Örvitinn

Örlítið um skattahækkanir (aftur)

Í umræðunni er sífellt verið að tala um skattprósentu á laun yfir ákveðnum mörkum en oft gleymist að taka fram að sú prósenta gildir bara um þann hluta launanna sem fer yfir mörkin.

Segjum sem svo að skattar á tekjur yfir 500þ séu 50%, þá borgar sá sem er með 600þ á mánuði 50% af 100þ krónum, ekki af öllu (þessar tölur tengjast á engan hátt fyrirhuguðum skattahækkunum, ég nenni ekki að fletta réttum tölum upp).

Eldra um skatta:

pólitík
Athugasemdir

GH - 10/11/09 10:34 #

Ahhhh, ég skil. Hélt að prósentan gilti um alla upphæðina.

Matti - 10/11/09 10:37 #

Ég er nokkuð viss um að svo sé ekki. A.m.k. var það ekki í fyrri tillögum sem ég bloggaði um í færslunum sem ég vísaði á.

Stefán Pálsson - 10/11/09 11:19 #

Ég átta mig ekki á því á því hvers vegna þú ert svona skeptískur á að hafa mörg skattþrep (fyrir utan einhver skattafræðilega fagurfræðileg sjónarmið).

Rökin sem oftast eru notuð gegn skattþrepum eru jaðaráhrifin (sorgarsögur um duglega unga fólkið sem vinnur og vinnur - til þess eins að lenda akkúratt vitlausumegin við þrepamörkin og tapar á öllu saman). Því fleiri skattþrep - því minni jaðaráhrif.

Kostirnir erum augljósir. Hverjir eru ókostirnir?

Matti - 10/11/09 11:21 #

Ókosturinn felst í flækjunni, ég er hrifinn af einföldum kerfum. Hefði sjálfur talið að hægt væri að ná fram svipuðum áhrifum (lægri skatta á lægri tekjur, skattahækkun á hærri) með því einfaldlega að hækka skattleysismörk og skattprósentu.

Annars er ég nú ekki mjög hávær gagnrýnandi þrepaskiptingar og er í þessari færslu að verja fyrirhugaðar breytingar.

Stefán Pálsson - 10/11/09 11:31 #

Jújú,einfaldleikinn er fallegur - en maður þekkir það bara með hátekjuskatta að gagnrýnendur hátekjuskatts sem miðast við 600 þús. kall tala aldrei um þá sem hafa milljón i tekjur, heldur hina sem hafa 601 þúsund og lenda í jaðaráhrifum...

Gunnar G - 10/11/09 13:39 #

Ég bjó lengi í Danmörku.

Þar fannst mér skrítið að sárafáir voru með laun yfir 29.600 DKK. Ég komst að því einn góðan veðurdag að yfirmaður minn var með lægri laun en 29.000 DKK. þetta þótti mér mjög skrítið, enda var þarna á ferð maður sem myndi ekki fá undir 750.000 kr á íslandi (í þá gömlu góðu daga þegar danska krónan var tíkall).

Ég pældi mikið í málinu, og af hverju væri þetta svona. Var maðurinn svona hagsýnn og sjálfum sér nógur, að hann sætti sig við innan við 50% af launum sem hann myndi fá í nágrannaríkjum ?

Í einhverju "fyrafteninu" spurði ég hann beinlínis af hverju hann væri með lægri laun en þorrinn af skrifstofunni. Svarið var einfalt: Hann vildi ekki fara yfir lægsta skattaþrepið, og tók því restina af laununum út í fríðindum (sem hann borgaði þó fríðindaskatt af, en hann er brot af því sem annars væri). M.ö.o. tuttuguogníuþúsundkallinn danski sem hann hafði var vasapeningur. Fyrirtækið sá um rekstur heimilis mannsins, bílsins og keypti drasl fyrir hann öðru hvoru (sjónvörp, tölvur o.þ.h.).

