Örvitinn

Gildi Þjóðfundar

Hér eru gildin sem nefnd voru á þjóðfundi raðað eftir fjölda "atkvæða".

heiðarleiki102
virðing43
réttlæti38
jafnrétti33
frelsi21
kærleikur20
ábyrgð19
lýðræði13
sjálfbærni12
jöfnuður12
fjölskyldan11
traust10
mannréttindi8
menntun7
jákvæðni6
öryggi5
fjölskylda5
umburðarlyndi4
sjálfstæði4
samhjálp4
bjartsýni4
velferð3
umhyggja3
sanngirni3
lífsgleði3
jafnræði3
hugrekki3
framsýni3
dugnaður3
agi3
þekking2
skynsemi2
siðferðisvitund2
siðferði2
samstaða2
samkennd2
nýsköpun2
náungakærleikur2
náttúruvernd2
mannúð2
heilindi2
gleði2
gagnsæi2
auðmýkt2
áræðni1
víðsýni1
virktlýðræði1
vinnusemi1
umburðalyndi1
tjáningafrelsi1
stöðugleiki1
sköpun1
skemmtilegt1
siðgæði1
siðferðiskennd1
samstarf1
samheldni1
samfélagsvitund1
náttúran1
menningararfur1
mannvirðing1
mannhelgi1
manngildi1
lýðræðisást1
lífsorka1
lífshamingja1
kærleiki1
kurteisi1
kraftur1
kjarkur1
jafnvægi1
hófsemi1
heilsa1
heilbrigðismál1
heilbrigði1
hamingja1
góðmennska1
gott_siðferði1
gegnsæi1
gagnrýninhugsun1
frumkvæði1
framsækni1
fjölskylduvænt1
fjölskylduvernd1
fjölskyldurækt1
fagmennska1
einstaklingsvirðing1
einstaklingsfrelsi1
börn1
bræðralag1
Ýmislegt
Athugasemdir

Kristján Atli - 17/11/09 11:21 #

Hvar er trúin? Var ekki a.m.k. einn prestur á svæðinu til að kjósa trúna? Skrýtið.

Myndin sem Páll Sig vísar í segir sína sögu. Ég bloggaði sjálfur um þetta í gær, finnst þessi fundur ekki hafa skilað neinu af viti.

Matti - 17/11/09 11:40 #

Kristín er með fína ábendingu varðandi Þjóðfund: Þjóðheimska eða þjóðviska

Ef þú vilt skapa umhverfi fyrir múgsefjun þá geturðu lesið þér til um hvað þú þarft til þess. Að gefa fyrirmæli um að neikvæðni yrði ekki liðin á þjóðfundinum sem er nýafstaðinn grefur eiginlega undan öllum væntingum sem ég hafði um þetta framtak. Eitt sterkasta einkennið sem er til staðar þar sem hjarðhugsun þrífst er að fólk er kúgað til samstöðu.

Arnar - 17/11/09 11:44 #

Hvar er trúin?

Nú, Þórhallur & Co eiga örugglega eftir að lesa þennann lista einhvern vegin svona:

Kristinn heiðarleiki, kristin virðing, kristið réttlæti.. og svo framvegis.

Kristján Atli - 17/11/09 11:48 #

Rétt er það, Arnar. Gleymdi um stund að hugsa þetta eins og prestur.

Ómar Harðarson - 17/11/09 17:48 #

Þetta er allt nokkuð skrýtið. Allir sem þekkja til Íslendinga vita af þrasgirninni. Hvar voru nöldurseggirnir og þrasararnir, orðhenglarnir og öfuguggarnir? Var þeim kannski úthýst eins og trúfólkinu ?

Matti - 17/11/09 17:50 #

Það var bannað að vera "neikvæður"!

Bjarki - 17/11/09 18:24 #

Ég kannast ekki við að neikvæðni hafi verið bönnuð á þjóðfundinum. Það sem fólk var beðið um að gera var að skilgreina gildin sem það vildi að réðu í íslensku samfélagi og að leggja til leiðir að betra samfélagi. Það eru fáir sem vonast beinlínis eftir ömurlegri framtíð þannig að það á varla að koma á óvart þó að niðurstöðurnar séu eins bjartsýnar og þær eru.

Kannski átti að byrja fundinn með því að láta fólk brainstorma á neikvæðum nótum um allt sem er að á Íslandi í dag. Ég efast um að það hefðu komið áhugaverður niðurstöður út úr slíku.

Hinar skriflegu niðurstöður fundarins varpa svo litlu ljósi á umræðuna sem fram fór á hverju borði fyrir sig. Ég get bara talað fyrir þau tvö sem ég sat við en það voru engar væmnar kumbæja-samkomur heldur var umræðan krítísk gagnvart samfélaginu sem við búum í.

Matti - 17/11/09 19:50 #

Ég veit ekki hvaðan Kristín hefur þetta.

