Örvitinn

Gylfi Gylfason og Vantrú

27.10.2010
Þrátt fyrir að ég hafi breytt færslunni og ítrekað hafi komið fram að Vantrú stendur ekki á bak við þessi skrif heldur Gylfi Gylfason áfram að dylgja um félagið og tengir það við "skemmdarverk". Auk þess skrifar hann hressilega um mig.

Þegar Gylfi talar um "fasteign" er hann að vísa í fyrirtæki sitt. Svo virðist sem Gylfa finnist það vera eignarspjöll að lofa og prísa ekki fyrirtækið hans við hvert tækifæri. Sjálfur hefur Gylfi ítrekað hvatt fólk til að sniðganga fyrirtæki. Gylfi leggur það að jöfnu að skrifa um hann og fyrirtæki hans með þeim hætti sem ég geri hér og það að skemma bíla eða húsnæði. Það hljóta allir að sjá að sá samanburður er fáránlegur.

Þær breytingar sem ég gerði á færslunni 19.08 voru eftirfarandi:
- Ég tók út nafn Símabæjar úr titli.
- Ég tók út hvatningu til annarra um að hætta að versla við hann.

19.08.2010
Að gefnu tilefni hef ég breytt fyrirsögn og inngangi þessarar bloggfærslu.

Eftir samræður við Gylfa Gylfason á bloggsíðu Ólafs Ragnarsson (varúð, gríðarlega langar og heimskulegar umræður) hef ég ákveðið að versla aldrei framar við fyrirtækið sem hann rekur. Keypti símann hennar Kollu hjá honum fyrir rúmu ári, dauðsé eftir því núna. Ef hann er jafn heiðarlegur í viðskiptum og hann er í umræðum á netinu er einfaldlega ekki hægt að treysta honum.

Tók saman athugasemdir Gylfa og svör mín. Sleppti broskörlum, sameinaði eina og hálfa athugasemd mína og sleppti í einu tilviki hluta svars sem beindist að Ólafi, ekki Gylfa.

Gylfi Gylfason:

Góð ábending. Vantrú keyrir á sömu yfirgangsöfgunum og verstu trúfélög og er í raun í heilögu stríði sem gerir þá engu betri en trúin þeir við berjast.

Ég:

Gylfi, viltu vinsamlegast vera svo vænn að benda á dæmi um "yfirgangsöfga" Vantrúar og hvernig þetta "heilaga stríð" félagsins fer fram. Þú gætir í leiðinni borið það saman við "verstu trúfélög". Hér er annars grein um það hvað við erum miklir fúndamentalistar.

GG:

Hva, ég er að missa af fjörinu...

Það sem ég átti við Matti, er að ég met það sem yfirgang þegar hópar eru stofnaðir um að traðka niður hugsjónir frjáls fólks og Vantrú hefur gengið fram með sama hætti og trúarhópar sem telji sig hafa höndlað hinn eina trúarsannleika.

Ég:

Gylfi, hvernig traðkar Vantrú niður hugsjónir fólks? Getur þú bent á einhver dæmi um slíkt? Hefur þú lesið einhverjar greinar á Vantrú?

GG:

Sælir strákar, ég hef verið of upptekinn til að elta umræðuna en ákvað í staðinn að lesa greinina hans Ólafs aftur í stað þess að fara yfir langlokuna í smáatriðum. Vildi bara vita um hvað umræðan átti að snúast í upphafi en ég stakk við eftirfarandi úr Vantrúarlöggjöfinni.

Tilgangur félagsins er að berjast gegn boðun hindurvitna í samfélaginu, s.s. skipulögðum trúarbrögðum, skottulækningum og gervivísindum.

Í grunninn finnast mér markmið Vantrúar vera barnalega framsett og minna á galdrabrennur hinna rétttrúuðu. Held ég að það hafi verið einn þeirra punkta sem höfundur vildi koma á framfæri.

80% þjóðar okkar trúir á dulræn öfl og flestir nota trúarbrögð eða andlegar leiðir í stað þess að láta trúarbrögð nota sig. Trú í hverskonar formi er val á lífsstíl rétt eins og hvert annað tæki sem við tökum með okkur. Yfirhöfðuð erum við þroskuð og fordómalaus þjóð og bókstafstrú er aðallega notuð af fyrrverandi alkóhólistum sem eru að skipta um fíkn. Erfiðast er að tjónka við fólkið sem fékk trúarbrögðin óumbeðið í vöggugjöf en sálfræðingar geta skýrt það betur en ég

Og þetta er bara fínt svona. Margir nota trúna í dag sem sinn síðasta spotta frá bjargbrúninni og svo segi ég líka sem sölumaður að allir þessir neytendur geta ekki verið að segja mér ósatt. Það getur einfaldlega virkað sem fínn lífsbooster fyrir hvern sem er að prófa nokkrar tegundir af trúarbrögðum og það verður aldrei langtímaeftirspurn eftir neinni trúarþjónustu nema eitthvað virki einhversstaðar. Einfalt kaupmannslögmál.

Tilgangur Vantrúar virðist vera að koma því á framfæri að langflestir Íslendingar séu tæpir á geði með ofsjónum og oftrú sinni. Og ef maður túlkar talsmáta fulltrúa þeirra almennt, þá er allt fólk sem notar trú eða yfirnáttúrlegar aðgerðir á rangri leið í sínu lífi. Persónulegt trúfrelsi er óþarfi í landi Vantrúar. Þeir hafa sjálfir fundið sannleikann sem gerir yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar að dálitlum fíflum.

Það hljóta öll helstu gáfumenni þjóðarinnar að vera í Vantrú sé sannleikur þeirra sannari en einstaka gerðir trúarsannleika.

Ég:

80% þjóðar okkar trúir á dulræn öfl

Hvaðan hefur þú þessa tölu?

Merkilegur þessi leikur að ljúga með feitletrunum. Af hverju sleppir Gylfir, líkt og Ólafur í Hvarfi, því alveg að minnast á boðunina. Ég hef nefnt þetta í ótal athugasemdum auk þess að vísa á greinar sem fara nánar út í þetta. Tilgangur Vantrúar er að veita mótvægi við boðun hindurvitna. Ef hindurvitni væru ekki boðuð - þá væri Vantrú ekki til. Svo einfalt er það.

Ekkert geta menn gagnrýnt í málflutningi Vantrúar - heldur þurfa menn hér að beita undarlegum rangtúlkunum á lögum félagsins til að koma höggi á okkur.

Gylfi, ég mun passa mig á því að kaupa aldrei nokkurn skapaðan hlut af þér og gæti þess að láta aðra í kringum mig vita af því. Mér leiðist nefnilega svona óheiðarleiki.

GG:

Vá Matti, ég á varla orð, ég hreinlega lagðist í gólfið og þú bjargaðir kvöldinu. Matti ætlar semsagt að setja boycott á Símabæ því eigandinn samþykkir ekki að trúa stefnuskrá sértrúarhópsins Vantrúar

Hvílík brakandi snilld Matti en þú ert jú leiðtogi yfir örsöfnuði sem hefur afrekað að standa svo algjörlega í stað í félagatali eftir er tekið. Innan trúflokksins er þetta víst kallað stöðugleikamerki hleraði ég.

Þetta er náttúrulega frábær markaðsmennska hjá þér að afreka að láta rödd þína heyrast svona víða en safna svo litlu fylgi um leið. Markaðslega bendir þetta til leiðtogakreppu, eða hugmyndafræðilegrar kreppu.

Matti, þú ert algjörlega búinn að láta Gunnar, Eirík á omega og alla þessa gæa hreinlega sóla yfir þig í samkeppninni um sálnahylllina.

Hvað er að, maður hefði ætlað að það yrði þér auðvelt að keppa í svona fávitaumhverfi?

Ég:

Hvílík brakandi snilld Matti en þú ert jú leiðtogi yfir örsöfnuði sem hefur afrekað að standa svo algjörlega í stað í félagatali eftir er tekið. Innan trúflokksins er þetta víst kallað stöðugleikamerki hleraði ég.

Nei, ég er ekki leiðtogi í neinum örsöfnuði eða félagi.

