Örvitinn

Skrítin sjónvarpsauglýsing Metro

Sá sjónvarpsauglýsingu frá Metro, nýja staðnum sem tók við af McDonalds, í gærkvöldi. Það eina sem auglýsingin gekk út á var staðsetning veitingastaðanna.

Það vita allir hvar McDonalds var til húsa, það þarf ekkert að segja fólki það.

Ég hefði haldið að meira vit væri í að segja fólki eitthvað frá matnum, reyna að sannfæra það um að nýju hamborgararnir væru betri en þeir gömlu eða eitthvað álíka.

Skil stundum ekki hvað auglýsingastofur fá greitt fyrir.

Nenni ekki einu sinni að tuða útaf auglýsingunum frá Sjóva!

kvabb
Athugasemdir

Lissy - 04/11/09 11:20 #

Not enough people have had a chance to eat the burgers to say that!

Matti - 04/11/09 11:21 #

Ég hefði haldið að málið væri að sýna fólki myndir af matnum, reyna að gera hann freistandi, hvetja fólk til að prófa.

Ekki segja okkur hvar staðurinn er til húsa, það vita allir!