Örvitinn

Fótbolti í sjónvarpi

Stöð2 sport2 er órugluð eins og er og ég horfði á leik West Ham og Everton áðan því ég hafði ekkert betra að gera.

Þetta er í fyrsta skipti ansi langan tíma (eflaust tvö eða þrjú ár) sem ég horfi á leik í ensku deildinni þar sem Liverpool er ekki að spila.

Leikurinn var ekkert svo slæmur en mér sýnist Everton frekar heppnir að vinna, West Ham átti að jafna í lokin.

boltinn
Athugasemdir

Andrés Jónsson - 08/11/09 17:48 #

Þeir verða að sýna einn leik í viku óruglaðan skv. kröfu ESB. Verst að þeir auglýsa ekki hvaða leikur það er.

Matti - 08/11/09 19:02 #

Þetta hef ég aldrei heyrt um áður. Ætli þeir ákveði sjálfir hvaða leikur er ókeypis eða koma þær skipanir að utan?

Kristinn - 08/11/09 19:49 #

Þeir velja yfirleitt óáhugaverðasta leik vikunnar sýnist mér.

Arnold - 09/11/09 07:08 #

Það voru tvær sportrásir opnar í gærkvöld. Þetta er kannski gert til að lokka til sín áskrifendur. Veit ekki. Stöð2 Sport er einfaldlega allt of dýr. Ef menn vilja fylgjast bæði með Enska og Meistaradeildinni þá er það 16.000 kr á mánuði ef ég man rétt.

Sigurður - 09/11/09 08:48 #

Datt inn á Fangavaktina óruglaða í gærkvöldi. Ætli sé einhver áhorfsmæling í gangi?

Matti - 09/11/09 08:51 #

Gæti verið bilun. Gæti líka verið átak til að ná til fólks sem er að velta því fyrir sér að kaupa áskrift að Skjá1.

Björn Friðgeir - 09/11/09 10:41 #

Það er bara í Meistaradeildinni sem sýndur er einn óruglaður í viku, ekki ensku.

Matti - 09/11/09 10:44 #

Ok, en er eitthvað hægt að komast að því fyrirfram hvaða leikur það er eða þarf maður að bíða spenntur fyrir framan tækið?

Ég fer kannski að tékka á þessu þegar Liverpool er ekki að spila í Meistaradeildinni - sem verður væntanlega málið eftir riðlakeppnina :-(