Félögum í Vantrú hefur fjölgað um 20% á síðasta ári. Á sama tíma hefur fækkað í Þjóðkirkjunni svo dæmi sé tekið. Samt er það ekki markmið félagsins að fjölga meðlimum.

Gylfi, ég forðast einfaldlega að eiga viðskipti við óheiðarlegt fólk. Sá sem lýgur gjarnan á einum vettvangi er líklegur til að ljúga (og svíkja) á öðrum.

Svo ég setji þetta í samhengi. Skrif Gylfa um Vantrú hér eru algjörlega sambærileg við það að ég myndi skrifa bloggfærslu um að Símabær væri svikabúlla sem féflettir viðskiptavina sína auk þess að Gylfi drýgji tekjur sínar með innflutningi á eiturlyfjum. Ég myndi svo einfaldlega hunsa andmæli Gylfa og endurtaka lygarnar. En svo ómerkilegur er ég ekki. Svo ómerkilegur er hann hér.

GG:

Matti minn. Þegar maður hefur lélegan grunn að vinna með þá notar maður prósentur frekar en hausa til að sýna árangur. Hvað eru 20% margir hausar (safnaðargjöld)

Eða hljóómar betur útávið að halda sig við prósenturnar, hahahahaha

Vandamálið er bara að þú hefur ekki þroska til að taka sömu hæðni og þú beitir miskunnarlaust á þá sem eru ekki sömu skoðunar og þú.

Grow up Matti.

Ég:

Matti minn. Þegar maður hefur lélegan grunn að vinna með þá notar maður prósentur frekar en hausa til að sýna árangur. Hvað eru 20% margir hausar (safnaðargjöld)

Það minnir mig á að þú svaraðir því aldrei hvaðan þú hefðir þær upplýsingar að 80% landsmanna trú á dulræn öfl.

Meðlimir Vantrúar eru í dag um 120.

Vandamálið er bara að þú hefur ekki þroska til að taka sömu hæðni og þú beitir miskunnarlaust á þá sem eru ekki sömu skoðunar og þú.

Grow up Matti.

Gylfi, hvar beiti ég þessari "sömu hæðni" (ósannindum og dylgjum)?

Hvað myndir þú segja ef ég skrifa bloggfærslur þar sem ég lygi um þig og þína verslun? Myndir þú svara fyrir þig?

GG:

Matti minn, framkvæmdastjóri félagaöflunarsviðs Vantrúar

120 sálir er ekki neitt, ég gæti stofnað stærri saumaklúbb þótt ég kunni ekki að sauma en ég kann að selja, og það getur þú ekki því söluvaran þín er ekki að virka á neytendur.

Það er líka eitthvað meiriháttar að hjá fólki sem fer í útgerð gegn vali einstaklingsins á trú, trúarheimspeki eða dulspeki. Mér finnst Vantrú vera á braut ákveðinnar fyrirlitningar og sjálfupphafningar, og Matti má alveg kalla mig lygara fyrir að eiga mína prívatskoðun á því, það er stíll Vantrúar

Vantrú gerir út á að kasta skít yfir fólk sem tjáir sig um trú og gera lítið úr lífsgildum þeirra. Fyrir mér er trú eins og hvert annað lífsval og neytendavara og Matti er ekki að gera neitt annað en að draga fram ljótasta draslið í hillunum og henda í fólk sem á leið um búðina.

Bara gramir og pirraðir skítkastarar sem ættu að margra mati að drífa sig til kirkju og reyna að finna innri frið í stað þess að hrauna endalaust yfir náungann sem dirfðist að velja annað en þeir sjálfir kusu í trúmálum

Vissulega er Vantrú ekkert annað en lítið trúfélag. Alveg hundleiðinlegt trúfélag fyrir minn smekk.

Ég:

120 sálir er ekki neitt, ég gæti stofnað stærri saumaklúbb þótt ég kunni ekki að sauma en ég kann að selja

Markmið félagsins hefur aldrei verið að stækka. Ég gæti líka stofnað stærri saumaklúbb. Vantrú er ekki saumaklúbbur.

og það getur þú ekki því söluvaran þín er ekki að virka á neytendur.

Vantrúarvefurinn fær að jafnaði þúsund gesti á dag, stundum miklu fleiri. Meðlimir Vantrúar hafa staðið fyrir uppákomum sem hafa vakið heimsathygli (meira en milljón manns búnir að horfa á myndband á youtube). Vantrú hefur staðið framarlega í baráttu gegn trúboði í leik- og grunnskólum.

Matti má alveg kalla mig lygara fyrir að eiga mína prívatskoðun á því, það er stíll Vantrúar

Það er ekki prívatskoðun ef þú útvarpar henni. Ég kalla þig lygara vegna þess að þú segir ítrekað ósatt um Vantrú.

Vantrú gerir út á að kasta skít yfir fólk sem tjáir sig um trú og gera lítið úr lífsgildum þeirra.

Nú ætla í þriðja skipti í þessum umræðum að biðja þig um að rökstyðja mál þitt með því að benda á dæmi. HVAR GERIR VANTRÚ ÞETTA?

Vissulega er Vantrú ekkert annað en lítið trúfélag. Alveg hundleiðinlegt trúfélag fyrir minn smekk.

Þú hefur einmitt kynnt þér málstað Vantrúar ofslega vel

GG:

Þar sem rök þrýtur taka svívirðingar við og mér sýnist að umræðuheiftin sanni pælingar greinarhöfundar um hin trúarlegun einkenni Vantrúar sem setur hópinn á sama bás og sértrúarsöfnuði.

Sumir myndu segja þá miklu ruglaðri en sértrúarhópa og í raun bendir val neytenda til að séu því sammála.

Þið takið hugsanlega eftir einu í þessu samtali. Gylfi Gylfason svarar aldrei spurningum mínum. Hann vísar aldrei á nokkuð dæmi máli sínu til stuðnings. Heldur bara áfram og kemur með ný "skot".

Svo erum við öfgamenn þegar við svörum svona bulli.

Ég nenni ekki einu sinni að fara út í ásakanir Ólafs Ragnarssonar um fasisma. Sá maður á sennilega við einhver vandamál að stríða.

Ýmislegt
Athugasemdir

Daníel - 09/12/09 00:10 #

Auðvitað er trúleysi trú á það að það sé ekki til guð eða neitt annað, það er trú, þar af leiðandi trúarbrögð. Eða er ég að misskilja þetta eitthvað?

Freyr - 09/12/09 00:34 #

Nr.1. Go Matti Nr.2. Go Matti

Matti - 09/12/09 00:42 #

Það er allt í lagi að láta mig vita ef ég er í einhverju rugli. Dálítið erfitt að átta sig á því þegar maður "rökræðir" við fólk eins og Gylfa og Ólaf.

Óli Gneisti - 09/12/09 00:48 #

Mér hefur alltaf þótt svoltið vond lykt inn í þessari búð. Ágæt að þurfa ekki að finna hana aftur.

Arnór - 09/12/09 00:52 #

Ég get ekki, því ég hef einfaldlega ekki þá þolinmæði sem krefst til þess að tala við svona menn. Þó hef ég unnið með einhverfum með miklar þráhyggjur. Heimskan þarna er bara svo rosaleg að það nær ekki nokkurri átt, get allavega ekki fyrir mitt leyti treyst því að kaupa vöru eða þjónustu frá svona vitleysingi. "ég gæti stofnað stærri saumaklúbb þótt ég kunni ekki að sauma en ég kann að selja, og það getur þú ekki því söluvaran þín er ekki að virka á neytendur." bara í þessari litlu setningu er svo margt rangt og heimskulegt að maður veit hreinlega ekki hvort að fullorðin manneskja með réttu ráði láti svona útúr sér.

Teitur Atlason - 09/12/09 01:03 #

Mér finnst Matti vera í tómu rugli. Hann fer strax í stóru fallbyssurnar og eftir eitthvað ómerkilegt rifrildi. Hótar (já eða eitthvað) að segja öllum vínum sínaum að hætta að versla í einhverri búð vegna þess að hann var að rífast við sölumanninn þar um trúmál eða trúleysismál.

