Örvitinn

Gífuryrði Jónasar

Er Jónas siðblindur? Ég er farinn að hallast að því.

Ef hann temdi sér að skrifa örlítið lengri pistla gæti hann hugsanlega fært rök fyrir gífuryrðunum. Ef hann hefði opið fyrir athugasemdir væri hægt að rökræða síendurteknar árásir hans á nafngreinda einstaklinga. Sæi hann sér fært að skrifa athugasemdir á öðrum vefsíðum væri hægt að ræða við manninn. Það er ekki hægt að ræða við manninn.

Eftir stendur hjáróma bergmál gamalmennis sem skrifar sömu bloggfærslurnar á nokkurra klukkustunda fresti til að tryggja að hann verði örugglega efstur á lista.

Þetta er víst það sem einhverjir vilja. Fólk eins og Jónas stóð fyrir nornabrennum í gamla daga. Svo merkilega vildi til að nornirnar voru aldrei göldróttar heldur voru brennuvargarnir sturlaðir.

Já vissulega tengist ég "siðblindingjum", þess vegna fer þetta í taugarnar á mér.

dylgjublogg
Athugasemdir

Matti - 19/11/09 10:15 #

Já, þetta er allt annað. Þú getur t.d. gert athugasemdir (eins og þú gerðir) og ég get útskýrt mál mitt, sem ég gerði.

Matti - 19/11/09 11:00 #

Daníel, áður en þú skrifaðir athugasemdina skoðaðir þú þessar færslur:

Varstu að googla það sem ég hef skrifað um Jónínu Ben, Stefán Friðrik og Sigmund Erni? Fannst ekkert mjög krassandi er það nokkuð?

Væntanlega hefur þú orðið fyrir vonbrigðum þegar fyrsta leitarniðurstaða fyrir "geðveikar" var ekki jafn spennandi og gera hefði mátt ráð fyrir ;-)

Annars hét þessi færsla einu sinni Geðsjúklingurinn Jónína Ben en ég breytti því að gefnu tilefni. Stend þó við þann titil og efni færslunnar.

Þú getur gert miklu betur.

Teitur Atlason - 19/11/09 11:18 #

Gífuryðri Jónasar eru bara fín. Hann er mótvægi við PC krappinu sem veður hér með súðum. Vissulega skýtur hann yfir slánna stöku sinnum en oft hittir hann beint í mark.

En til hvers að pirra sig á Jónasi? Ef þú ættir að pirra þig á öllu sem skrifað er af eihverju fólki út í bæ, þá yrðir þú sturlaður.

Ég fíla Jónas. :)

Matti - 19/11/09 11:27 #

Teitur, ert þú sami maður og skrifaði þessa athugasemd um daginn?

Nei, gífuryrði Jónasar eru ekki "bara fín". Þau eru yfirleitt alltaf bölvað bull, hann hittir nær aldrei "beint í mark". Hvenær hittir hann í mark? Í tíundu hverri bloggfærslu? Einni af hundrað? Ég held að þegar hann hitti í mark sé hann yfirleitt að endurtaka bloggfærslur annarra, nógu oft hefur hann endurskrifað mínar.

Þú fílar Jónas. Ég tel Jónas ekki bara vera vitleysing heldur beinlínis hættulegan. Stór hluti bloggfærslna hans er ekkert annað en hatursáróður, eins og t.d. síítrekuð skrif hans um siðblindingja sem ekkert hafa gert til að verðskulda þann stimpil annað en að vinna vinnuna sína.

Daníel - 19/11/09 11:56 #

Það verður nú að viðurkennast að Jónas er auðvitað snar-r..... Um það er varla hægt að deila. Það er hægt að hafa gaman af honum, en að einhver taki hann alvarlega, tja, það hlýtur þá að segja eitthvað um þann sem að gerir það.