Sömuleiðis kynntist ég helling af iðnaðarmönnum sem unnu aldrei yfir 5 tímum á dag. Þeir voru samt að heiman í a.m.k. 10 tíma á dag, þar sem svarta vinnan var tímafrek. Þetta gerðu þeir til þess að lenda ekki í hærri skattþrepum.

Þetta tel ég að sé bein afleiðing af þrepakerfinu, þ.e.a.s. að menn fá laun undir þrepinu, og taka rest út í fríðindum eða svartri vinnu.

Ég sé enga kosti við þrepaskipt skattkerfi, þegar einfaldara væri að hækka skattprósentu og persónuafslátt.

Með einföldu og auðveldu skattkerfi er líka auðveldara að koma auga á svindl. Með flóknu skattkerfi er hægt að finna holur til að nýta sér og svindla þannig á samtryggingunni.

Með einföldu skattkerfi munum við ekki heyra um manninn með 601.000 í stað þess sem hefur 1.000.000, því prósenta þeirra er sú sama.

Snaevar - 10/11/09 16:00 #

Skrýtin saga frá Danmörku. Auðvitað eiga fríðindi að vera skattlögð eins og hverjar aðrar launatekjur. Þannig er það í Svíþjóð. Þar eru 30% skattar af öllu undir 30.000 sek. Sem var fyrir tveim árum ca 270.000 ísk en er núna nær 550.000 ísk. Vissulega eru margir á launum rétt undir þessu marki, því fyrir hverja krónu sem fyrir yfir tekur ríkið 50% skatt, og þá fer maður að hugsa hvort það borgi sig að vera að vinna meiri aukavinnu ef 50% er tekið af manni. En fríðindin eru auðvitað skattlögð á sama hátt með 30-50% skatti. En ég styð frekar íslenska kerfið með hærri skattleysismörkum og einni skattprósentu. og Sama skattprósenta á auðvitað að gilda þó maður sé launamaður eða fjármagnstekjumaður (búi til HF til að taka út laun sem arð, en ekki laun). Í Bandaríkjunum er skatterfið mun flóknara og mörg þrep og þúsund aðferðir til að draga frá skatti svo nauðsynlegt er að ráða sér sérfræðing til að gera skattskýrsluna, en byrjunar skattprósentan er 37%. Og í staðinn fær maður ekki heilbrigðiskerfi ekki leikskóla og ekki háskóla.

ingólfur - 10/11/09 16:43 #

Ég legg til að skattaprósentan verði vaxandi samfellt fall af tekjum. Helst ekki línulegt, heldur þannig að frádrátturinn verði stífari eftir því sem tekjurnar hækka.

Björn Ómarsson - 10/11/09 17:09 #

Ég henti saman smá forriti sem reiknar þeessar hækkanir. Ef við gerum ráð fyrir því að persónuafsláttur verði óbreyttur, að þrepin verði 3: 36% undir 250 þús, 41% undir 500 þús, 47% yfir 500 þús, og að hátekjuskattur reiknist bara á tekjur yfir viðkomandi mörkum (maður með 501þús borgar 36% af 500 þús, 41% af 1 þús) komumst við að eftirfarandi:

  • Hæsta skattahækkun sem nokkur verður fyrir er 3.7% af tekjum (það er ef maður er með 700 þús í laun)

  • Einstaklingar með undir 330 þús í laun fá skattalækkun, ekki hækkun

  • Einstaklingur með 400 þús í laun mun koma til með að borga aukalega kr. 3700 í skatt

Ég held að við ættum að hætta að hafa áhyggjur af þessum tekjuskattshækkunum því þær skipta augljóslega engu máli!

Skattbreyting hlutfall
Hlutfall

Skattbreyting laun
Laun

Skattbreyting mismunur Mismunur

Matti - 10/11/09 19:45 #

Ég bætti myndum sem Björn sendi mér inn í síðustu athugasemd hans.