Ég hef unnið á fjölmiðlum og fyrsta reglan er: Ekki dissa samkeppnisaðilan alltof mikið. Það eru töluverðar líkur á því að þú komir til að vinna með honum einhverntíman. (og þá vísað í mikla hreyfingu á fjölmiðlunum sjálfum og starfólikinu)

Þetta finnst mér eiga við Matta. það eru eitthvað 100 þúsund íbúar í RVK og svona 10 tölvubúðir. Hvað ef? Hvað ef eitthvað kemur uppá? Hvða ef tölvan bilar og eina snúan sem er til er í þessum Símabæ? hvða ef síminn sem þú keyptir þarna bilar og þarf að fara i viðgerð? Ætlaru að senda konuna því þú ert búin að dissa þennan Símamann með hótunum (eða hvað það nú er)

Við erum alltof fá fyrir svona barnaskap.

Svo er líka mikilvægt að aðskilja kjötheima og netheima. Það skiptir líka máli.

Vandamálið við þetta allstaman, og ég veit að Matti er sammála mér.

-Matti verður svo reiður svo fljótt!

Matti - 09/12/09 01:07 #

Teitur, lestu umræðurnar í samhengi. Það eru eflaust meira en 200 athugasemdir á milli fyrstu athugasemdar Gylfa og þeirrar síðustu. Ég varð ekki fljótt reiður, ég sýndi satt að segja furðulega mikið langlundargeð!

Ég var ekki að rífast við sölumann, ég var að rífast við eigandann.

Síminn er í ábyrgð hjá heildsala og er svo ódýr að það tekur því aldrei að gera við hann. Búðin selur ekkert sem ekki fæst annars staðar.

Teitur, ég er gjörsamlega ósammála þér.

Finnur - 09/12/09 01:11 #

Ég hugsa að ég forðist Símabæ í framtíðinni "eins og syndina".

Fyrir utan rangfærslurnar þá er hrokinn í honum nægur til að ég haldi mig fjarri honum.

Óli Gneisti - 09/12/09 01:12 #

Þetta er rugl komment hjá þér Teitur. Stóra atriðið er að hér er um eigandann að ræða, manninn sem hagnast.

Jón Frímann - 09/12/09 06:44 #

Þetta er nú ekki eina umræðan sem þessi maður er óheiðarlegur í. Hann er einnig óheiðarlegur í ESB umræðunni. Ég tók smá slag við hann þar fyrir nokkrum mánuðum, hann fullyrti og fullyrti en kom aldrei með sannanir fyrir málflutningi sínum frekar en hérna hjá þér.

Ég hef aldrei verslað við þetta fyrirtæki hans, og mun ekki gera það uppúr þessu.

Margrét Rós - 09/12/09 06:55 #

Hæ Matti.

Vandamálið er að þú hefur of mikla trú á þessum netklikkhausum. Ef þú vilt rökræða við þá þá þýðir ekki að segja "koddu með sannanir". Þú verður að sjálfur að afsanna það sem þeir segja... því miður eru þessir menn það ruglaðir.

Í þessari umræðu hefðir þú t.d. getað komið inn á það að að sjálfsögðu má hver sem er trúa hverju sem er en það að flestir á Íslandi borgi í ríkisreknakirkju sem að spanderar peningum í barnaperra og aðra vitlaysu sé kannski ekki alveg málið. Einnig hefði mátt benda símamanninum á að það er á ábyrgð einstaklingsins að taka upp trú, trú er ekki eitthvað sem að við eigum að fæðast inn í eða vera beðin um að staðfesta þrettán ára.

Hann greinilega veit ekki neitt (og í alvöru... flestir sem þú ert að rökræða við slefa rétt upp í meðalgreind) svo að það þarf að byrja á því að koma á framfæri smá basic upplýsingum.

Annas dáist ég að þér Matti, skil ekki hvernig þú nennir þessu...

Matti - 09/12/09 08:41 #

Í raun eru það mistök að reyna að ræða við þetta fólk. Ég held að best sé bara að leiða þetta hjá sér. Þarna stökk ég ofan í djúpu laugina í einhverri undarlegri bjartsýni og hélt ég myndi ná til botns en uppskar ekkert nema ásakanir um fasisma.

Þessi athugasemd Gylfa er ágætt dæmi um það hvað svona umræða getur orðið stjarnfræðilega vitlaus:

Í grunninn finnast mér markmið Vantrúar vera barnalega framsett og minna á galdrabrennur hinna rétttrúuðu.

Einar Jón - 09/12/09 10:16 #

<troll>
Er ekki gott dæmi um yfirgangsöfga ykkar Vantrúarmanna að þið viljið boykotta alla sem eru ósammála ykkur, hrekja þá í gjaldþrot og á vergang?
</troll>

Matti - 09/12/09 10:28 #

Þetta er alveg réttmæt athugasemd og ég hugsaði um þetta áður en ég skrifaði færsluna. Tók þá ákvörðun að ritskoða sjálfan mig ekki í þessu tilviki.

Hér er ég persónulega að lýsa því yfir að ég ætli ekki að eiga viðskipti við þennan mann og um leið hvet ég fólk sem ég þekki til að gera það sama.

Ég ræddi þetta ekki við nokkurn í Vantrú og eins og sést er a.m.k. einn (Teitur) ósammála mér.

En fólk hefur nú boykottað fyrirtæki lengi. Fólk er reglulega hvatt til að skipta ekki við tilteknar verslanir eða banka vegna þess að eigendur þeirra eða stjórnendur hafa gert eitthvað.

Hér er ég að gera það sama.

Gylfi í Símabæ - 09/12/09 11:09 #

Gott fólk. Varðandi þátt Símabæjar í trúleysisumræðunni....

Ég rek hér GSM endurvinnslu til að skaffa fólki ódýr tæki sem getur ekki keypt ný og laga síma á broti þess verðs sem verkstæði taka.

Þið megið alveg eyða morgninum í svona skítkast í vinnuna mína en það gerir ykkur vart stærri því ég er með jaðarverslun sem sinnir því sem hinir stærri nenna ekki að sinna og skítkastarar eins og Matti eru bara að pissa uppí vindinn

Þetta er skipulegður atvinnurógur gagnvart fyrirtækinu mínu og sýnir vel hve Matti er rotinn persónuleiki.

Fólk sem hefur raunverulegar hugsjónir gagnvart trúleysisfélagi ætti að finna sér annan vettvang því Matti er bæði búinn að míga og kúka yfir Vantrúarnafnið í endalausum galdrabrennum sem felast nú í að reyna að brenna viðskiptavildina ofan af ósammála bloggara með því að reyna að koma fyrirtækjanafninu hans í svaðið.

Er þetta virkilega ekki að segja ykkur neitt Vantrúarfólk. Er bara í lagi að ykkar kjaftagleiðasti fulltrúi sé kominn í skipulegan atvinnuróg gagnvart fyrirtæki í borginni því eigandi þess leyfði sér að hafa skoðun á hegðan Matta gagnvart náunganum.

Það er út af fyrir sig ákveðið fjölmiðlamál ef Vantrú ætlar sér að fara í fyrstu galdrabrennu aldarinnar út frá umræðu sem snérist um það hvort Vantrú væri trúfélag tilheirandi öfgum.

Sýnist mér sem Matti sé að sanna það að hans trúarheimspeki sé bæði trúarbrögðum og viðskiptavild náungans æðri. Matti er að sýna það að hann lítur á skoðanir sínar sem óumbreytanlegan trúarsannleika og er í raun engu betri en hvítasunnufólk eða fíladelfíufólk í sínum innri heilagleika

Hvað segir það um hann sjálfan, hvað segir það um Vantrú, eins og félagið birtist með honum innanborðs.

Ég tek ekki þátt í frekari umræðu hér og ræði málið á mínu bloggi í dag

Matti - 09/12/09 11:11 #

Ég ætlaði að eyða athugasemd Gylfa en ákvað að sleppa því.

Ég hlýt að hafa fullan rétt á því að versla ekki við mann eins og Gylfa. Ég hlýt einnig að hafa fullan rétt á því að segja öðrum frá því og hvetja til þess sama. Ég hlýt að hafa fullan rétt á því að benda fólki á málflutning hans í garð mín og Vantrúar.

