Örvitinn

Morgunblaðið endurtekur þvælu um loftslag

Á blaðsíðu fjögur í Sunnudagsmogganum er umfjöllun Kristjáns Jónssonar um samsæri vísindamanna sem falsa gögn til að styðja kenningu sína um að jörðin sé að hlýna af mannavöldum. Þetta komst víst upp þegar tölvuhakkarar brutust inn í tölvukerfi og stálu tölvupóstum vísindamanna. Tölvupóstarnir eiga svo að innihalda sannanir fyrir því að vísindamennirnir hafi beitt blekkingum.

Vandamálið er að umfjöllun Morgunblaðsins byggir á blekkingu sem þegar er búið að afgreiða. Túlkarnir á tölvupóstunum eru útúrsnúningar og byggja á vanþekkingu. Kristján hefði getað komist að þessu ef hann hefði efast örlítið og eitt fimmtán mínútum í viðbót í að rannsaka málið.

Þetta er dæmi um skelfilega blaðamennsku sem ætti einungis að sjást hjá sorpmiðlum, ekki í alvöru dagblöðum.

Æi, já. Alveg rétt.

Athugasemdir

Bjarni - 30/11/09 19:25 #

Það eru reyndar miklu fleiri grunsamlegir póstar en bara "Mike's nature trick - pósturinn"

http://www.youtube.com/watch?v=Cu_ok37HDuE

Matti - 30/11/09 20:03 #

Eftir 30 sekúndur af þessu myndbandi var ég búinn að sjá nóg "spin" til að nenna ekki að horfa á meira.

Þessi atriði sem talin eru upp í greininni á loftslag.is voru það sem menn bentu á. Ef annað sem menn hafa týnt til er jafn "vandað" tek ég ekki mikið mark á þessu.

En ef það eru komnir í ljós einhverjir verulega bitastæðir tölvupóstar (án þess að nokkuð sé tekið úr samhengi) hefði ég gaman að því að sjá þá.

Jón Magnús - 03/12/09 12:04 #

Eins og alvöru hægrimönnum sæmir þá vilja þeir ekki taka á vandamálinu fyrr en það er búið að gerast sbr. hrunið, standa bara með hendur í vösum þangað til.

Svo við þurfum að bíða þangað til Seltjarnanes er byrjað að sökkva þá fara þeir á fullt!