Örvitinn

Neutral bull í Krónunni

Neutral þvottaefni

Keypti þvottaefni í Krónunni í gær. Stóð fyrir framan rekkann og var næstum búinn að kaupa 8Kg pakka þegar ég kíkti á verðið. Kílóverðið var hærra á stóra pakkanum heldur en þeim minni sem inniheldur 2kg. Ég keypti lítinn jafnvel þó það munaði ekki miklu á kílóverði.

Mér leiðist nefnilega þessi "brella" ódýru búðanna sem iðulega selja vörunar dýrari í stærri pakkningum, þetta er t.d. algengt með morgunkorn. Stilla þeim upp á áberandi stað í stórum hrúgum en eru í raun að okra. Ég sé engin rök fyrir öðru en að þvottaefnið ætti að vera töluvert ódýrara í stærri pökkum.

Vá, ég er farinn að kvabba útaf verði á þvottaefni, tók meira að segja gemsamynd í búðinni. Djöfull er ég leiðinlegur!

kvabb
Athugasemdir

Eyja - 12/11/09 10:54 #

Mér sýnist fleiri hafa gert eins og þú ef marka má fjölda pakka af hvorri stærð á myndinni. En já, ég skoða alltaf kílóverðið og kaupi stundum smærri pakkningar jafnvel þótt kílóverð á þeim sé örlítið hærra þar sem það getur verið þægilegra að eiga við þær.

Sveinn Þórhallsson - 12/11/09 11:10 #

Lenti í þessu sama með seríósið í Bónus, varaðu þig á því ;)

Bjarni - 12/11/09 11:31 #

hah! jáhh tók eftir þessu um daginn og keypti líka litla pakkann.. Sveinn - djö það er trikkið láta stóru pakkana standa burtu frá hinum pökkunum þannig maður tók hann sjálfvirkt síðast... þetta er allt útpælt í þessum búðum.!

Eygló - 12/11/09 15:10 #

Óli skrapp í Krónuna um daginn og keypti m.a. hrísgrjón. Sá 5 kg poka og ákvað að skella sér á hann en gáði ekki að verðinu. Ég fór svo að skoða miðann og þá kostuðu herlegheitin 3885 kall, semsagt 777 kall fyrir kílóið af hrísgrjónum!

Arngrímur - 12/11/09 15:55 #

Hahaha, já þú ert ekkert smá leiðinlegur! :)

Björn Friðgeir - 12/11/09 17:27 #

Tilda Basmati eru aðeins ódýrari/kg í 5kg pkum en í 1kg pakka. Ódýrast per kíló eru þó 500g pakkningar í suðupokum. (það er ekki nauðsynlegt að sjóða í suðupokanum....)

Halli - 12/11/09 20:31 #

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2007/12/20/vorur_i_storum_pakka_dyrari_en_i_litlum/

Ég held að kílóverðið tengist að e-u leyti því að búðirnar kaupa meira af vörunum í minni pakkningum (því fleiri kaupa þær), fá þess vegna meiri afslátt af þeim heldur en stóru pakkningunum, þess vegna sé kílóverðið lægra.

Eflaust gera búðirnar þetta samt oft til að blekkja fólk. Og þetta með uppstillinguna er ekki beint til fyrirmyndar í verslunarháttum.