Örvitinn

Séra Þórhallur mætti ekki

Þórhallur Heimisson
Séra Þórhallur Heimisson
Fyrir tveimur vikum mættumst ég og séra Þórhallur Heimisson í útvarpsþættinum Harmageddon á X-977 og rökræddum um gildi trúar og ríkiskirkjuna. Eins og þeir sem hlýddu á það vita náðist ekki að klára umræðuna þá og því samþykktum við að mæta aftur í þáttinn að viku liðinni. Fyrir viku afboðaði Þórhallur sig og í gær hafði hann samband við umsjónarmann þáttarins og sagðist hættur við. Gaf þá ástæðu að hann væri búinn að fá nóg af þessum vantrúarseggjum sem væru stöðugt að níða hann á netinu og tækju ekki sönsum þegar reynt væri að rökræða við þá.

Ég varð dálítið hissa þegar ég heyrði þetta því ég kannast ekkert við að hafa verið að níða Þórhall á netinu yfirleitt, hvað þá síðustu tvær vikur. Hef skrifað eina bloggfærslu á þessu tímabili þar sem hann kemur við sögu og get ekki séð að hún falli undir það. Hef ekkert kommentað hjá honum (enda get ég það ekki) og veit ekki til þess að nokkrir vantrúarseggir hafi verið að pönkast í presti undanfarið.

Þetta er semsagt tylliástæða, algjör uppspuni. Séra Þórhallur vildi einfaldlega ekki mæta mér aftur í útvarpi. Auðvitað hefur hann rétt á því en mér þykir lélegt (og siðlaust) að segja ósatt og dylgja um Vantrú í leiðinni.

Það varð því úr að ég mætti einn í Harmageddon í dag klukkan fjögur og ræddi við Frosta og Mána um Vantrú og trúmál í næstum klukkutíma. Frosti er á minni línu en Máni er ekki alveg sömu skoðunar. Þetta var ágætt, ég held við höfum náð að ræða þessi mál nokkuð vel. Ég var með fleiri punkta sem ég hefði viljað koma að en náði að nefna ýmislegt sem skiptir máli, t.d. hvatti ég fólk til að leiðrétta trúfélagsskráningu fyrir mánaðarmót. Ef fólk hefur verið að spá í að breyta skráningu sinni skiptir öllu máli að gera það fyrir 1. des því skráning þann dag ræður því hvernig sóknargjöldum er úthlutað á næsta ári.

Það er hægt að hlusta á þetta á heimasíðu þáttarins og svo birtum við upptöku á Vantrú fljótlega.

ps. Hér er allt sem ég hef bloggað um séra Þórhall. N.b. þetta eru ekki jafn margar færslur og halda mætti, megnið af þessu er til komið útaf athugasemdayfirlitinu sem fylgir öllum bloggfærslum.

fjölmiðlar kristni
Athugasemdir

Jói - 24/11/09 19:41 #

Ég ætla að vona að Þórhallur ákveði að koma atfur seinna í þáttin. Mér þótti hann standa sig einstaklega vel í að setja ofan í þig og alla hinar öfgamennina. Hann kann þetta sko og það er leytun að öðrrum eins öðlingi og snillingi. Það má ekki láta þig blaðra án þess að hafa svona alminnilegann til að svara.

Ég skyl líka ekki hvers vegna hann leifir þér ekki bara að kommmenta hjá sér því hann kann sko að svara þér.

Arngrímur - 24/11/09 20:10 #

Já, mér þætti gaman að heyra þau svör.

Matti - 24/11/09 20:35 #

Ég vona a.m.k. að Þórhallur útskýri af hverju hann ritskoðar mig - og hætti að segja ósatt um það mál.

Matti - 24/11/09 23:45 #

Eini gallinn við þá kenningu, fyrir utan að Guðsteinn Haukur verður seint sagður einn "hatursmanna kristninnar", er að Þórhallur var búinn að afboða sig þegar Guðsteinn Haukur skrifaði bloggfærslu sína :-)

Annar "vantrúarseggur" var Jón Valur Jensson og sá þriðji Sigurður Þór Guðjónsson.

