Örvitinn

Hjaltalín í stofunni

hjaltalin_terminal.jpgÉg pantaði Terminal með Hjaltalín í afmælisgjöf og fékk, stelpurnar klikkuðu ekki. Hlusta nú í diskinn í stofunni. Ætla að fá mér viskíglas (tæplega einfaldan Ardbeg).

Byrjaði á því að rippa diskinn til að skella í ipodinn. Þegar iTunes leitaði að upplýsingum um diskinn kom það til baka með þær upplýsingar að hann héti Tennis og væri hægt að flokka sem pop. Ég breytti því.

Ég ætla mér ekki að dæma diskinn strax enda ekki búinn að renna yfir hann einu sinni. Hjaltalín þarfnast hlustunar.

Annars geri ég alltof lítið af því að slaka á í stofunni og hlusta á tónlist í gömlu græjunum mínum. Er með alveg sæmilegar græjur, NAD magnara og einhverja hátalara sem ég keypti saman þegar ég var sautján eða átján. Hvað hét aftur búðin í Síðumúla sem seldi þessar græjur? Ég er löngu búinn að gleyma því.

tónlist
Athugasemdir

Þröstur - 23/11/09 23:01 #

Hét hún ekki Taktur?

Matti - 23/11/09 23:04 #

Jú, það hljómar a.m.k. kunnuglega.

Gurrí - 23/11/09 23:11 #

Vá, ég er orðin svo gömul að ég man eftir Nesco á Laugavegi 10 þar sem nú er Asía.

Jón Magnús - 24/11/09 10:53 #

Radíóbær?

Kristinn Snær Agnarsson - 24/11/09 14:29 #

Taktur hét hún. Verslaði mínar fyrstu alvöru græjur þar. NAD magnara og svona... Gott stöff.