Örvitinn

Ríkiskirkjuspuninn

Að sjálfsögðu er þetta bara misskilningur. Fólk skilur ekki málið, veit ekki að það er búið að aðskilja ríki og kirkju í raun - sko, ríkið borgar og kirkjan ræður - er það ekki nóg? Svo er fólk haldið þeirri hugsanavillu að ríkiskirkjan kosti ríkið mikla peninga. Það er nú meiri vitleysan, hahaha. Þetta eru smáaurar og kirkjan átti þá alla inni hjá ríkinu og meira til. Akkúrat!

Ætli Einar Karl Haraldsson sé mættur upp á biskupsstofu?

kristni
Athugasemdir

Valdimar - 05/12/09 14:43 #

Meikar fullkomið sens. Ég meina, þegar það er einu sinni búið að semja um eitthvað, þá er ómögulegt að breyta því eða endurskoða, ekki satt?

Ég held að málið sé að lúberja þetta fólk sem skrifaði undir að ríkið myndi borga laun allra presta Þjóðkirkjunnar um ókomna tíð. Og ef það fólk er dáið, þá þurfum við að finna leið til að ferðast aftur í tímann til að fá tækifæri til að lúberja það. Þetta voru greinilega fæðingarhálfvitar.

Matti - 05/12/09 17:22 #

lol, afskaplega hressandi :-)