Örvitinn

Þrír af fjórum vilja aðskilnað

74%Samkvæmt könnun Gallup styðja 74%* aðskilnað ríkis og kirkju, 70% þeirra sem eru í ríkiskirkjunni. Óli Gneisti spyr hvað tefji stjórnmálamennina. Ég velti því sama fyrir mér. Tel að skýringin felist í því að ríkiskirkjan hefur fáránlega mikil ítök í flestum stjórnmálaflokkum.

Prestarnir eru að sjálfsögðu byrjaðir að túlka þetta sem misskilning meirihlutans, alveg eins og þeir gerðu um árið þegar þeirra eigin könnun sýni að 51% þjóðarinnar játar kristna trú. Raunveruleikinn er sjaldan með þeim í liði. Í þetta skipti gerir fólk sér ekki grein fyrir því að í raun er búið að aðskilja ríkis og kirkju fyrir utan nokkur smáatriði. Það virkar þannig að ríkið lætur kirkjuna fá fullt af peningum og kirkjan gerir það sem hún vill. Frábær aðskilnaður!

*74% þeirra sem tóku afstöðu.

kristni pólitík