Gylfi mætti prófa að svara einhverjum af spurningum mínum og hætta þessum endalausu stælum en hann virðist vera yfir það hafinn.

Þetta er skipulegður atvinnurógur gagnvart fyrirtækinu mínu og sýnir vel hve Matti er rotinn persónuleiki.

Hvaða rógur? Hvað eru skrif Gylfa um mig og Vantrú annað en rógur?

Því eigandi þess leyfði sér að hafa skoðun á hegðan Matta gagnvart náunganum.

Gylfi, þú varst einfaldlega með róg, dylgjur og ásakanir en þú færðir aldrei almennilega rök fyrir máli þínu, þú bentir aldrei á dæmi máli þínu til stuðnings þrátt fyrir ítrekuð andmæli mín. Svo kemur þú hingað og bætir bara í sarpinn í stað þess að svara einni einustu spurningu frá mér.

Ætlast þú virkilega til þess að ég taki rógburði og skítkasti frá þér þegjandi?

Það er út af fyrir sig ákveðið fjölmiðlamál ef Vantrú ætlar sér að fara í fyrstu galdrabrennu aldarinnar

Vantrú kemur þessi máli ekkert við, hér er ég að skrifa á bloggsíðu mína og segi frá því að ég ætla aldrei að versla við þig framar vegna þess að mér finnst þú óheiðarlegur í málflutningi þínum. Um þetta er ekki stafkrókur á vefsíðu Vantrúar og þessi skrif eru algjörlega á minni ábyrgð.

felast nú í að reyna að brenna viðskiptavildina ofan af ósammála bloggara með því að reyna að koma fyrirtækjanafninu hans í svaðið.

Hvað varst þú að reyna að gera við "viðskiptavild" Vantrúar og mína? Varstu ekki að reyna að "brenna hana ofan af" okkur?

Eyja - 09/12/09 11:23 #

Er það ekki alveg örugglega eitt af markmiðum Vantrúar að taka fólk af lífi sem grunað er um eitthvað misjafnt? Það hlýtur að vera þar sem hliðstæðan við galdrabrennurnar liggur.

Mér finnst ekki mjög aðlaðandi hugmynd að versla við einhvern sem spilar á hreina sölumennsku sem ekki gerir kröfu um að hafa eitthvert vit á því sem verið er að selja, sem er það sem saumaklúbbsdæmið gefur til kynna. "Hæ, ég veit ekkert um X, en ég ætla samt að selja þér það með ýtni og orðskrúði."

Matti - 09/12/09 11:24 #

Jú Eyja, aftökur eru einmitt á listanum. Einnig ætlum við að berjast gegn trú- og tjáningarfrelsi ef eitthvað er að marka Gylfa og Ólaf!

Hvað er einlega hægt að segja?

Svo verða þeir hissa ef maður tekur svona ásökunum illa :-)

Matti - 09/12/09 11:27 #

Annars skil ég ekki viðbrögð Gylfa, samkvæmt honum er Vantrú lítið og máttlaust félag sem ekki nær til nokkurs manns. Hvað er hann þá að stressa sig á þessum bloggskrifum mínum?

Miðað við skoðanir Gylfa ætti þetta að vera úrvals auglýsing fyrir fyrirtæki hans ef eitthvað er.

Nema Gylfi taki ekki mark á orðum sínum. Ég útiloka það ekki.

Ásgeir - 09/12/09 12:50 #

Nú er ég alveg sammála Matta í þessu máli, en á hinn bóginn mætti Gylfi alveg átta sig á því að Vantrú er ekki að gera eitt né neitt. Matti talar ekki fyrir hönd Vantrúar á þessari vefsíðu né kemur þetta því félagi við á nokkurn hátt.

Svo er bloggfærsla ekki á neinn hátt sambærileg við galdrabrennur. Píslarvotturinn Gylfi mætti hugsa um það.

Ásgeir - 09/12/09 12:54 #

Og annað. Gylfi mætti líka reyna að skilja að þessi viðbrögð Matta eru ekki vegna þess að Gylfi er ósammála, heldur vegna síendurtekinna lyga og útúrsnúninga hans og óheiðarleika í umræðum. Það er langt í frá það sama.

Kristján Atli - 09/12/09 13:04 #

Ég verð að vera skrattinn í sauðaleggnum hérna aðeins. Hvað koma Símabær og/eða Vantrú málinu eitthvað við? Fyrir mér er lítill munur á því hvernig Matti reynir að heimfæra skoðanir Gylfa yfir á rekstur Símabæjar og því hvernig Gylfi reynir að láta eins og Vantrú sæki ódælt að sér af því að Matti dirfist að gagnrýna hann á sinni síðu.

Matti og Gylfi eru hér að deila. Ekki Vantrú og Símabær.

Að því sögðu, þá tek ég undir með Matta í einu og öllu. Fólk sem svarar ekki þegar það er beðið um rökstuðning heldur kastar í stað fram fleiri leirboltum er ekki viðræfuhæft. Svo einfalt er það nú bara. Á meðan Gylfi vill ekki rökstyðja mál sitt ætti ekki nokkur maður að taka mark á því sem hann segir.

Óli Gneisti - 09/12/09 13:19 #

Ég hunsa ótal fyrirtæki af því að mér líkar ekki við eigendurnar. Af hverju ætti ég að hugsa öðruvísi um Símabæ?

Óli Gneisti - 09/12/09 13:41 #

En ef við ætlum að fara aftur að heiðarleika Gylfa í viðskiptum þá skrifaði hann eftirfarandi í nýlegri færslu:

Þá eru álfarnir og huldufólkið eitthvað sem mig langar að selja í einhverju formi. Auðvitað eigum við að bjóða gönguferðir um helstu álfabyggðir landsins en þar vil ég vera með sölubása og selja túristunum sérstakar myndavélalinsur sem eru taldar auka líkur á að ná mynd af álfunum.

Hvað er þetta annað en viðskiptahugmynd sem snýst um að svindla á saklausu fólki?

Svanur Sigurbjörnsson - 09/12/09 13:51 #

Gylfi virðist ekki skilja muninn á því að gagnrýna trú (og trúfélög) og því að "traðka niður hugsjónir fólks" eins og hann orðaði það. Hann tekur sterkan áhuga vantrúarmanna á því að gagnrýna trú fyrir "yfirgangsöfga" af því að honum leiðist gagnrýni þeirra. Gylfi virðist halda að trúfrelsi eða frelsi yfir höfuð fríi fólk frá gagnrýni og að gagnrýni Vantrúar fær hann til að segja að "Persónulegt trúfrelsi er óþarfi í landi Vantrúar". Þetta er mikil viðkvæmni og er í ætt við þá skinhelgi sem sumir telja að fylgi persónulegum skoðunum eins og trú á æðri mátt. Gylfi kemur ekki með nein rök fyrir því hvar þessir "yfirgangsöfgar" eru í máli Vantrúarmanna.

Á hinn bóginn er ég ósammála Matta í því að blanda Símabæ inní þessa deilu. Þó að menn séu ósammála og telji jafnvel hvorn annan "óheiðarlegan" í málflutningi um tiltekin mál, má ekki láta deiluna ganga svo langt að hún taki yfir önnur svið og snerti lífsafkomu fólks. Þó að Gylfi rugli hér um málflutning Vantrúar og Matta, kemur það rekstri hans á Símabæ ekkert við og hvort að þar er rekin góð og gegn þjónusta eða ekki er metið út frá vettvangi viðskipta og neytendaverndar, en ekki bloggi um trúmál. Um "boycuts" almennt vil ég segja að þær eru oft hrikalega heimskulegar og beinast oftast að algerlega saklausum aðilum, t.d. að versla ekki danskar vörur vegna einhvers óábyrgs dana í stjórnmálum o.s.frv. Svona almenn boycut eru hefndaraðgerðir sem valda skaða og ýta undir stjórnlausa reiði.

