Örvitinn

Kvöldmaturinn - lambakjötsrisotto og focaccia brauð

BrauðÉg sótti Ingu Maríu úr fimleikum í dag og var því kominn frekar snemma heim eða um hálf sex. Ákvað að baka brauð því ég hafði tekið að mér að elda risotto með lambakjötsafgöngum frá sunnudeginum.

Gerði því bara einfalt foccica brauð með hvítlauksolíu og salti. Kom afskaplega vel út í þetta skipti. Komst svo að því að ég átti ekki kjötsoð þannig að ég fékk mér göngutúr út í búð. Hlustaði á Hjaltalín á leiðinni.

Lambakjötsrisotto heppnaðist vel og vakti lukku hjá stelpunum. Innihélt einn lauk, tvö hvítlauksrif, matskeið af tómatpúrru, lambakjöt, sveppi, rauðvín, kjötsoð og parmesan. Eitt rauðvínsglas fór að sjálfsögðu í kokkinn meðan hann eldaði og annað með matnum.

lambarisotto

Meðan ég hrærði í risotto og bætti soði út á hlustaði ég á I adapt í iPodinum. Þetta var einkar ánægjuleg eldamennska!

matur
Athugasemdir

Jóhannes Proppé - 26/11/09 02:27 #

Fagleg ráðgjöf: Metall er sérstaklega hentugur við matargerð, sérstaklega þegar margir pottar eru í gangi. Sérlega mæli ég með gömlum, ruddalegum thrashmetal.

Þó tel ég mig vita fyrir víst að klassísk tónlist henti betur við sósugerð...

Matti - 26/11/09 09:09 #

Hefurðu hlustað á I adapt? Hér er eitt lag.

hildigunnur - 26/11/09 21:22 #

mmm, lítur vel út! Verð að fara að setja rísottó á seðilinn fljótlega...

Jóhannes Proppé - 26/11/09 23:13 #

Ég var mikið fyrir I adapt hér í denn meðan ég var á fullu í pönktónleikasenunni. Hef ekkert fylgst með þeim síðustu 6-7 árin.

Matti - 27/11/09 09:42 #

Bandið lagið upp laupana og ég hlustaði ekkert á því fyrr en síðasti diskur þeirra kom út. Steinféll fyrir honum.

Hildigunnur, á ég að trúa því að þú hafir ekkert verið að fikta við risotto eldamennsku? :-)