Örvitinn

Óhróður og rangfærslur

Því miður virðist gæta nokkurs misskilnings meðal margra hvað boðskap kirkjunnar varðar. Það á m.a. rætur að rekja til þess að fólk sem telur Þjóðkirkjuna vera óvin sinn, ber út óhróður og rangfærslur varðandi boðskap þann er þjónar þjóðkirkjunnar boða og þau gildi er kirkjan okkar stendur fyrir. #

Þetta skrifar Guðrún Karlsdóttir ríkiskirkjuprestur. Hún er aðallega að vísa til fríkirkjuprests (Hjörtur á afskaplega fína grein á bls. 20 í Fréttablaðinu í dag) í þessum pistli en hver er Guðrún Karlsdóttir aftur?

Jú, nákvæmlega! Guðrún bar nýlega út óhróður og rangfærslur um Vantrú og fór létt með það!

Hvað getur maður eiginlega sagt? :-)

kristni