Örvitinn

Nikon ráðstefnan - græjuklám

Nikon risalinsurÉg kíkti semsagt á Nikon ráðstefnu á hótel Sögu áðan.

Þetta var nokkuð gott. Kynningin á D3s og D3x var ekkert spes, aðeins of mikil sölukynning fyrir mig. Myndböndin voru samt dálítið flott. Kynning Staffan Widstrand á Wild Wonders of Europe var áhugaverð, fékk mig a.m.k. til að hugsa og ég punktaði hjá mér um ýmislegt sem hefur ekkert með ljósmyndun að gera.. Lokakynning á Nikon’s Total Imaging System var frekar grunn, ég þekki CLS flassvirknina vel en það var gaman að sjá hvað þráðlausu skráarsendingarnar virka vel. Mér þótti nokkuð til þess koma þegar hann flutti myndir beint úr myndavél, gegnum þráðlausa tengið yfir í gemsann og þaðan á ftp server - alveg sjálfvirkt.

Svo fékk maður að káfa örlítið á myndavéladóti sem maður mun aldrei hafa efni á að kaupa. Prófaði 400, 500 og 600mm linsur. Handlék líka vél með 14-28 F/2.8 linsunnni. Ef einhverj velgjörðarmaður er til í að kaupa handa mér Nikkor 400 2.8 og Nikkor 600 F/4 myndi ég alveg þiggja það. Nikkor 14-28 F/2.8 myndi líka alveg duga :-)

myndavélar og aukahlutir
Athugasemdir

Arnold - 04/11/09 08:44 #

Ég fékk nún öllu jákvæðari viðbrögð frá kunningja mínum sem hélt ekki vatni yfir videoinu úr D3s sem var sýnt. Einngi hvað D3x hefur mikið dynamic range. Hann eignaðist fyrstu D3 á Íslandi. Núna langar honum í D3s :) Sagan endalausa.

Alla vega þá er NIKON í ansi góðum málum með D3 línuna. Sennilega bestu myndavélar sem smíðaðar hafa verið.

Matti - 04/11/09 09:40 #

Vídeóið var flott en það var einmitt ekkert sýnt hvað D3x hefur mikið dynmic range, bara sagt frá því :-) Ég hefði viljað sjá fleiri dæmi um myndir úr þessum vélum.

En Nikon er í góðum málum, mér heyrðist á Canon mönnum sem voru á svæðinu að þeim þætti mikið til koma.

Arnold - 04/11/09 09:54 #

Ég hef reyndar séð skrár úr D3X og varð mjög hrifinn. Finnst þeir fallegri en úr H3D-39 vélinni. Ég held að það sé engu logið um D3x enda græðir NIKON ekkert á því að bulla.

Eitt má NIKON eiga að þeir hafa stigið mjög varlega til jarðar í þessari DSLR byltingu og oft gagnrýndir fyrir það. Held að þér komi yfir leitt ekki með vél nema að þeim finnsit þeir vera með eitthvað bitastætt.

Sigurdór - 05/11/09 15:10 #

Damn. Komst ekki, yngri drengurinn var enn veikur. Hefði verið gaman.