Örvitinn

Lesendur og tilvistarkreppa

Gyða ætlaði að segja Kollu frá músinni í gildrunni í gær en Kolla stoppaði hana.

-- "Ég veit, ég las um þetta á blogginu hans pabba".

Svo spurði hún mig við kvöldverðarborðið út í það hvernig ég hefði sett örina á myndina.

Ég er í dálítilli tilvistarkreppu.

Annars er ég yfirleitt þokkalega dannaður og skrifa fátt sem mér þykir óþægilegt að dætur mínar lesi.

fjölskyldan
Athugasemdir

Kristín í París - 09/12/09 07:18 #

Ég skil það mjög vel. Þess vegna ætla ég ALDREI að láta börnin mín komast í tölvu, hehe.

Sirry - 09/12/09 08:29 #

Haha frekar fyndið. Hvernig er það þarftu að fara að ritskoða þig ef barnið er farið að lesa bloggið ??

Matti - 09/12/09 10:05 #

Ég þarf að finna einhverja lausn á þessu. Þarf svosem ekki að ritskoða skrifin svo mikið, það eru frekar vísanir sem ég þarf að endurhugsa. Vísaði t.d. nýlega á klámmyndband með Rammstein. Ekki beint við barna hæfi.

En ætli besta lausnin sé ekki sú að ræða þetta einfaldlega við dætur mínar :-)

Freyr - 09/12/09 13:03 #

Þegar ég henti öllum DVD myndunum okkar yfir á serverinn í húsinu flokkaði ég þær í barnaefni, fjölskyldumyndir og fullorðinsmyndir. Ég var mikið að spá í að setja lykilorð eða eitthvað álíka á fullorðinsmyndasafnið, en ákvað að ræða þetta við krakkana í staðin. Ég er á því að þetta virkar betur - krökkum líkar ábyrgðin sem fylgir þessu og þeim finnst þeim ekki vera mismunað eða útilokað. Það er svo hægt að skoða loggana til að staðfesta að reglunum sé framfylgt. Ég myndi jafnvel leyfa þeim að stelast einu sinni eða tvisvar áður en ég ræði við þau aftur um þetta - að læsa safnið fyrir þau er í rauninni síðasta úrræði.

Ég mæli með þessu. Merktu bara færslurnar sem eru ekki við hæfi barna þannig að þau sjá það og settu contentið undir "Lesa meira" link.