Örvitinn

Geir Jón og tunglið (aftur)

The moon through a telescopeÁ baksíðu Morgunblaðsins í dag er rætt við Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjón á höfuðborgarsvæðinu.

Í dag er 13. dagur mánaðar sem ber upp á föstudag, en þegar slíkt hendir er margra trú að slíkt beri ógæfuna með sér. Lögreglan hefur þó engar áhyggjur. "13 var fyrsta númerið mitt í lögreglunni og föstudagarnir hafa alltaf verið góðir í mínu lífi," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. "Það er frekar að fullt tungl hafi áhrif til hins verra, því þá er oft meiri spenna í fólki sem skapar annríki hjá lögreglunni."

Geir Jón hefur mikinn áhuga á fullu tungli og að sjálfsögðu hefur verið skrifað um það á Vantrú: Geir Jón undir fullu tungli.

Ég held að vandamálið sé að á fullu tungli er meiri spenna í lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að rugludallurinn Geir Jón hefur æst þá upp af ótta við bjarta fyrirbærið á næturhimni. Svo má ekki gleyma varúlfunum, þeir eru skæðir.

Þess má geta að lögreglustjórinn gerði lítið úr honum (óbeint) útaf þessu í viðtali á sínum tíma (sjá komment á Vantrú).

efahyggja