Örvitinn

Blogg og fjölmiðlar

Almennilegir bloggarar vísa á heimildir, fjölmiðlar sleppa því iðulega. Mest lesna fréttin á Vísi er t.d. fengin frá Vantrú. Blaðamaður hringdi einfaldlega í manneskju sem nefnd er í frétt Vantrúar og fékk tilvitnanir. Almennilegir bloggarar hefðu sagt frá því að Vantrú skúbbaði.

Þegar ég sagði fyrstur frá því að Guðni Ágústsson breytti þingræðu slepptu sumir fjölmiðlar því að segja frá því hvaðan fréttin kom (Vísir sagði frá því en ekki Fréttablaðið, Morgunblaðið fjallaði aldrei um málið). Bloggarar vísuðu nær undantekningarlaust á síðuna mína ef þeir fjölluðu um málið.

Kannski þurfa hefðbundnir fjölmiðlar að læra eitthvað af bloggum.

Verstu bloggararnir haga sér eins og hefðbundnir fjölmiðlar. Vísa nær aldrei á heimildir og leyfa ekki athugasemdir.

fjölmiðlar
Athugasemdir

Freyr - 06/11/09 11:11 #

Fréttamenn hafa enga skyldu til að upplýsa um heimildir sínar nema þess þurfi (t.d. til að verjast í meiðyrðamáli, o.þ.h.) Í nokkrum tilfellum eru þeir meira að segja í lagalegum rétti að gefa ekki upp sína heimildarmenn.

Ég held að þessar siðareglur blaðamanna þurfi endurskoðun, því auðvitað eiga heimildir að liggja fyrir. Að gefa þær ekki upp er bara leti og að réttilega hylja þær tilheyrir algjörum minnihlutatilfellum.

Mig grunar að þetta snúist um að þykjast vera fyrstur með fréttirnar, eins og það auki áreiðanleika þeirra.

Björn Ómarsson - 06/11/09 16:52 #

Þetta er mjög mikilvægur púnktur sem þú bendir á. Að vitna ekki í þær heimildir sem maður notar er ein tegund af ritstuld. Í háskólum er þessi tegund lyga litin mjög alvarlegum augum, ég þekki dæmi um að menn hafi verið reknir úr skóla fyrir svona lagað. Það er sorglegt að við skulum hafa lægri standard fyrir fjóða valdið.

Varðandi ummæli Freys, vill ég gera greinarmun á heimildum og heimildarmönnum. Ég vill meina að það sé munur á því að hafa "ónefnda heimildarmenn innan ríkistjórnarinnar" annarsvegar, og að lesa kjaftæði á netinu hinsvegar. (Greinin í línknum greinir reyndar frá heimildinni, sem gerir lesandanum kleift að fatta að þetta er bull. Gott dæmi um mikilvægi þess að vísa í heimildir.)