Örvitinn

Mús í gildru

Þegar við fórum úr bústað í gær raðaði ég upp músagildrum í eldhúsinu og stillti svo öryggistækinu/myndavélinni upp á eldhúsborðinu þannig að ég sæi yfir gildrurnar. Var að tékka á stöðunni og viti menn - það er mús í einni gildrunni.

mus_i_gildru.jpg

Ég þarf að skjótast upp í Borgarfjörð og fjarlægja hræið áður en það rotnar eða enda kvalir ef músin er ekki dauð. Sé væntanlega um leið hvar músin kom inn og get reynt að loka gatinu. Er að spá í að setja hátíðnifælu í bústaðinn um leið.

Enn og aftur sannast gildi öryggistækisins. Nú þarf ég bara að finna einhvern aðila í Borgarnesi sem getur skotist í bústaðinn af og til og reddað svona hlutum :-)

Ýmislegt
Athugasemdir

Eva Mjöll - 07/12/09 14:18 #

Ég prófaði núna eitt húsráð sem mér var sagt frá og það virðist virka vel, þær hafa allavega ekki komið inn síðan. Það er að setja tólg út. Gamall maður sagði að ef mýsnar eru nógu feitar þá þola þær veturinn það vel að þær sækja ekkert í að koma í hús. Svo ég fór í bónus og keypt tólg, setti á góðan stað úti og síðan hef ég bara varla séð mýsnar, en mikið búið af tólginni:)

Matti - 07/12/09 14:20 #

Já ég heyrði þetta með tólginn einmitt í gær. Ég þarf að prófa þetta allt saman!

helga - 07/12/09 14:33 #

hátíðnifælur virka vel en varast að setja tólg nálægt húsinu, því stundum leita þær í bíla sem eru enn heitir og geta þá nagað víra og leiðslur. Ég mundi ekki venja þær í mat til mín:)

Walter - 07/12/09 18:30 #

Ég var að kaupa hátíðnifælur í Garðheimum. Fjórar saman í pakka en eru reyndar með Breskri kló!

Þú mátt fá eina, nota ekki nema þrjár þeirra. Bý á sama stað ;)

Matti - 07/12/09 18:58 #

Ég skaust í bústað áðan, var að koma til baka. Kom við í Húsasmiðjunni í Borgarnesi og keypti hátíðnifælu. En takk fyrir gott boð :-)

Keypti líka vírnet og lokaði götum undir heita pottinum. Reyndi svo að þetta glufur inni í húsi með stálull.

Stillti svo upp gildrum á ný. Vona að það mæti ekki fleiri mýs í bili - nenni þessum bíltúr ekki oft!