Örvitinn

Orsök og afleiðing?

orsok_afleiding.pngÞað fer ekki mjög mikið fyrir fréttatilkynningu Vantrúar á blaðsíðu þrettán í Morgunblaðinu í dag.

Það er samt ekki hægt að skammast út í Morgunblaðið því það birtir þó eitthvað ólíkt öðrum fjölmiðlum. Enginn annar hefur svo mikið sem minnst á þúsundustu trúfélagsleiðréttinguna þó allir hafi fengið ítarlega fréttatilkynningu um helgina.

Svona er þetta bara, maður veit aldrei hvað vekur áhuga fjölmiðlamanna og kirkjan kaupir auglýsingar. Nei, ég segi svona. Þetta er jafn merkilegt og að framkvæmdastjóri í hlutastarfi óski eftir að hætta. Æi, maður verður bara svekktur þegar fjölmiðlar fjalla svo ítarlega um mánaðarlega bloggfærslu einhver prests sem fær kvíðakast fyrir hver mánaðarmót - og meira en 600 þúsund í laun á mánuði en það er allt önnur frétt.

Það er svo önnur spurning hvort Morgunblaðið sé að reyna að telja okkur lesendum trú um að þetta séu orsök og afleiðing með uppstillingu fréttanna? Vantrú skráir þúsund úr ríkiskirkjunni, framkvæmdastjóri Laugarneskirkju neyðist til að segja af sér.

Sigurbjörn hefur þá tíma til að skrifa fleiri aðsendar greinar og bænir í Morgunblaðið. Því hljóta allir að fagna.

Nema kannski þeir sem hafa lesið greinarnar. Maðurinn er meistari moðsins.

fjölmiðlar
Athugasemdir

Arnar - 29/10/09 10:56 #

Oh, ég hélt fyrst að hann væri að hætta vegna þess að hann væri að skrá sig úr þjóðkirkjunni.

En annars aðdáunar vert að hann hættir og tekur þannig, amk. hluta, niðurskurðinn á sjálfan sig. Ekki er Þórhallur að gefa sín 600þ í fátækrahjálpina sína.

Guðmundur D. Haraldsson - 30/10/09 00:34 #

Áhugavert að Morgunblaðið segi frá þessu.

Matti - 30/10/09 09:11 #

Já, það er merkilegt að það sé eini fjölmiðillinn sem segir eitthvað frá þessu. Reyndar kannast ég við fólk þar innanhúss og ýtti aðeins á eftir þessu en það hefur reyndar líka verið gert á öðrum miðlum.

Umfjöllunin hefði samt varla getað verið minni. Í dag er t.d. töluvert stærri umfjöllun um umkvartanir Fríkirkna landsins yfir forréttindum ríkiskirkjunnar.