Staðreyndin er að séra Þórhallur ætlaði sér aldrei að mæta aftur í útvarpið. Hann kunni bara ekki við að segja það í lok síðasta þáttar.

Gurrí - 25/11/09 00:50 #

Fannst þetta mjög góður þáttur og þú varst alveg ferlega góður, hreinn og beinn og málefnalegur. Ætla að fara að hlusta oftar á þennan þátt, þeir eru bara þrælskemmtilegir þessir strákar og músikin góð hjá þeim.

Arnold - 25/11/09 07:46 #

Já, Harmagedon er með því betra í Íslensku útvarpi. Alveg óháð þessari innkomu með Þverhalli og Matta. Afsakið Þórhalli meinti ég :)

Teitur Atlason - 25/11/09 10:35 #

ER ekki líklegt að Þórhalli hafi bara verið skipað að tala ekki við trúleysingja?

Mér þykir þetta furðulegt. Kirkjan er alltaf að væla um að vilja "samtal" og þarna bauðst það svo sannarlega.

Ég held að hann hafi annaðhvort verið það sem er kallað "rökþrota" eða þá að honum hafi verið bannað af biskupinum að mæta.

Matti - 25/11/09 10:38 #

Ég veit það eitt að ástæðan sem hann gaf upp er ósönn.

Pétur - 25/11/09 11:37 #

Mig grunar að viðhorf Þórhallar til málflutnings vantrúarmanna sé svipað og viðhorf venjulegs fólks til málflutnings nýnasista og þess háttar hópa. Þ.e. að hann telji málflutninginn ekki einungis rangan, heldur beinlínis ógeðfelldan, öfgafullan, fáránlegan og hættulegan. Ég gæti vel trúað því að hann hefði ákveðið að taka svipaðan pól í hæðina og Dawkins, sem neitar boðum um kappræður við vitleysinga eins og Ray Comfort af því að hann vill ekki gefa þeim lögmætan vettvang til að spúa sínu bulli yfir fólk.

Annars langaði mig líka að spurja um eitt atriði varðandi "níðsteikninguna" sem Þórhallur er í svona miklu fári yfir. Mér skilst að hún sé nú eingöngu notuð á moggabloggsíðu Vantrúar, en þegar ég fór þangað inn, sá ég ekki betur en að hún hefði verið minnkuð þannig að það sést bara í hluta geimverunnar og alls ekki í krossinn. Er það þá rétt hjá mér að teikningin sé hvergi notuð hjá ykkur í sinni upprunalegu mynd?

Matti - 25/11/09 12:01 #

Væntanlega er eitthvað til í þessu, Þórhallur og fleiri trúmenn líta eflaust á það sem hrikalegt níð þegar við lýsum því yfir að ýmislegt sem tengist trú þeirra sé ekki satt. Þannig virðist Þórhallur t.d. viðkvæmur fyrir því að kristin trú sé sögð hindurvitni.

Er það þá rétt hjá mér að teikningin sé hvergi notuð hjá ykkur í sinni upprunalegu mynd

Myndir er á biblia.is, við erum alltaf á leiðinni að gera eitthvað við þá síðu. Myndina finnur þú líka sem favicon á Vantrú, þ.e.a.a.s litla táknið sem þú sérð hliðina á slóðinni í browsernum.

Það er allt.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 25/11/09 12:08 #

Mér finnst pælingar í því hvar og hvort við séum að nota þessa mynd alveg ótrúlega undarlegar.

Aðalpunkturinn finnst mér vera sá að það er ótrúlega undarlegt að segja að þetta sé einhvers konar "níðsteikning".

Hvað með fólkið sem heldur að það séu geimverur að heimsækja þau, erum við líka að níðast á þeim? :S

Matti - 25/11/09 12:10 #

Það er alveg rétt. Þessi blessaða geimvera er sárasaklaus og tilraunir til að hneykslast á henni lítið annað en ofstækisöfund.

Pétur - 25/11/09 12:23 #

Mér finnst þetta alls ekki neitt sérstaklega mikilvægt atriði og tel teikninguna einmitt sárasaklausa og Þórhall ofurviðkvæman. Var bara forvitinn.