Gylfi í Símabæ - 09/12/09 13:53 #

Hvernig væri að birta greinina hana í heild sinni og finna svona linsur handa mér svo ég geti selt þær

Óli, ertu illa innrættur eða bara heimskingi.

Arnar - 09/12/09 13:58 #

Hvernig stendur á því að í nánast hvert skipti sem einhver segir í einhverri bloggfærslu "ég kem aldrei aftur".. þá er viðkomandi mættur aftur eftir örskamma stund.

Matti - 09/12/09 14:05 #

Gylfi, ert þú illa innrættur eða bara heimskingi?

Svanur og Kristján Atli, vissulega getur það talist vafasamt að beina þessu að fyrirtæki Gylfa - en á móti kemur að ef Gylfi ætti sjoppu, veitingastað eða bar hefði ég nákvæmlega sömu skoðun og hefði komið henni á framfæri. Ég forðast að eiga viðskipti við suma aðila og ég tjái mig frekar hispurslaust á þessari síðu.

Vissulega má segja að ég sé að hefna mín með þessum hætti. Svo má spyrja hvað sé að því? Þegar einhver veður yfir mig má hann búast við því að ég svari fyrir mig með einhverjum hætti.

Ég svaraði Gylfa með þessum hætti.

Hann fékk ótal tækifæri til að taka orð sín til baka en í staðin bætti hann alltaf við og aldrei svaraði hann nokkru.

Það má líkja þessu dálítið við Fíladelfíu og hommana. Var ekki fjöldi fólks að hvetja Rúv til að sýna ekki tónleika Fíladelfíu vegna viðhorfs þeirra til samkynhneigðra? Ég versla ekki við Gylfa útaf viðhofi hans til mín og bendi öðrum á í hverju það felst.

Mér finnst engin ástæðu fyrir mig að taka þessu þegjandi.

Teitur Atlason - 09/12/09 14:16 #

Sammála Svani. Það er rugl að færa einhvert rifrildi á netinu yfir í kjötheima. Ég hef sjálfur fengið nasasjón af því frá einum siðlausum siðfræðing í Reykjavík.

Mér þykir þannig vera barnaskapur.

Og Matti. Þú ert að láta teyma þig á asnaeyrunum út í fúla fenið. Hvað með það að þessi Símabæjarmaður fari með staðreyndavillur trekk í trekk. Þú, af öllum mönnum munt ekki koma honum í skilning um það sama hvað þú reynir.

Matti - 09/12/09 14:24 #

Það er rugl að færa einhvert rifrildi á netinu yfir í kjötheima.

Því miður er það stundum það eina sem dugar.

Hvað með það að þessi Símabæjarmaður fari með staðreyndavillur trekk í trekk. Þú, af öllum mönnum munt ekki koma honum í skilning um það sama hvað þú reynir.

Það er akkúrat málið. Ég get ekki fengið hann til að skipta um skoðun en ég get sleppt því að eiga í viðskiptum við hann.

Mér finnst það eiginlega það minnsta sem ég get gert í stöðunni.

Bjarki - 09/12/09 14:29 #

Er ekki barnalegast að ímynda sér einhver skil á milli net- og kjötheima þar sem mismunandi hegðunarreglur eigi að gilda á hvorum vettvangi fyrir sig? Er ekki einmitt bara fínt að þetta fífl fái smá áminningu um að það geti bitnað á orðspori hans ef hann hegðar sér eins og hálfviti á netinu og að það sé slæmt fyir viðskiptin?

Óli Gneisti - 09/12/09 14:31 #

Svanur/Teitur: Af hverju ætti maður ekki að sniðganga fólki sem stundar svona rógburð?

Óli Gneisti - 09/12/09 14:37 #

Og Gylfi: Af hverju svarar þú ekki einni einustu spurningu sem er beint að þér? Er það ekki einfaldlega af því að þú veist að málflutningur þinn er óheiðarlegur og þú getur ekki staðið við hann?

Margret Ros - 09/12/09 14:41 #

Eg verd ad vera alveg sammala Bjarka her. Mer finnst faranlegt ad aetla ad skilja thetta ad, folk sem er fifl a netinu ma svo sannarlega buast vid thvi ad that se alitid fifl "i alvorunni".

Gylfi í Símabæ - 09/12/09 15:46 #

Óli. þú klipptir gríngrein í sundur til að nota samhengisllausa gegn mér og á svoleiðis guttar eiga litlar samræður skilið

Óli Gneisti - 09/12/09 15:51 #

Gylfi: Að sjálfsögðu fattar þú ekki að ég er að hæðast að þinni eigin aðferðafræði. Þú dylgjar og lýgur og rökstyður aldrei neitt. Bjálkinn og flísin sko.

Gylfi í Símabæ - 09/12/09 16:28 #

Þér er velkomið óli að taka þátt í umræðum í samhengi innan skamms á síðunni minni en ég hef skoðanir sem þið eruð ekki sammála. Og mér er eiginlega nákvæmlega sama því ég ber enga virðingu fyrir ykkur eins o 99,999999% landsmanna sem hafnar þessum örtrúarsöfnuði ykkar sem rökræðir ekkert heldur beitir þráhyggju eins og verstu sértrúarseggir.

Óli Gneisti - 09/12/09 16:36 #

Þetta er ekki spurning um að vera sammála eða ósammála. Við erum að biðja um rök og staðreyndir en slíkt er greinilega ekki í boði í Símabæ.

Þórður Ingvarsson - 09/12/09 17:12 #

Finnst dálítið skondið að Gylfi virðist ekki gera sér almennilega grein fyrir því að Matti er einn vinsælasti bloggarinn á landinu ef marka má BloggGáttina.

Bara svona, vildi koma þeirri staðreynd á framfæri. Veit ekkert hvort hann átti sig á því þó maður bendi á það.

Matti - 09/12/09 18:20 #

Ég er enn að furða mig á því að Gylfi sjá ekki nokkuð athugavert við skrif sínum um Vantrú en sé brjálaður útaf skrifum mínum um Símabæ.

Og mér er eiginlega nákvæmlega sama því ég ber enga virðingu fyrir ykkur eins o 99,999999% landsmanna sem hafnar þessum örtrúarsöfnuði ykkar

Gylfi er ekkert rosalega sterkur í stærðfræði :-) Þess má geta að um 0.04% þjóðarinnar eru meðlimir í Vantrú. Það er u.þ.b. 40 þúsund sinnum stærri hópur en Gylfi nefnir hér til sögunnar!

Svo er spurning hvað hann á við því stór hluti þjóðarinnar er sammála félaginu í ýmsum málum, t.d. gefur nýleg könnun til kynna að þrír af hverjum fjórum íslendingum séu sömu skoðunar og við varðandi aðskilnað ríkis og kirkju.

sem rökræðir ekkert heldur beitir þráhyggju eins og verstu sértrúarseggir.

Gylfi, það geta allir skoðað samræður okkar hér í færslunni og séð hvor rökræðir og hvor er með skæting.

Eftir stendur að Gylfi hefur ekkert málefnalegt fram að færa og þolir ekki að fá sömu meðferð og hann veitir öðrum.

Matti - 09/12/09 18:22 #

Ég breytti titli færslunnar og strikaði yfir hvatningu til annarra. Það er alveg nóg að fólk viti að ég mun aldrei skipta við þennan mann. Fyrirsögnin átti að vera grípandi og var skrifuð í takt við það sem Gylfi hefur skrifað um mig og Vantrú. Ég veit ekkert hvort Símabær er skítabúlla en ég veit að Gylfi er skíthæll.

Þess má geta að síðast þegar ég gáði var þessi færsla þriðja niðurstaða þegar leitað var að "Símabær" á google.

Gylfi í Símabæ - 09/12/09 19:18 #

Ég ætla að benda þér á það Matti að Símabær er 15 ára gamalt fyrirtæki með góðan feril og þú ert að vinna skipulega að eignatjóni hjá manni útí bæ sem er þér ósammála.

Það gæti farið tími í lögfræðipakkann í svona máli en á móti kemur að það er í fínu lagi að t.d. fjölmiðlar sjái aðferðirnar ykkar.

