Örvitinn

Vefhryðjuverk dagsins

Ýmislegt
Athugasemdir

Sævar Helgi - 03/12/09 14:22 #

Hvaða mynd stal hann frá þér upphaflega?

Erlendur - 03/12/09 14:27 #

Ef maður skoðar vísunina, þá er þetta væntanlega mynd af mbl.is af Steingrími J.

Haukur - 03/12/09 14:29 #

Væntanlega var það sú sem er við þessa færslu.

Matti - 03/12/09 14:30 #

Haukur áttaði sig semsagt á þessu :-)

Sveinn Þórhallsson - 03/12/09 21:13 #

Þetta minnti mig á málið með Guðrúnu þarna blekpenna. Hvernig fór það mál?

Sindri G - 03/12/09 22:46 #

Ömurlegt hvernig stærri hluti þjóðarinnar virðist vera á valdi múgæsings í þessum efnum. Ég er þeirrar skoðunar að Íslandi eigi að semja sem fyrst, ganga frá þessu. Kröfu Breta og Hollendinga eru alls ekki fráleitar frá mínum bæjardyrum séð, þó að ég skilji ekki einstaka atriði í samningnum (eins og t.d. að skuldin beri vexti frá því í janúar, þó að hún hafi ekki gjaldfallið fyrr en í október).

Það voru í gildi ees reglur um að tryggja ætti innistæður í bönkum. Íslenska ríkið bar ábyrgð á því að sjóðurinn sem átti að nota til þess var ekki nógu burðugur. Það er mismunun ef innistæðu eigandi í útibúi Landsbankans í Reykjavík fær allar sínar innistæður greiddar, en sá sem á innistæðu í útibúi í London fái það ekki.

Ásgeir - 03/12/09 22:47 #

Já, Sindri. Og stjórnarandstaðan lýðskrumar sem aldrei fyrr. Fyrir utan pólitísku naívistana í Hreyfingunni, þau vita ekki betur.

Matti - 03/12/09 23:27 #

Sveinn, það fjaraði út, Helga Guðrún vildi ekki gefa mér upp heimilisfang og ég nennti ekki að leita að því Englandi. Svo hef ég haft af því spurnir að hún gangi ekki alveg heil til skógar.

Sveinn Þórhallsson - 04/12/09 02:29 #

Ég skal trúa því enda augljóst af því sem ykkur fór á milli að dæma.

Sindri G - 04/12/09 08:56 #

Ásgeir, ég man ekki betur en að fyrri stjórnarandstöður hafi verið allar í múgæsingnum líka. Ástæðan fyrir að stjórnarandstöðunni gengur sérstaklega vel að fá fólk í lið mér sér í þessu máli akkúrat núna, er sú að við erum með svo mikinn eyjaskeggja hugsunarhátt. Vondu útlendingarnir mega ekki komast upp með þetta, og bla, bla. Við verðum öfgafull fórnarlömb. Steingrímur talaði sjálfur digurbarkalega um dómstólaleiðina, og dró í efa að við þyrftum nokkað að borga, og taldi okkur ekki þurfa útlenska alþjóða gjaldeyrissjóðinn, og eitthvað slíkt fyrir ekki svo löngu. Ég þekki marga vinstri græna hér á norð austur horninu sem eru algjörlega brjálaðir útí Steingrím, og telja hann ómerking orða sinna og fleira. Mig grunar að Steingrimur mundi eiga í erfiðleikum með að fá stuðning grasrótar VG til að starfa næsta kjörtímabil fyrir flokkinn.

Ásgeir - 04/12/09 12:06 #

Já, það er alveg rétt. En ég myndi telja það Steingrími til tekna, ekki lasts, að hann hafi skipt um skoðun í þessu máli. Að mínu mati hefur Steingrímur staðið sig miklu betur en ég þorði að vona eftir að hann varð fjármálaráðherra. Og það er líklega alveg satt að hann muni eiga erfitt að fá stuðning grasrótarinnar í næstu kosningum, en það sýnir bara að hann hugsar ekki bara um næstu kosningar, eins og svo margir.

Sindri G - 04/12/09 16:33 #

Já, þetta er rétt hjá þér. Steingrímur hefur komið mér jákvætt á óvart. Hann er ábyrgur.

Sindri G - 04/12/09 17:55 #

En það sama er ekki hægt að segja um allt þinglið VG