Örvitinn

USB snúra fyrir iPod - geðbilun

Af einhverri ástæðu deilum við einni iPod snúru á heimilinu þrátt fyrir að eiga a.m.k. fjögur slík tæki og tæknilega ættum við að eiga fimm snúrur því einum iPod var stolið af Gyðu um árið.

ipod usb snúra

Ég ákvað að tékka á því hvað svona snúra kostar og rölti í Apple umboðið sem er rétt hjá vinnustaðnum.

Einföld USB snúra fyrir iPod kostar 4.500.- kr ! Er fólk gjörsamlega GEÐBILAÐ í Apple búðinni?

Ég afþakkaði kurteislega, held áfram að díla við unglinginn og leita betur að hinum snúrunum.

Er hægt að kaupa iPod USB snúru fyrir eðlilega og sanngjarna upphæð hér á landi?

Ég stal myndinni frá græjubúð á netinu. Skammast mín lítið fyrir það.
græjur
Athugasemdir

Kristján Atli - 24/11/09 13:49 #

Ég þurfti að kaupa mér nýtt hleðslutæki fyrir Macbook-tölvu í sumar. Kostaði tæplega sautján þús. kr.

Apple býður upp á frábærar vörur en ótrúlega dýra aukahluti. Þannig er það bara, sem Mac-notandi hef ég vanist því.

Andrés - 24/11/09 15:18 #

Ég á tvær en þarf bara eina.

Þér er velkomið að fá aðra.

Matti - 24/11/09 15:22 #

Takk fyrir það. Það var einn annar búinn að bjóða mér snúru, hann á fjórar! Ég ætla að leita betur heima í kvöld og sjá hvort ég finn einhverja. Annars mun ég þiggja snúru :-)

Valdimar - 24/11/09 16:18 #

Ef Apple notaði staðlaða USB-mini tengið á iPoddana, eins og Sony gerir við held ég öll sín tæki, þá gætu þeir ekki selt snúruna á svona háu verði.

En svona er Apple. Og þess vegna hata ég þá nánast jafn mikið og ég dýrka vörurnar þeirra.

Carlos - 24/11/09 16:46 #

www.laptopsforless.com hefur reynst mér vel í svona málum. Ég hugsa að þessi vara uppfylli þarfir fjölskyldunnar.

Hrafnkell - 24/11/09 17:17 #

Hér í Þýskalandi kostar svona snúra 6 1/5 € á amazon. Dálítið vel í lagt hjá þeim í umboðinu . . .

Einar Jón - 24/11/09 17:59 #

Ég held að ég hafi séð snúrur frá öðrum framleiðendum á um 500kr hér á Indlandi.

Þó að maður fái ekki sætustu snúruna á ballinu ættu þessar að gera sama gagn: http://www.dealextreme.com/details.dx/sku.25350

Tinna G. Gígja - 24/11/09 20:03 #

Ég keypti einhversstaðar snúru og kló á klink. Nú man ég reyndar ekki hvar það var...gott ef það var ekki bara Tiger.

Það er afskaplega þægilegt að hafa svona usb-kló í staðinn fyrir að þurfa alltaf að hlaða í gegnum tölvuna.

Matti - 24/11/09 20:35 #

Ég þarf USB snúru til að flytja tónlist í spilarann. Hleðslan er í raun ekki stórt vandamál, hleð iPodinn í bílnum.

Eggert - 25/11/09 22:16 #

Ég keypti mér svona: http://www.amazon.com/Belkin-Wall-Charger-Connector-White/dp/B000QSOP0M eða eitthvað svipað þessu. Fékk það í Radioshack, eftir að ég fjargviðraðist yfir 50 dollara verðmiða á Apple snúru, benti afgreiðslumaðurinn mér á þetta. USB snúran í þessu er s.s. "alvöru" IPod tengisnúra. Það getur svosem verið að þetta hafi týnst síðan.

Björk - 10/09/10 21:05 #

Eruði ennþá að selja USB snúrur ?

Matti - 10/09/10 21:07 #

Ég er hræddur um að þú sért eitthvað örlítið að misskilja :-)