Fyrst þú varst á staðnum, getur þú sagt mér hvort túlkun séra Þórhalls sé nálægt sannleikanum?

Bjarki - 17/11/09 20:18 #

Ekki finnst mér það. En gallinn við formið er að það liggur engin ein niðurstaða fyrir heldur margar almennt orðaðar yfirlýsingar þar sem allir geta valið eitthvað úr sem sér hugnast. Þar á meðal gæjar eins og Þórhallur sem valdi einu setninguna þar sem kristni kemur fyrir til þess að byggja undir vafasamann málflutning sinn.

Björn - 17/11/09 22:46 #

Mér finnst athyglisvert að skoða setningarnar undir liðnum "Atvinnulíf" hérna: http://www.thjodfundur2009.is/nidurstodur/framtidarsyn-themu/

Nýsköpun er nú orðið meira buzzwordið. Nú hef ég ekkert á móti nýsköpun, en það er eins og nýsköpun sé lausn allra vandamála sem við erum í. Ætti ekki meiri áhersla að vera á fjölbreytt atvinnulíf. Nú hvað er svo nýsköpun? Er ekki einkenni flestra "Nýsköpunarfyrirtækja" að þau fara ekki að skila hagnaði fyrr en eftir mörg ár í erfiðri baráttu?

Kristín Kristjánsdóttir - 17/11/09 23:41 #

Í Silfrinu 8. nóvember var einn þjóðfundarmaur mættur, Lárus Ýmir Óskarsson. Egill spurði hver nálgunin yrði á fundinum, Lárus svaraði því þannig að það ætti að hugsa um framtíðina í stað þess að velta okkur uppúr vandamálunum núna. Það ætti að ræða um jákvæða hluti í stað þess að vera í þeim neikvæðu.

Ég hefði skilið þessa nálgun fyrir hrun en núna eftir hrun þá finnst mér ekki hægt að hundsa nútíðina. Ef á annað borð er búið að ná fólki á svona fund til að fá frá því einhvers konar visku (sam-visku?) þá skil ég ekki að tækifærið sé ekki notað til að fá einstaka innsýn í eða skilning á því ástandi sem við erum í akkúrat núna.

Ég er alveg sammála því að við þurfum að horfa fram á veginn en mér finnst það hreint út sagt barnalegt að ætla að gera það án tengingar við þær hremmingar sem við erum að fara í gegnum.

Ég varð einfaldlega vör við það að forsvarsmenn þjóðfundarins voru alltaf að vísa í jákvæðni. Maríanna Friðjónsdóttir svokallaður fjölmiðlamaur sagði t.d. fyrir þjóðfund að „Allir ætli að leggjast á eitt að framleiða gífurlega mörg þúsund billjón megavött af jákvæðri orku.“

Pétur Tyrfingsson ýtti svo undir þá hugmynd mína að neikvæðni yrði ekki liðin þegar hann skrifaði pistil sinn um þjóðfundinn „Ég hef séð ljósið“:

Mér skilst líka að einn gæslumaður hafi verið sérþjálfaður til að sitja við hvert borð og passa að allir væru jákvæðir og enginn færi nú að vaða yfir neinn. Því ríkti samhugur og gagnkvæmur skilningur þvers og krus og frumleg hugsun fékk að fljúga frjáls. Engin átök og þvergirðingsháttur. Enginn á móti neinu eða neinum. Allir jákvæðir.

Veit ekki út frá hverju Pétur ályktar þetta en ég hef sjálf verið að reyna að finna upplýsingar um aðferðafræðina sem þjóðfundarmaurum er svo tíðrætt um en finn það hvergi, fyrir utan náttúrulífslýsingu á því hvernig maurahópur forðast aðsteðjandi hættu. Heimasíða þjóðfundarins finnst mér vera uppsett í slagorðastíl og jafnvel í anda áróðursherferðar frekar en að hún sé upplýsandi miðill um þjóðfundinn og afurðir hans.

Að allt sé svo jákvætt og gott í kringum þennan fund segir mér ekki neitt, get ég fengið upplýsingar takk! Hvernig er þessi stórkostlega aðferðarfræði sem ég á að hafa trú á blindandi? En það er kannski óþarfi að svara svona spurningum þar sem gildið gegnsæi fékk aðeins 2 atkvæði samkvæmt gilda listanum.

Á ég að trúa því að fólki ætli að halda áfram að trúa blint á hlutina svo lengi sem því er haldið fram að þeir séu gerðir í góðum tilgangi?

Ég ætla mér ekki að afskrifa þennan þjóðfund strax en ég er einfaldlega mjög undrandi á því að geta ekki fengið svör við einföldum spurningum þar sem það er fullyrt að niðurstöður af fundinum eigi að endurspegla vilja allrar þjóðarinnar.

Ég spyr aftur, hvernig var komist að þessum niðurstöðum?