Ég man ekki eftir neinum öðrum trúbloggara sem beitir eignatjóni, og mér finnst þú sjúkari en flest trúfólk.

Matti - 09/12/09 19:21 #

Gylfi, þú ert sorglegur náungi. Sérðu virkilega ekkert athugavert við skrif þín um Vantrú? Ertu algjörlega ófær um að svara einni einustu spurningu eða fást við nokkra gagnrýni?

Ég er í fullum rétti til að ákveða að versla aldrei hjá þér og segja öðrum frá því. Hafðu endilega samband við lögfræðing. Ég mana þig til þess. Það ert þú sem skemmir orðspor Símabæjar með hegðun þinni á vefnum - ekki ég þegar ég frá hegðun þinni.

Óli, ég er eiginlega farin að sjá eftir því að hafa breytt þessu :-)

Óli Gneisti - 09/12/09 19:24 #

Gylfi: Þú lýgur og dylgjar um okkur og ert steinhissa að við viljum ekki versla við þig. Af hverju ætti fólk að vilja versla við lygara eins og þig?

Matti - 09/12/09 19:38 #

Gylfi er búinn að blogga. Það kemur eflaust engum á óvart, en hann fer með ósannindi þar og heldur því fram að Vantrú sé í herferð gegn honum.

Ég er ekki Vantrú. Ég er ég!

Í gvuðanna bænum ekki kommenta hjá honum, það hefur ekkert að segja.

Gylfi í Símabæ - 09/12/09 19:40 #

Ég er svo guðs lifandi feginn að vera laus við ykkur úr búðinni minni og gerið mér þann greiða að halda ykkur fjarri því ykkur yrði vísað til götunnar. Ekki dettur mér til hugar að selja ykkur eitt eða neitt, fariði bara í elko og takið alla ykkar hirð með ykkur, endilega.

og framhaldið er komið á síðuna mína og þaðan skal ég rökræða hvað sem er svo fremi að ég fái ekki frekari hótanir um eignatjón.

Já rétttrúnaðurinn breytir fólki.............

Matti - 09/12/09 19:42 #

Gylfi, finnst þér í lagi að þú dylgir um Vantrú og dreifir óhróðri um félagið?

Mér dettur ekki í hug að skrifa athugasemdir á síðu þína. Þú ert ómerkilegur náungi sem sést best á því að þú hefur ekki enn svarað einni einustu spurningu minni.

Þú óðst fram á völlinn með óhróður um Vantrú. Ég gekk ansi langt í að reyna að fá þig til að færa einhver rök fyrir máli þínu, eins og allir geta séð á samtali okkar í færslunni hér fyrir ofan, en það hafði ekkert að segja.

Óli Gneisti - 09/12/09 20:05 #

Umorðað

Gylfi: Hvar lýg ég? Óli: Þú lýgur í fyrirsögninni + rökstuðningur Gylfi: eitthvað kjaftæði og hunsar svarið og rökstuðninginn Óli: svarar kjaftæðinu. Gylfi: Og hvar lýg ég?

Matti - 09/12/09 20:11 #

Það er ekkert hægt að ræða við þennan mann. Nú segir hann t.d.

Gættu þessu samlíkingabulli. Ég á 17 ára gamalt vörumerki sem Vantrúarfélagar eruð að klastra með skít fyrir google að finna því þið funduð ekkert á mig nógu svæsið persónulega.

Í fyrsta lagi, þá er Vantrú tæplega sjö ára "vörumerki" ef út er farið. Ég klastraði engum skít fyrir google en það er staðreynd að það sem ég skrifa lendir ofarlega á þeirri leitarvél. Ég hef nákvæmlega engan áhuga á að finna eitthvað svæsið um Gylfa persónulega.

Hann drullaði yfir Vantrú. Hann á fyrirtæki. Ég kýs að versla ekki við það fyrirtæki eða nokkuð annað sem hann rekur.

En það er samt dálítið dásamlegt að sjá þennan tvískinnung, Gylfa finnst einfaldlega að hann megi drulla yfir Vantrú en finnst ótækt að ég tali um fyrirtæki hans með svipuðum hætti. Þetta er ekkert annað en hræsni.

Það eru bara vesælingar sem nota svona aðferðir, svo einfalt er það

Ég er samt ekki meiri vesalingur en svo að ég stend fyrir máli mínu og færi rök fyrir því sem ég segi - ólíkt Gylfa.

Það er einnig merkilegt að hann ljúgi því til að Vantrú sé í herferð gegn honum. Hið rétta er að það er ég sem hef skrifað gegn honum og það er ég sem ætla ekki að versla við Símabæ.

Óli Gneisti - 09/12/09 20:24 #

Talandi um dylgjur og lygar:

Spurning hvort Matti fari næst í að skemma bílinn minn eða sletta málningu yfir fyrirtækið fyrst eignatjón er leyfilegt til að verja trúna....

Matti - 09/12/09 20:24 #

Áfram heldur Gylfi.

Lögfræðingurinn minn mun lesa þetta yfir Sveinn, það er hans að meta það

Gerðu það Gylfi, kærðu mig fyrir atvinnuróg :-) Ég get þá dundað mér við að kæra þig fyrir róg á móti.

Spurning hvort Matti fari næst í að skemma bílinn minn eða sletta málningu yfir fyrirtækið fyrst eignatjón er leyfilegt til að verja trúna....

Ég get svo svarið það, Gylfi er séra Þórhallur Heimisson!

Ívar - 09/12/09 20:47 #

Það er svolítið magnað að Gylfi virðist líta á að Matti sé Vantrú. Það eru a.m.k. tveir vantrúarfélagar búnir að lýsa sig ósammála Matta hér á þessum spjallþræði. Það er því frekar skítt hjá Gylfa (í sinni nýjustu bloggfærslu) að segja að Vantrú standi á bakvið atvinnuróg. Gylfi virðist vera illa innrættur kjáni miðað við það sem ég hef lesið hér. Ég mun hér eftir sneiða hjá Símabæ.

Matti - 09/12/09 20:53 #

Mikið rétt, bæði Teitur og Svanur eru í Vantrú.

Nú skrifar Gylfi í athugasemd:

Farðu með þykjustuleikinn heim í sandkassann nafnlausi væni og leyfum málefninu að njóta sín sem er tilraun til eignatjóns vegna trúarskoðana minna sem Vantrú samþykkir ekki.

Ég vil koma því á framfæri að ég hef ekki hugmynd um trúarskoðanir Gylfa og hef satt að segja ekki nokkurn áhuga á að vita eitthvað um þær.

Matti - 09/12/09 20:54 #

Ólafur í Hvarfi kommentar:

en nú hefur frekjan, dónaskapurinn og yfirgangurinn í Matthíasi gengið lengra en Gylfi sættir sig við. Eignaspjöll og hótanir í málefnaumræðu er skýrt merki þess að eitthvað er mikið að.

  • Hvaða eignaspjöll?
  • Hvaða hótanir?

Ertu þessir menn sturlaðir?

G2 - 09/12/09 21:31 #

Gylfi gengur nú ekki á öllum stimplunum, blessaður. Svo sem títt er um trúfólk þá er hann lélegur í Íslensku - titillinn á árásargrein hans er: "Galdrabrenna Vantrúar á heiðnu fyrirtæki". Fyrir nú utan hvað það er hallærislegt að rita 'heiðnu' í staðinn fyrir 'heiðvirðu', sem ég er nokkuð viss um að á að standa þarna, þá geta fyrirtæki ekki verið heiðin eða trúuð.

Matti - 09/12/09 21:51 #

Nú skrifar Gylfi m.a.

Ég sagði bara mína skoðun á þessum vantrúarklúbb og þetta vesalings fólk verður að hafa kok til að taka því.

Svo ég túlki þetta fyrir ykkur. Gylfi má segja það sem hann vill um Vantrú, við verðum bara að taka því.

Ég má ekki hætta að versla í Símabæ (og segja frá því), hann ætlar að setja lögfræðing í málið.

Ég myndi hlæja ef þetta væri ekki svona sorglegt :-|

Gylfi í Símabæ - 09/12/09 21:59 #

Þetta tafs þitt er nú vel í anda heigulsins en hinir eru að spjalla á síðunni minni Matti litli.

