Örvitinn

Fávitar og faglegar ráðningar

Vandamálið við drauminn um fullkomlega faglegar ráðningar er að þó einstaklingur sé með bæði prófgráður og reynslu er ekkert sem segir að hann getir ekki verið fullkominn fáviti sem enginn getur hugsað sér að vinna með.

Ég ætlaði að skrifa lærða ritgerð um þetta (já akkúrat) en nenni því ekki.

(orð eins og "fávitar", "fífl" og "drullusokkar" í fyrirsögn fjölga innlitum um 27.18%)

Ýmislegt
Athugasemdir

Óli Gneisti - 12/11/09 15:55 #

En geta til dæmis pólitískt ráðnir einstaklingar ekki alveg eins verið fullkomnir fávitar? Er þá ekki allavega betra að fá fávita með gráðu?

Matti - 12/11/09 15:57 #

Algjörlega og þeir eru það eflaust oft.

Spurning er svo þegar velja þarf milli tveggja einstaklinga, báðir hæfir en annar hæfari (segjum t.d. að krafist sé BA gráðu en annars sé auk þess með MA). Hvað ef MA gaurinn er ótrúlega leiðinlegur náungi? Má ráða hinn fram yfir hann? Væri það "fagleg ráðning"? Ég veit það ekki. Þarf sem betur fer lítið að spá í þessu.

Teitur Atlason - 12/11/09 16:15 #

Þetta er ágætur puntur en hann snertir jaðarinn á vandamálinu. Gerum nú ráð fyrir að umsækjendur séu bara meðalfólk. Ekki fábjánar með háskólagráðu.

Matti - 12/11/09 16:17 #

Af hverju á umræðan allt í einu að vera hófstillt þegar þetta er til umræðu? :-)

Matti - 12/11/09 17:33 #

Hvaða vitleysa.