Örvitinn

Metró prófað (ekki gott)

Inga María valdi kvöldmatinn í tilefni dagsins og þar sem við gátum ekki farið út að borða eins og hefð er fyrir, vegna veikinda Kollu, fékk Inga María að velja Metró. Við tvö skutumst þangað í kvöld um leið og hún kom heim úr fimleikum og sóttum tvö barnabox með ostborgara, Metróborgara handa Áróru og Beikon borgara handa mér. Gyða sleppti hamborgara vegna þess að hún er dálítið slöpp í maganum.

Beikon borgarinn minn var lítill og ræfilslegur, ostur undir borgaranum, tómatsósa, beikon og gúrka ofan á. Kjötið var kalt og frönsku kartöflunar voru kaldar. Samt liðu ekki tíu mínútur frá því við fengum matinn um lúguna þar til við settumst niður við eldhúsborðið.

Mér fannst þetta vont, eiginlega afskaplega glatað og bjóst þó ekki við miklu.

Stelpurnar voru ánægðar með ostborgarana sína og Áróra kvartaði ekki þó henni þætti Metróborgarinn frekar lítill.

veitingahús