Örvitinn

Þjóðfundurinn á morgun

Það er alltaf talað um þennan þjóðfund á morgun eins og að allir 1500 sem fengu boðskort muni mæta. Það kæmi mér á óvart. Spái því að það verði 6-800 manns á svæðinu. Sem er ekkert slæmt.

Ef minnst verður á kristna arfleifð íslenskrar menningar í niðurstöðu fundarins verð ég brjálaður - og þið viljið ekki að ég verði brjálaður.

Því þá... uh, já þá sko. Æi, fokk. Þá gerist ekki neitt annað en að ég verð ógeðslega fúll.

Hugmyndin um að "allar hugmyndir fái að lifa" og "allir sitji við sama borð" gerir ekki ráð fyrir að til er fólk sem er ... tja ... klikkað!

En ég vona að þetta gangi vel.

Ýmislegt
Athugasemdir

Arngrímur - 13/11/09 20:01 #

Varðandi fjöldann þá skildist mér að fólk yrði að tilkynna um komu sína fyrir tiltekinn dag. Fjöldinn hlýtur þá að vera miðaður við þá sem gefið hafa svar.

Okkur sem ekki fengum boð yrði hinsvegar vísað burt ef við kæmum. Þá er nú tómt tal að kalla þetta þjóðfund.

Matti - 13/11/09 20:04 #

Þurfti fólk að tilkynna komu sína? Það fór framhjá mér enda fékk ég ekki boð :-) Þá mæta eflaust fleiri en samt ekki allir sem fengu boð.

Kristín í París - 13/11/09 20:51 #

Ef ég skildi þetta rétt, fengu mun fleiri en 1500 boð, og þegar ég heyrði tölur, voru um 1100 manns búnir að skrá sig en nokkrir dagar eftir.

Davíð - 14/11/09 06:59 #

Mér var boðið, fer ekki. Í bréfinu sem fylgdi með kom fram að 1200 manns voru dregnir út í slembiúrtaki, og svo eru 300 manns sem verða þarna á vegum félagasamtaka og stofnanna, samtals 1500. Trúi ekki að allir mæti í einn eina Björk / María Ellingsen samkomuna þar sem allt er svo svakalega artý og æðislegt. Ekki fer ég....

Davíð - 14/11/09 08:49 #

Og, já, ég er fúll á móti!

Steindór J. Erlingsson - 14/11/09 14:05 #

Matti, þú þarft líklega ekki að hafa áhyggjur af kristnu arfleifðinni því samkvæmt nýjustu fréttum eru "heiðarleiki, jafnrétti og virðing" fólki efsti í huga.

Matti - 14/11/09 15:38 #

Ég spái því að kirkjuliðið grípi "kærleikann" á lofti og eigni sér það gildi.