Eitt annað sem á kannski ekki beinlínis heima hér, en þú tekur það þá bara út ef þér finnst svo vera. Ég er búinn að reyna þrisvar að senda póst á vantrú til lýsa áhuga á inngöngu og spyrja um ferlið, en hef aldrei fengið svar. Ég veit þú ert ekki formaður lengur og hefur þessi mál ekki á þinni könnu, en ég veit ekki alveg hvernig ég á að fara að núna. Á ég að reyna einhverjar aðrar leiðir eða gefast bara upp?

ari - 25/11/09 13:04 #

Mér finnst ljóst að Þórhalli var "skipað" að mæta ekki aftur í þennan þátt. Hann var mjög jákvæður og hljómaði raunverulega til í að mæta aftur að viku liðinni. Burt séð frá því hvor stóð sig betur tek ég allavega hattinn ofan fyrir honum að mæta þarna í þetta skipti þó ég sé vonsvikinn að hann hafi ekki viljað koma aftur, hver sem ástæðan er...

Matti - 25/11/09 14:19 #

Pétur, ég fann nýjasta póstinn frá þér í spam foldernum hjá Vantrú. Þetta á að áframsendast sjálfkrafa á stjórnina en klikkar stundum þegar gmail ákveður að filtera svona. Ég kom umsókninni til stjórnar, þú færð vonandi svar fljótlega.

Guðsteinn Haukur - 25/11/09 14:23 #

HalldórE - ég er enginn vantrúarseggur, ég er trúvarnarmaður, og skamma ykkur prestanna hiklaust ef þið farið yfir strikið! ;) Og vei þér að kalla mig vantrúarsegg! ;D hehe ..

Matti - getur það ekki verið að Jón Steinar (sem að ég held sé ekki í Vantrú) og Valgarður Guðjóns hafi farið svona fyrir brjóstið á honum? Þetta er allavegna það eina sem hefur birst í þessari grein:

http://thorhallurheimisson.blog.is/blog/thorhallurheimisson/entry/983515/

Ég átta mig ekki á hvað þetta getur verið, því við megum ekki útiloka að hann sé ekki búinn að birta einhverjar athugasemdir, eins og t.d. gerði kona mín athugasemd við þessa grein:

http://thorhallurheimisson.blog.is/blog/thorhallurheimisson/entry/983364/

Ekki hefur Þórhallur birt hana ennþá, hún er ósammála honum og getur verið að það spili inní, því það virðist svo vera að hann kalli það "fordóma" að vera honum ósammála. En hver veit, kannski eru góðar gildar ástæður fyrir þessu, ég hef nú sjálfur lent í öðru eins.

Matti - 25/11/09 14:27 #

Það væri náttúrulega skemmtilegast ef Þórhallur myndi einfaldlega útskýra málið en ég á ekki von á að hann þori að skrifa hjá mér :-)

Pétur - 25/11/09 14:28 #

Takk kærlega Matti. Frá hvaða meili var sá póstur? Ég hef nefnilega sent bæði frá evilpiggie hjá gmail dot com og frá petur hjá ver dot is. Sorrý, ég er soldið paranoid með að senda póstföng út á vefinn (þessvegna nota ég alltaf ruslpóstfang hjá hotmail þegar ég þarf að gefa upp póstfang).

Guðsteinn Haukur - 25/11/09 14:28 #

Það væri náttúrlega best Matti, en ég ætla samt að verða við áskorun hans og mæta í messu til hans á sunnudaginn. Kannski fæ ég einhver svör þá við að minnsta kosti mínum spurningum.

Arnar - 25/11/09 14:29 #

Ég held að vandamálið með þessa blessuðu kross-geimveru mynd sé.. að hún er ekki nógu blóðug.

Ættuð að sjá hvort þið getið ekki fengið Mel Gibson til að poppa þetta aðeins upp.

(Hef amk. heyrt að margir trúaðir séu einstaklega hrifnir af blóðugu og ofbeldisfullu jesú-myndinni hans)

Matti - 25/11/09 14:31 #

Pétur, pósturinn sem ég fann var frá 'ver' póstfanginu. Ég fann hina ekki.

