Örvitinn

Skuldir þjóðarbúsins

Skuldir ýktar, enn og aftur

Nú eru það hins vegar ýkjur um skuldastöðu þjóðarbúsins sem hver étur upp eftir öðrum, og því miður er hagfræðimenntað fólk á borð við Lilju Mósesdóttur þar ekki undanskilið.

Munurinn á þessu tvennu er að skuldir þjóðarbúsins innifela allar erlendar skuldir íslenskra aðila: ríkisins, sveitarfélaga, banka, orkufyrirtækja, álvera, allra annarra fyrirtækja, og einstaklinga. (Einungis beinar skuldir eru taldar með, lán gegn um innlenda banka eru ekki tvítalin.) Minni hluti erlendra skulda þjóðarbúsins verða greiddar af skattborgurum eða almenningi. Á móti meiri hluta þeirra standa aðeins afmarkaðar eignir og tekjur fyrirtækja, sem almenningur ber ekki ábyrgð á.

pólitík vísanir