Gylfi í Símabæ - 09/12/09 22:00 #

Og fyrst andlegur þroski ykkar er nú stopp við stafsetningu mína þá megið þið kenna skólakerfinu um þann galla. Það losaði sig við mig, en það getið þið ekki.

Þórður Ingvarsson - 09/12/09 22:02 #

:-|

Þetta er ein barnalegasta athugasemd sem ég hef lesið í "alvarlegri" umræðu.

"Það eru allir hjá mér, njanjanja, þú ert bara aumingji, ullll"

Matti - 09/12/09 22:06 #

Þetta tafs þitt er nú vel í anda heigulsins en hinir eru að spjalla á síðunni minni Matti litli.

"Matti litli" :-D Ertu fimm ára? Hvaða "hinir"? Ólafur í Hvarfi. Það er aldeilis hægt að ræða við þann mann.

Gylfi skrifar á sinni síðu:

Það má alveg andmæla mér en mér finnst að félag sem menn stofna til að hrauna yfir neytendaval náungans, sé óttalegt skítafélag.

Gylfi, þú hefur ranghugmyndir um Vantrú og heldur áfram að segja ósatt um félagið.

Þú mátt alveg halda áfram að kalla það skítafélag. Mér finnst magnað að þú sjáir ekki hræsnina.

Ásgeir - 09/12/09 22:12 #

Gylfi! Þú ert ótrúlegur! Lýgur um Vantrú og neitar þráfaldlega að svara spurningum Vantrúarmanna um dylgjur þínar. Svo þegar Matti segir frá því á heimasíðunni sinni að hann kæri sig ekki um að verzla við þig af ástæðum sem hann telur upp og allir geta séð og tekið eiginn afstöðu með, þá skrifar þú pistil þar sem þú kallar það „skemmdarverk á fasteign þinni“. Veiztu hvað, viðskiptavild er ekki fasteign þín, maður vinnur sér hana inn og þú ert ekki að standa þig vel í því hér.

Óli Gneisti - 09/12/09 23:00 #

Hvað með að hafa næsta Vantrúarhitting hjá Dóra?

Halli - 09/12/09 23:10 #

Gott að vita hvers konar maður stendur að baki Símabæ. Ég get ekki hugsað mér að eiga viðskipti við slíkan níðing og dóna (það væri í lagi ef hann væri einungis óviðræðuhæfur).

Matti - 09/12/09 23:38 #

Steingrímur Helgason kommentar hjá Gylfa:

Af örfáum tilraunum mínum við að reyna vitræna umræðu um sameiginleg trúarleg áhugamál okkar umræddz Mattíazar á nokkrum vefvettvöngum, þar á meðal hanz eigin, er ég löngu hættur reyna að hafa gaman af því.

Ég kannast bara ekkert við að hafa rætt við Steingrím um trúarleg áhugamál. Gæti hafa gerst á Facebook síðu Einars. Ekki nema Steingrímur hafi notað önnur nöfn. Ég er náttúrulega farinn að kalka.

Óli Gneisti - 10/12/09 00:15 #

Maður myndi muna eftir öllum þessum zetum.

Svanur Sigurbjörnsson - 10/12/09 00:21 #

Ég er sammála því að RÚV sýni ekki frá tónleikum trúarsafnaðar sem útilokar samkynhneigðan söngvara frá því að syngja með kórnum, nema að hann iðrist kynhneigðar sinnar. Fíladelfia getur iðkað slíkan mismunun á eigin kostnað, en ríkismiðill á ekki að nota fé skattgreiðenda í að sjónvarpa frá slíkum kór, sama hversu vel hann syngur. Slík sniðganga snýr þá aðeins að þessum kór (fyrir þessa birtingu) sem útilokar samkynhneigða, ekki söfnuðnum í heild og slíkt finnst mér eðlilegt andsvar. Þegar ég hugsa þetta nánar er þetta reyndar talsvert flókið mál. Til að gæta samræmis yrði RÚV að passa upp á ári margt í þessum dúr, eins og t.d. messur kaþólskra presta, en þeir leyfa ekki konum að verða prestar. Þannig mætti finna ýmsa siðferðisbresti hjá ýmsum samtökum sem er sýnt frá og eflaust ekki hægt að eltast við þá alla. Á þá að draga einhver mörk? Sum siðferðisbrot fái að líðast en önnur "verri" ekki? Ég hef ekki svarið eins og er.

Í tilviki þínu Matti, varstu (áður en þú strikaðir yfir setninguna) að hvetja fólk til að sniðganga verslun Gylfa (sem hefur nú í auknu mæli opinberað barnaskap sinn hér), vegna þess að hann lýgur uppá Vantrú, þig og trúlausa á Íslandi. Það mætti alveg eins hugsa sér annars konar "refsingar" vegna lyga hans og rangfærslna, t.d. að aðilar sem þú þekkir myndu ekki afgreiða Gylfa í þeirra eigin búð, t.d. neita honum klippingu, viðgerð á bíl o.s.frv. Ef þú ættir vini um allar trissur Mattti, yrði Gylfi hinn ósannsögli óvinsælt úrhrak sem fengi ekki inni víða, vegna þess að hann væri sniðgenginn í þjóðfélaginu af sjálfstæðum aðilum. Honum yxi mikið hár og hann yrði að sauma á sig föt sjálfur, ef að hann fengi þá afgreiðslu með efnið í þau. Gylfi fengi að kenna á því fyrir að logið uppá Vantrú. Hvert værum við þá komin með málfrelsið?
Auðvitað verður það næsta sjálfkrafa að þeir sem fylgjast með því sem Gylfi hefur látið út úr sér hér og víðar um Vantrú, fá hroll við tilhugsunina að hitta manninn í verslun og langar eflaust fæsta að versla við hann. Það er þó annar hlutur en að hvetja til þess almennt að sniðganga verslun hans. Það er heldur ekki gefið að Símabær sé "skítabúlla" þó að eigandinn hafi samræðuþroska á við sígeltandi kjölturakka. Verslunarstörf eru ekki sérlega flókin og e.t.v. getur hann gefið ágæt tæknileg ráð um símtæki, þó að nákvæmni hans um heimspekileg málefni sé á við barna á fyrra mótþróaskeiði. Það er því ekki rétta að refsa Gylfa með því að hvetja til almennrar sniðgöngu á því sem hann gerir e.t.v. best. En kannski er hann einnig óheiðarlegur í viðskiptum og þá er hægt að eiga við það í gegnum neytendasamtökin og verslun hans endist vart lengi fái hún slíkan orðstír.
Ég held að þetta sé nokkurn veginn það sem mér fannst að þessu, en mikið skil ég hvers vegna þú ljáðir máls á þessu Matti.

Arnold - 10/12/09 07:34 #

"Og fyrst andlegur þroski ykkar er nú stopp við stafsetningu mína þá megið þið kenna skólakerfinu um þann galla. Það losaði sig við mig, en það getið þið ekki."

Þetta er orðin umræða í anda krakka á fermingaraldri. Þegar umræðan er orðin þetta barnaleg að þá held ég að það sé kominn tími til að hætta henni. Hún á ekki eftir að skána úr þessu. Látið Gylfa pústa og hættið að hugsa um hann.

Matti - 10/12/09 08:44 #

Svanur, mér finnst þú fara ansi langt í þessari pælingu þinni. Vissulega felst í yfirstrikun minni ákveðin játning af minni hálfu að of langt hafi verið gengið að hvetja aðra til að versla ekki við Símabæ, það dugar að ég segi fólki að ég sé hættur.

En ég get ekki séð nokkra takmörkun á tjáningarfrelsi Gylfa þó ég tjái mig um tjáningu hans. Mér finnst það algjört grundvallaratriði að allir megi segja það sem þeir vilja, en aðrir mega einnig gagnrýna það.

Þannig get ég alveg sagt að ég geti ekki hugsað mér að kjósa tiltekinn stjórnmálaflokk vegna einhvers sem formaður hans hefur sagt - að sama skapi get ég ekki hugsað mér að versla við tiltekinn einstakling vegna þess sem hann hefur látið frá sér.

