Örvitinn

Turninn

Ef ég væri í blokkunum nær turninum á Höfðatorgi gæti ég væntanlega fylgst ansi vel með starfsfólkinu. Ég held að gluggatjöld séu málið.

turninn Höfðatorgi

turninn_100prosent.jpg

Útsýnið af efstu hæð er fínt.

Ýmislegt
Athugasemdir

Lissy - 12/11/09 22:42 #

Did they put a restaurant up there?

Matti - 12/11/09 22:55 #

Eina fyrirtækið sem er búið að opna er lögfræðistofa. Mig rámar í að hafa heyrt að það eigi að verða veitingastaður þarna.

Jón Frímann - 12/11/09 23:14 #

Það var búið að opna veitingarstað þarna, hvort að hann er ennþá opin veit ég ekki.

Matti - 12/11/09 23:18 #

Það er veitingastaður (Serrano á jarðhðinni og annar á jarðhæðinni í næsta húsi - en það er ekki búið að innrétta efstu hæðina ennþá.

Lissy - 13/11/09 00:47 #

Serrano is the same thing as at Smaralind, right? Not that exciting. Although my son tried to make it into a dining and entertainment venue when he projectile vomited all over the place this summer.

hildigunnur - 13/11/09 09:42 #

Vitinn sést...

Lissy, já, sama keðja og nei ekkert spes. Mig langar hins vegar að prófa Eldhrímni sem er við hliðina.

Matti - 13/11/09 10:07 #

Það er bannað að tala illa um Serrano hér! Einar kíkir reglulega á síðuna og svo erum við hjónin hrifin af þessum mat :-)

Sævar Helgi - 13/11/09 10:37 #

Já Serrano er frábær matur. Held að þeir séu að græða vel á okkur háskólanemum.

Annars finnst mér þetta alveg einstaklega ljót bygging.

Siggi Óla - 13/11/09 11:14 #

Já einstaklega ljót bygging og ég held að það ætti að nota þá heimild sem til er í lögum um að láta rífa þetta skipulags-klúður/skrímsli.

Alltaf á leið á Serrano en ekki enn komist, það er á to do/eat listanum :)

Helgi Briem - 13/11/09 14:34 #

Ég hef stundum farið í World Class stöðina á 15. hæð. Það er fallegt útsýni sem er ágætt að horfa á milli setta.

Ég held að það sé veitingastaður á 19. hæð sem heitir Nítjánda en ég hef ekki étið þar.

Matti - 13/11/09 14:36 #

Já það er hinn turninn, í Smáranum í Kópavegi. Þetta er turninn í Borgartúni.

Ég hef bara einu sinni farið í World Class í turninum í Kópavogi. Mér þótti útsýnið ansi magnað og gaman að hita upp.

Svo er ágætis hádegisverðarhlaðborð á nítjándu hæðinni.

Einar Örn - 13/11/09 17:25 #

Já, ég er reyndar hættur að taka það mikið inná mig þegar fólk segir eitthvað neikvætt um Serrano. :-)

Annars er ég, Hildigunnur og Lissy, alltaf opinn fyrir kvörtunum - ef það er eitthvað, sem við getum lagað. einar@serrano.is.

jonina - 13/11/09 19:13 #

Einar Örn og skyldulið ! Þið eigið ekki að taka það inn á ykkur þó fólk tali illa um Serrano. :) Þið vitið hvað þið eruð að bjóða og ef þið eruð ánægð er það nóg, hafið það hugfast. Og hvað neikvæðni varðar virðast margir þrífast á því að vera með endalausar kvartanir og tala illa um aðra þó þeir hafi oft á tíðum ekki hugmynd um hvað þeir eru að tala um. Ég óska ykkur alls velfarnaðar í framtíðinni og MUNIÐ : Þið eigið ALLTAF valið !!!

Matti - 13/11/09 19:25 #

Hvað segirðu Jónína, hverjir eru alltaf að kvarta?

jonina - 13/11/09 20:31 #

Ég veit það ekki, en þú ?

Matti - 13/11/09 20:34 #

Hef ekki grun, enda talaði ég ekki um neina sem þrífast á því að vera með endalausar kvartanir :-)

jonina - 13/11/09 20:41 #

Ég veit að þú talar alltaf jákvætt um alla, þú ert svo góð sál. Og það er mjög gott mál. Gangi þér og þínum allt í haginn. Kveðja Joninna.

Matti - 13/11/09 21:00 #

Hvaða vitleysa, ég tala ekkert alltaf jákvætt um allt og alla. Voðalega eru þetta undarlegar athugasemdir Jónína.

hildigunnur - 14/11/09 13:38 #

Einar, takk fyrir það :)

Mér finnst turninn reyndar ekki ljótur per se, þessi tígullögun finnst mér flott og gluggarnir líka. Hins vegar passar ferlíkið náttúrlega engan veginn við húsin í kring.