Örvitinn

Sameining Skýrr, Eskils, Kögunar og LS

Er þetta gott fyrir hugbúnaðarbransann og samkeppnisumhverfið hér á landi? Vantar okkur virkilega einn alráðandi risa á þennan markað? Fyrirtæki sem er m.a. með gríðarlega stór verkefni fyrir hið opinbera.

Mér hugnast þetta ekki.

Ýmislegt
Athugasemdir

Ólafur Sveinsson - 18/11/09 15:24 #

Þarf ekki samþykki Samkeppnisstofnunar í svona stórri sameiningu?????????

Matti - 18/11/09 15:34 #

Eitt spurningamerki dugar ;-)

Ég veit satt að segja ekki hvort Samkeppnisstofnun þarf að samþykkja svona sameinginu, fer væntanlega eftir því hve stórt sameinaða fyrirtækið er á markaði.

Það eru svosem önnur stór fyrirtæki í þessum bransa.

- grettir - 18/11/09 15:51 #

Jú, það þarf samþykki og það fékkst (enda fyrirtækin öll í eigu Teymis og þannig séð ekki verið að keppa innbyrðis hingað til).

Með sameiningunni verða starfsmenn 350 en það er svipaður fjöldi og vinnur hjá Vodafone. Sem starfsmaður hins nýja fyrirtækis vona ég auðvitað að þetta gangi sem allra best :-) og að verkefni aukist erlendis til dæmis.

Matti - 18/11/09 16:09 #

Ég er nú fyrst og fremst að hugsa um hugbúnaðargeirann en Skýrr er vissulega einnig í rekstrar- og hýsingarbransa og þar í samkeppni við stóra aðila.

Jóhannes Proppé - 18/11/09 22:58 #

Það versta við svona sameiningar er að millistjórnendum er sjaldnast fækkað og situr þá fyrirtækið uppi með haug af fólki sem hefur ekkert til að stjórna og fer þá að vesenast í þeim sem eru raunverulega að vinna.

[þessi innihaldslitla staðhæfing er lauslega byggð á eigin reynslu og bíómyndinni office space]