé til er alveg útí hött, því þið hafið ekki hugmynd um það. Alheimurinn skapaði sig ekki sjálfur, og varð heldur ekki til úr engu.

Hann var annaðhvort til í tilvist eða tilvistarleysi. Hafi hann orðið til í tilvist er hún honum eldri og hafi hún alltaf verið til hefur alheimurinn orðið til óendanlega, og ég setið hér og rambað inná þetta spjall ykkar, lesið það og skrifað ykkur þessi skilaboð óendanlega oft. Hafi alheimurinn ekki orðið til í tilvist heldur uppúr tilvistarleysi er hann ennþá í því. Þar með erum við ekki til heldur ímyndun, guðs (eða stóra snáksins ef þið viljið heldur)

daníel - 07/12/09 21:47 #

E.S.

Að trúa ekki á þau öfl sem gerðu það að verkum að þið getið setið hér og lesið það sem ég skrifa. Þau öfl sem gerðu það að verkum að þið urðuð til, að þið getið notið nautasteikarinar og rauðvínsins á sunnudagskvöldi sýnir nánast vanþóknun á lífinu, lífinu sem við eigum að vera þakklát fyrir og lofsama.

Matti - 07/12/09 21:51 #

Segðu eins og er, þú varst að google "gvuð". Þarft ekkert að skammast þín fyrir það.

Þú heldur sennilega að það hafi verið eitthvað vit í þessum athugasemdum þínum en mér þykir leiðinlegt að þurfa að segja þér að þær eru bara þvaður :-)

Það er engin þörf á því að draga einhverja "almáttuga veru" inn í myndina til að útskýra tilveru okkar.

Þar sem þekkinguna skortir játum við einfaldlega að við vitum ekki svarið, skáldum ekki einhvern gvuð í eyðuna.

Þú mátt lofsama það sem þú vilt en ekki blekkja sjálfan þig og halda því fram að einhver rök séu fyrir tilvist þess sem þú lofsamar.

Arnar - 08/12/09 10:57 #

Er það bara ég eða sagði Daníel:

"Ég veit það ekki og því hlýtur guð að vera til"..

Matti - 08/12/09 11:12 #

"Röksemdafærsla" hans er ekki flóknari en það :-)