Guðsteinn, það verður fróðlegt að sjá hvort þú færð svör. Þú getur í leiðinni spurt Þórhall hvort hann flokki þig nokkuð sem hatursmann kristninnar ;-)

Pétur - 25/11/09 14:34 #

Takk kærlega aftur, og afsakaðu þennan þráðarstuld.

Guðsteinn Haukur - 25/11/09 14:43 #

hehehehe ... þá eru nú prestar einum of heilagir ef ekki má gagnrýna þá, og ef ég enda sem "hatursmaður kristninnar" þá er mér öllum lokið!! :D

Matti - 25/11/09 14:46 #

Þórhallur er afar duglegur við að ritskoða athugasemdir en þykist svo aldrei kannast við neitt þegar gengið er á hann. Það mætti halda að bloggkerfið hjá honum sé eitthvað sérstaklega gallað :-)

En nei, hann einfaldlega hleypir ekki athugasemdum á vefinn sem ekki henta.

Svo þykist hann vilja samtal.

Hólmfríður Pétursdóttir - 25/11/09 18:24 #

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig á að reyna að hjálpa þeim sem vilja skilja af hverju kristnu fólki getur þótt óþægilegt að horfa á geimveruna marg um töluðu og þú segir blessaða. Það er þannig að okkur fer að þykja vænt um Jesú, svona svipað og nákomið fólk. Mér þætti mjög óþægilegt að sjá fótósjoppaðar myndir af nákomnu fólki í einhverju sambandi sem særði blygðunarkennd mína. Ég vil eiginlega helst ekki horfa á þessa geimveru á krossinu, sem ég efast um að sé blessuð í upprunarlegum skilningi þess orðs.

En mér dettur ekki í hug að agnúast yfir því að þið viljið nota þessa teikningu, því annað er þetta ekki.

Matti - 26/11/09 11:29 #

Þér þykir vænt um Jesús en þetta er alls ekki mynd af Jesús. Hún líkist ekki einu sinni Jesús á nokkurn hátt.

Vissulega er kross á myndinni en á krossinum er hamingjusöm geimvera.

Það er svo margt sem fólki "getur þótt óþægilegt" að við getum ekki ætlast til þess að allt samfélagið snúist um það.

Samt sýndum við trúfólki nægilega mikla tillitsemi til að fjarlægja blessaða geimveruna.

Ég veit ekki til þess að séra Þórhallur eða kirkjan hafi nokkurn tímann sýnt okkur álíka tillitsemi.

Veistu dæmi þess?

Hólmfríður Pétursdóttir - 26/11/09 11:51 #

Ég er ekki í neinni krossferð. Mig langaði bara að reyna að skýra fyrir þér af hverju geimvera á krossi, sem mér þykir minna óþægilega mikið á róðukross,getur komið við tilfinningar okkar. Það er gott að þið sýnið okkur tillitssemi og ég held ekki að neinn sé að krefjast þess að samfélagið snúist um það.

Alhæfingar eru alltaf til trafala í umræðu og kirkjan er margslungið fyrirbæri. Kirkjan er ekki bara stjórnsýslan og prestarnir.

Matti - 26/11/09 11:57 #

Það er gott að þið sýnið okkur tillitssemi og ég held ekki að neinn sé að krefjast þess að samfélagið snúist um það.

Tja, séra Þórhallur kallar okkur níðinga og fjölmargir hafa mótmælt því að við spilum bingó á föstudaginn langa til að mótmæla helgidagalöggjöfinni. Aðrir hafa barist fyrir því að fá trúboð í leik- og grunnskóla.

Mér finnst það t.d. dálítið til merkis um að eitthvað fólk krefjist þess að samfélagið snúist um trú þess :-)

Hólmfríður Pétursdóttir - 26/11/09 14:29 #

Finnst þér í alvöru að réttur þinn til að hafa skoðun, og tala máli hennar alltaf þegar þú getur, takmarki rétt annarra til að gera hið sama.

