Örvitinn

Skjár1 í vanda

Fólkið við hliðina á mér í bíó í gærkvöldi var að ræða um áskrift að Skjá1 áður en myndin hófst. Ætluðu ekki að kaupa áskrift, sögðust frekar kaupa áskrift að Stöð2.

Ég held að ansi margir séu að hugsa það sama (ég hef gert það) og Stöð2 muni hagnast á þessu.

Mér sýnist dæmið ganga upp: Ekki kaupa Skjá1, segja upp Morgunblaðinu, kaupa Stöð2.

Stærsti gallinn við Stöð2 er eignarhaldið.

fjölmiðlar
Athugasemdir

Teitur Atlason - 02/11/09 09:05 #

Má ekki segja það sama um S1? -Eignarhaldið.

Matti - 02/11/09 09:06 #

Vissulega. Veit bara ekki hvort það er stærsti gallinn við Skjá1.

Teitur Atlason - 02/11/09 09:20 #

dagskráinn er náttúrulega bara drasl. Hér í Svíþjóð horfi ég mest á TV4 Fakta sem er stöð sem sýnir bara heimildamyndir og fréttaskýringar. Lögregluþætti úr alvörunni og svoleiðis. Langbesta stöðin. Mikið af svona trúarlegu stöffi.

Það nenna ekki allir að horfa á Desperate eða Criminal Minds.

Matti - 02/11/09 09:22 #

Báðir þættir sem þú nefnir eru sýndir í Ríkissjónvarpinu :-)

Það eru ágætir þættir á Skjá1, ég nefni House sem dæmi.

Vandi þeirra er að í huga fólks er meiri munur á því að borga ekkert og rúmar tvö þúsund krónur á mánuði heldur en á því að borga tvö eða sex þúsund krónur. Mörgum finnst þá fá meira fyrir sex þúsund krónur hjá Stöð2 heldur en tvö þúsund hjá Skjá 1.

Ekkert endilega rökrétt pæling en fólk hugsar ekki endilega rökrétt :-)

Kristján Atli - 02/11/09 10:58 #

Stöð 2 er svo fokdýr að það hálfa væri nóg. Ég borga ekki fyrir hana, sæki frekar í DVD-diska eða netið fyrir þá örfáu þætti af Stöð 2 sem ég vil horfa á.

Ég er með Símalykil og hef því aðgang að SkjáHeimi þar sem maður getur séð alla íslensku þættina gegn vægu gjaldi, sem og fréttir. Ég hugsa að við konan tökum Skjá Einn þar sem hún horfir á mikið af efni þar. Annars myndi ég sjálfur ekki vilja borga fyrir neitt sjónvarpsefni nema íþróttirnar, horfa svo bara á hitt á iTunes eða DVD-diskum.

En já, sumu fólki finnst muna meira á núllinu og tvö þúsundkallinum heldur en tvö til sex þúsundum. Skrýtið.

Matti - 02/11/09 11:00 #

Stöð2 kostar 6.990.- ef maður festir ekki áskrift í 12 mánuði. Það er náttúrulega svakalega dýrt.