Örvitinn

Kirkjan á Eyjunni

Sá um daginn að Árni Svanur vefprestur er kominn á Eyjuna og byrjaður að plögga kirkjuna, það er nú það sem hann vinnur við og eflaust kostur að geta bætt Eyjunni í sarpinn (annáll, eyjan, moggablogg, parsprima, trú.is).

Þessir prestar bloggi á Eyjunni. Held að enginn hafi farið framhjá mér.

Ég hef ekki séð marga aðra trúmenn sem eru virkir í trúmálaumræðu á Eyjunni. Guðsteinn Haukur er þarna en ég man ekki eftir öðrum.

Trúleysingjarnir eru nokkrir, t.d. Teitur og Svanur.

kristni
Athugasemdir

Jenný Anna - 26/11/09 11:16 #

Ég er trúarbragðaandstæðingur og er á Eyjunni. Er ég nokkuð með? Segi svona.

Matti - 26/11/09 11:22 #

Auðvitað ertu með :-) Ég las t.d. síðustu færslu þína og er algjörlega sammála þér núna líkt og oft áður.

Ég þekki bæði Teit og Svan og nefndi þá svo enginn gæti farið að saka mig um að sleppa því að minnast á trúleysingjana. Þarna eru fleiri sem gagnrýna trúarbrögð af og til, t.d. Dr. Gunni, Pétur Tyrfingsson og Friðrik Þór (sem er n.b. ekki trúleysingi).

Ég var aðallega að velta fyrir mér áherslunum, prestarnir og Guðsteinn Haukur blogga fyrst og fremst um trúmál. Ég held það sé ekki hægt að segja það um neinn trúleysingjanna á Eyjunni, ekki einu sinni Teit og Svan, þó sumir trúleysingjanna bloggi af og til um þessi mál.

Teitur Atlason - 26/11/09 11:28 #

Komi þau fagnandi :)

Um að gera að hressa upp á trúmálaumræðuna. Ég styð þessa þróun heilshugar.

Ég held reyndar að þetta sé hluti af einhverju "sóknarfæri" kirkjunnar :)

Matti - 26/11/09 11:29 #

Ég held einmitt líka að þetta sé hluti af sóknarfæri kirkjunnar og þess vegna vek ég athygli á þessu.

Hvaða erindi á t.d. Árni Svanur á Eyjuna? Aldrei hefur mér verið boðið og er ég þó miklu duglegri bloggari en hann :-)

Matti - 26/11/09 11:54 #

Ég vísaði á þetta í athugasemd minni.

Kemur mér ekkert á óvart að í þessari kirkju séu bullandi fordómar gagnvart samkynhneigðum.

Að sjálfsögðu á Rúv ekki að sýna frá tónleikum þeirra. Reyndar voru gerðar athugasemdir við það í fyrra og því var afar illa tekið af sumum, þetta þótti óttalegt væl. Þá voru fordómar gagnvart samkynhneigðum reyndar ekki til umræðu.

Guðsteinn Haukur - 26/11/09 14:31 #

Góð samantekt Matti, en ég vil einnig benda á að ég fjalla ekki aðeins um trúmál, heldur margt annað líka. En þetta er svo sem enginn kirkja, því kirkja er samansett af fólki sem starfar í einingu, og samkvæmt að minnsta kosti einum þjóðkirkjupresti þá er ég "hatursmaður kristninnar" :D Þú veist hvað ég meina Matti! ;)

En þessi flóra er barasta fín, og get ég ekki betur séð en að jafnræðis sé gætt í vali á bloggurum á eyjunni, því gaman er að fylgjast með skrifum og pistlum trúleysingjanna, því ég kann vel við hvern og einn þeirra. Þeir eru kurteisir, háttvísir og lausir við dónaskap, og bera fram rök fyrir máli sínu þegar þeir mótmæla skrifum manns. :) Svoleiðis á það að vera!

Ég var reyndar að gera athugasemd hjá Jenný Önnu og hef ég lýst yfir vanþóknun á þessari ákvörðun Hvítasunnumanna. úfff....