Umburðarlyndi er ekki sama og hlutleysi. Á ekki hver og einn rétt til að tala máli sínu og framkvæma það sem hann vill til að koma henni á framfæri, á meðan það gengur ekki á rétt annarra til að gera það líka?

Ég er að tala um umræður í þjóðfélaginu, ekki skóla (leikskóli er líka skóli).

Matti - 26/11/09 14:33 #

Finnst þér í alvöru að réttur þinn til að hafa skoðun, og tala máli hennar alltaf þegar þú getur, takmarki rétt annarra til að gera hið sama.

Þú snýrð öllu á haus, ég hef ekki þaggað niður í nokkrum manni. Séra Þórhallur þaggar niður í mér.

Umburðarlyndi er ekki sama og hlutleysi. Á ekki hver og einn rétt til að tala máli sínu og framkvæma það sem hann vill til að koma henni á framfæri, á meðan það gengur ekki á rétt annarra til að gera það líka?

Jú, það finnst mér og hefur alltaf fundist. Sérstaklega þetta með "rétt annarra". Barátta okkar gegn ríkiskirkjunni og trúboði hennar hefur ávallt snúist um rétt annarra.

Hólmfríður Pétursdóttir - 26/11/09 14:46 #

Þá er bara að taka því að vera kallaður níðingur, önnur eins viðurnefni hafið þið valið prestum og öðru vígðu starfsfólki kirkjunnar.

Matti - 26/11/09 14:50 #

Taka því! Auðvitað tökum við því. En við andmælum eins og við höfum rétt til.

En taktu eftir, séra Þórhallur er opinber starfsmaður á launum hjá skattgreiðendum, talsmaður hins góð, talsmaður Gvuðs.

önnur eins viðurnefni hafið þið valið prestum og öðru vígðu starfsfólki kirkjunnar.

Aldrei hefur nokkuð jafn rætið verið sagt um presta og annað vígt starfsfólk kirkjunnar og það sem séra Þórhallur sagði um meðlimi Vantrúar. Aldrei höfum við gengið svo langt.

Táknmynd ykkar undirstrikar hvílíkir níðingar þið eruð.

Hún er níðingslegur útúrsnúningur á helgasta tákni kristninnar - sýnir vel að þið eruð ekki komnir til að rökræða heldur til að níða niður.

Níðið er ykkar eina innlegg í samfélagið. Ekert [sic] gott látið þið af ykkur leiða, engum hjálpið þið, engann huggið þið á erfiðum tímum.

Níðingar. Af ávöxtunum þekkist þið.

Nei Hólmfríður, þú getur leitað lengi en þú finnur ekkert jafn rotið um trúmenn á Vantrú.

Hólmfríður Pétursdóttir - 26/11/09 16:36 #

Ég er hrædd um að það fari eftir því hvernig maður les og hvaða merkingu maður leggur í orðin. Ég man eftir ýmsu, án þess að geta haft það orðrétt eftir á Annálnum forðum. Annars erum við að verða eins og krakkar að metast um hvort meiddi sig meira sá sem fékk snjóbolta í augað eða sá sem fékk snjóbolta á varir og nef. Ég má ekki vera að þessu núna, er að vinna fyrir fjáröflun fyrir trúboð á Íslandi.

Matti - 26/11/09 16:41 #

Ég er hrædd um að það fari eftir því hvernig maður les og hvaða merkingu maður leggur í orðin.

Mér þykir þú fara undan í flæmingi.

Níðið er ykkar eina innlegg í samfélagið. Ekert [sic] gott látið þið af ykkur leiða, engum hjálpið þið, engann huggið þið á erfiðum tímum.

Nei, sama hvað þú leitar muntu ekki finna neitt jafn rætið um presta og annað vígt starfsfólk kirkjunnar. Auðvitað finnur þú ýmislegt sem fer fyrir brjóstið á trúmönnum, því dettur mér ekki í hug að neita. En ekkert sem jafnast á við þessa kveðju ríkiskirkjuprestsins.

Jóhannes Proppé - 26/11/09 20:42 #

Vantar ekki annað [sic] fyrir aftan engann? Nú hef ég ryðgað svolítið í réttritun en minnir að það sé bara eitt enn.