Hann kvartaði yfir því í matarrýni um daginn að vatnið sem hann fékk á veitingastað var ekki nógu kalt. Að greyið þurfi að líða svona þjáningar er auðvitað hræðilegt.

Hann er vill vera tekinn alvarlega, en þar sem að hann er orðinn gamall fartur, þá er hans helsti séns að skrifa nógu "controversial" rugl á síðuna sína, og komast þannig í fréttir.

Ég sleppi honum algjörlega, slekk á útvarpi ef að hann kemur þar t.d.

Matti - 19/11/09 12:00 #

Veitingastaðarýni hans á það til að vera dálítið undarleg.

Ég hef sem betur fer alveg misst af honum í útvarpinu.

Það eru tvær ástæður fyrir því að ég læt Jónas fara í taugarnar á mér. Annars vegar skrifar hann reglulega um fólk sem tengist mér og hins vegar vitna sumir fjölmiðlar reglulega í hann. Já svo má ekki gleyma því að hann er vinsælli en ég á blogggáttinni, það fer rosalega í taugarnar á mér :-)

Teitur Atlason - 19/11/09 12:41 #

Beint í mark:

http://www.jonas.is/leidarar/greininp.lasso?id=12632

Matti - 19/11/09 12:45 #

Og? Ef maður bloggar 50-100 sinnum í viku hlýtur hann hitta í mark af og til. En þetta er varla mjög frumleg bloggfærsla.

Teitur Atlason - 19/11/09 12:48 #

Hvað er með þessa frumleikakröfu? Þarf það alltaf? Svona er stíllinn Jónasar. Hann bloggar bara svona.

Þetta eru skeyti miklu frekar en hugleiðingar.

Stebbi - 19/11/09 12:49 #

Algerlega off topic, en mér datt thetta í hug núna fyrst thú minnist á blogggáttina.

Ég skoda thá sídu sjaldan, en um daginn villtist ég thangad og rakst á lista gáttarinnar um "útvöldustu bloggin". Hver velur thetta eiginlega? Tharna eru 3 á lista sem ekki hafa bloggad mánudum saman og 2 á lista sem varla er haegt ad kalla blogg. Adeins helmingurinn er sem sagt virkar bloggsídur. Er thetta eitthvad djók sem ég fatta ekki, eda á thetta í alvöru ad vera listi yfir 10 áhugaverdustu bloggsídurnar ad mati theirra sem reka gáttina?

Matti - 19/11/09 12:52 #

Ef menn "hitta beint í mark" finnst mér að þeir þurfi að vera að skrifa eitthvað sem aðrir hafa ekki skrifað á undan þeim, eins og Jónas gerir iðulega.

Útvöldustu bloggin á gáttinni eru þau blogg sem flestir hafa valið á sinn lista. Ef þú skoðar t.d. upphafsíðuna mína sérðu þar sérsniðið yfirlit frá Blogggáttinni. Þeir sem ég hef valið á það yfirlit fá semsagt allir eitt "atkvæði" í þessum lista.

Málið er væntanlega að þegar gáttin byrjaði prófuðu margir þennan fítus og listinn væntanlega orðinn afskaplega úreltur.

Siggi Óla - 19/11/09 14:49 #

Er löngu hættur að lesa það sem Jónas skrifar og þaðan af síður að ég hlusti á hann þegar hann er í útvarpi.

Allt of mikið af órökstuddum dylgjum, ásökunum og yfirlýsingum sem skyggja á þær fáu færslur lesandi eru.

Daníel - 19/11/09 15:17 #

Það má í raun segja að hann Jónas sé að Twitta, eða hvað það heitir nú á íslensku. Bull engu að síður, en stutt og laggott.

Elías Halldór - 10/03/10 13:39 #

Veitingastaðarýni Jónasar er fullkomið prump og hefur alltaf verið. Bókin sem hann gaf út um veitingastaði í London er ein hlægilegasta bók sem ég hef nokkru sinni lesið.