Matti - 26/11/09 14:51 #

ég vil einnig benda á að ég fjalla ekki aðeins um trúmál, heldur margt annað líka.

Já en trúmálin eru samt í aðalhlutverki hjá þér, líkt og trúleysið hjá mér ;-)

Guðsteinn Haukur - 26/11/09 14:54 #

Reyndar er það alveg rétt Matti ... ég neita því ekki!

Guðsteinn Haukur - 26/11/09 17:49 #

hmmm ... við nánari umhugsun, þá getur verið sá mögleiki að um S&H sorpblaðamennsku sé að ræða. Vörður Leví kannast að minnsta kosti ekki við að hafa bannað Friðrik Ómari að syngja með kórnum.

"Séð og heyrt greinir frá því að samkynhneigðir fái ekki að syngja með Fíladelfíukórnum sökum kynhneigðar sinnar. Vörður Leví segist í samtali við Pressuna ekki átta sig á því hvaðan þessar áskanir koma. „Ég hef ekki heyrt þetta og hann hefur ekki talað við mig. Ég veit að hann hefur sungið með fólki frá okkur, Óskar (Einarsson, tónlistarstjóri safnaðarins) hefur spilað með honum og það er ekkert um það að segja. Ég hef aldrei bannað honum að syngja og þetta hefur ekkert að segja með það hvort maðurinn sé samkynhneigður eða ekki.“

Hér er heimildin

Matti - 26/11/09 17:52 #

Ég skil ekki af hverju Friðrik Ómar ætti að vera að skálda þetta. Finnst sennilegra að nú sé Fíladelfía komin í stífa varnarbaráttu. En við sjáum hvað setur, væntanlega verður þessu máli fylgt eftir.

Guðsteinn Haukur - 26/11/09 17:59 #

Já ég reyndar segi það með þér Matti, þetta er afar ruglandi, maður veit ekki hver segir rétt frá í þessu. Við megum hledur ekki útiloka þann möguleika að um upplifun Friðriks Ómars sé að ræða, fremur en bein orð frá Fíladelfíu eða Verði. Maður veit ekki.

En eins og þú segir, kannski eru ekki öll kurl kominn til grafar, og mun tíminn leiða þetta í ljós og ekki gott að segja nákvæmlega hvernig málið stendur.

Gyða - 26/11/09 17:59 #

ÉG hlustaði á Vörð Leví á rás 2 áðan í símaviðtali og þar skein mjög sterkt í gegn að hommar fá ekki að vera í kórnum þó hann neytaði að segja það beint út. En hann segir að allir séu teknir í viðtal og t.d. gagnkynhneigðir fá ekki að vera í kórnum heldur ef þeir syndga t.d. halda fram hjá konunni sinni. Þetta fannst honum greinilega sambærilegt. Hann fór samt alltaf undan í flæmingi þegar hann var spurður beint s.s. hvort að það væri fallegt að útiloka fólk ef það viðurkenndi í slíku viðtali að einstaklingurinn sem það elskaði væri af sama kyni. Það er örugglega hægt að hlusta á þetta viðtal á heimasíðu Rúv en þetta var milli 4 og 5.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 26/11/09 18:26 #

Fann þetta viðtal hérna. Byrjar svona ~1/3 í upptökunni.

Teitur Atlason - 27/11/09 12:26 #

Mér sýnist þessi söngvari hafa hlaupið á sig í þessu máli. Hann hefið ekki átt að fara með þetta í fjölmiðla fyrr en hann hefið fengið klárt nei frá þessum Hvítasunnipredikara.

það er varla hægt að fara af stað með e-r blammeríngar bara vegna þess að maður hefur eitthað á tilfinningunni.

Matti - 27/11/09 12:29 #

Ég get ekki séð að hann hafi hlaupið á sig bara vegna þess að nú þora Fíladelfíumenn ekki að kannast við fordóma sína. Sé þvert á móti ekki betur en að þeir réttlæti þetta með því að þeir séu ekki bara á móti hommum heldur líka fólki sem syndgar á annan máta, t.d. með framhjáhaldi.