Örvitinn

Trúin og dauðinn

Vísindin.is segir frá rannsókn á því hvernig fólk heimfærir eigin skoðanir yfir á gvuðinn sinn.

Trúað fólk telur sína skoðun vera skoðun guðs

Trúað fólk virðist hafa eigin skoðanir til hliðsjónar þegar það ímyndar sér hverjar skoðanir guðs eru, en eru ekki jafn föst í eigin skoðunum þegar það reynir að átta sig á skoðunum annars fólks, samkvæmt nýrri rannsókn sem er birt í 30. nóv. útgáfu Proceedings of the National Academy of Sciences.

Þetta er náttúrulega afskaplega heppilegt fyrir trúfólk.

Vantrúargreinar dagsins fjallar um dauðann.

Dauði trúleysingja

Í mínum huga er svarið einfalt. Mönnum þykir svo undurvænt um sjálfa sig (og sína nánustu) að þeir mega engan veginn til þess hugsa að þeir þurrkist bara út, hverfi og verði að engu. Hugmyndir um líf eftir dauðann byggja því á barnaskap, óskhyggju og sjálfhverfu sem á rætur í ótta.

Svo djúpstæður er þessi ótti við dauðann og tómið að menn hafa komið sér upp hátimbruðum hugmyndakerfum sem hafa fengið á sig virðingar- og jafnvel valdastimpil. Loddarar eru fljótir að átta sig á veikleika manna og á þessu sviði er hægur vandi að koma upp heilmiklu batteríi sem heldur lýðnum í skefjum, á hnjánum, ausandi fé og völdum í þá sem eru nógu borubrattir til að þykjast hafa eitthvað um örlög manna eftir dauðann að véla.

Þetta er lag dagsins!

kristni vísanir