Nú er Ólafur Ragnarsson (Í Hvarfi) búinn að eyða færslunni sem þessi samskipti mín og Gylfa fóru fram í. Það er náttúrulega til afrit af þessu öllu en mér þykir leiðinlegt að færslan sé ekki aðgengileg á bloggsíðu hans. Sennilega hefur hann fattað að hann kom ákaflega illa út úr þessari umræðu allir.

Gylfi er ekki enn farinn að gera sér grein fyrir því.

Að gefnu tilefni vil ég líka taka fram að þessi færsla var ekki skrifuð í neinu stundarbrjálæði. Ég tók meðvitaða ákvörðun um að segja fólki frá því hvernig Gylfi Gylfason í Símabæ tjáir sig á vefnum.

Svanur Sigurbjörnsson - 10/12/09 09:45 #

Sæll Matti Líklega er þetta rétt athugað hjá þér með tjáningarfrelsið. Spurningin er þá frekar meira, hvað eru hæfandi viðbrögð við svona óhróðri. Vill maður láta nægja að andmæla á blogginu eða refsa viðkomandi á einhvern hátt? Á maður að kæra fyrir meiðyrði? Á maður að láta þessi orð dæma sig sjálf?
Kveðja Svanur

Matti - 10/12/09 10:05 #

Eins og þú veist læt ég andmæli yfirleitt alltaf duga. Stundum virkar það ekki vel eins og í þessu tilviki :-) Ég er ekkert voðalega hrifinn af því að kæra fólk og kippi mér yfirleitt ekkert upp við það þó menn drulli yfir mig.

GÖH - 10/12/09 10:30 #

Þessi maður sko! strax kominn í röklegt þrot en rembist og rembist áfram. Ég ætla ekkert að tíunda þá vitleysu sem hann hefur farið með í þessari umræðu en þó er eitt sem mér fannst gaman. Hann sagði:

"Ég er svo guðs lifandi feginn að vera laus við ykkur úr búðinni minni og gerið mér þann greiða að halda ykkur fjarri því ykkur yrði vísað til götunnar. Ekki dettur mér til hugar að selja ykkur eitt eða neitt, fariði bara í elko og takið alla ykkar hirð með ykkur, endilega."

Hann má neita að selja og vísa okkur til götunnar - og auglýsa það á opinberum vettvangi. Að sama skapi má einn einstakur neytandi ekki ákveða að versla ekki við hann og auglýsa það á netinu. Undarlegt...

p.s. svo má benda á að ég veit ekki hvað Símabær er og mun því ekki versla þar hvort sem að eigandinn banni mér það (sem meðlim í Vantrú) eða ekki.

Matti - 10/12/09 11:34 #

Áfram heldur Gylfi í athugasemdum:

Vantrú boðar lög sem eiga að gefa þeim heilagt veiðileyfi á atvinnuróg á öll fyrirtæki sem selja eitthvað sem þeir vilja ekki reyna að skilja. Þeirra lög virðast vera lögum manna æðri og ég ræði við þá rétt eins og ég ræði við sértrúarsöfnuði sem boða slíkt hið sama.

Allt sem maðurinn segir er ósatt.

ArnarG - 10/12/09 11:48 #

Gættu þessu samlíkingabulli. Ég á 17 ára gamalt vörumerki sem Vantrúarfélagar eruð að klastra með skít fyrir google að finna því þið funduð ekkert á mig nógu svæsið persónulega.

Það eru bara vesælingar sem nota svona aðferðir, svo einfalt er það

Gylfi Gylfason, 9.12.2009 kl. 20:05

Un hvað er hann að tala? Hvaða vörumerki um ræðir?

Spyr því ég kíki stundum hingað sem og á Vantrú þó ég sé ekki meðlimur er ég afar vantrúaður og þekki talsvert fleiri sem eru það þó ekki séu þeir skráðir í Vantrú. Því tel ég að margfalda megi töluna 120.

Matti - 10/12/09 13:34 #

Það bætist enn í sarpinn, Baldur Hermannsson skrifar athugasemd hjá Gylfa:

Það er ekki hægt annað en taka undir með pistlahöfundi. Félagið Vantrú gerir út á fjandskap, hatur og mannfyrirlitningu. Þetta er vondur félagsskapur vondra manna og ekki það sem Ísland þarfnast.

ArnarG - 10/12/09 13:37 #

Til að forðast misskilning þá geri ég mér grein fyrir að vörumerki er "Símabær". Það sem ég átti við er að hver eru rökin?

Óli Gneisti - 10/12/09 13:41 #

Ég held að þessi umræða öll sýni grunnmuninn á viðhorfum til þekkingar. Gylfi trúir því að Vantrú sé skelfilegt félag. Hann þarf enginn rök og ekki heldur þeir sem fylgja honum og koma sjálfir með álíka glórulausar yfirlýsingar. Við sem aðhyllumst gagnrýna hugsun biðjum um rökstuðning og að bent sé á staðreyndir til að styðja málflutninginn.

Ég held að þetta sé gott dæmi um skaðsemi trúar. Fólk aðhyllist stefnu sem gerir ráð fyrir að það þurfi ekki að rökstyðja neitt að viti, þurfi engar staðreyndir eða neitt annað. Bara trú. Þetta smitast yfir á önnur svið. Væntanlega hefur einhver sagt þeim að Vantrú sé ömurlegt félag og það er nóg. Eða þá að þeir gera ráð fyrir að allir sem gagnrýna trú þeirra sé vondir og það sé allt í lagi að ýkja það.

Einn stóri vandinn við trú er að þetta getur smitað frá sér inn á önnur svið, hún kemur ekki bara í veg fyrir gagnrýna hugsun á varðandi trúarspurningarnar heldur aðrar líka.

Matti - 10/12/09 13:44 #

Ég vil hvetja Gylfa og fylgismenn hans til að lesa færsluna hér aftur. Texti minn er ansi stuttur, megnið af þessu er tilvitnun í samtal mitt við Gylfa á bloggsíðu Ólafs Ragnarssonar.

Hvað er athugavert við bloggfærsluna?

Kristján Atli - 10/12/09 14:54 #

Þetta er stórfurðuleg umræða. Gylfi hefur engan áhuga á að veita þau svör sem hann er inntur eftir heldur bætir bara ofan á órökstuddar fullyrðingar sínar gagnvart Vantrú. Þegar ég las upphaflegu fullyrðingar hans á bloggsíðu Ólafs Ragnarssonar langaði mig til að taka saman spurningarnar sem hann hefur ekki svarað og fullyrðingarnar sem hann hefur ekki rökstutt, en svo hefur bæst svo mikið í síðarnefnda hópinn að ég þyrfti að taka mér frí frá vinnu í eins og einn dag til að geta komið mér upp fullnægjandi lista.

Matti, ég held það væri kannski ráð að þú skrifaðir aðra færslu með þessum listum. Í fyrra lagi, listi yfir spurningar sem þú og fleiri hafið spurt Gylfa en hann hefur ekki enn svarað, og í öðru lagi, fullyrðingar Gylfa í þessari umræðu allri sem hann á eftir að rökstyðja.

Ég væri mikið til í að sjá hann reyna að snúa út úr slíkri færslu. Engar árásir, engar dylgjur, bara tveir listar, lagðir fram án fordóma. Eins og ég kom inná í annarri færslu hjá þér þrífst nefnilega fólk eins og Gylfi á því að geta haldið áfram að snúa út úr til að þurfa ekki að svara fyrir sig með rökum.

Hvað Símabæ varðar hef ég verslað þar tvisvar og komið þar inn í tvö önnur skipti. Það var þegar búðin var í Lágmúlanum að mig minnir, áður en þeir fluttu í Grafarvoginn og svo Mjóddina. Í bæði skiptin sem ég verslaði þar hugsaði ég það sama: fín búð en maðurinn á bak við borðið er meira en lítið uppáþrengjandi. Aðeins of mikið að reyna að selja vöruna fyrir minn smekk.

Get því varla sagt að offorsið í málflutningi téðs sölumanns hér hafi komið mér á óvart.

Erla - 10/12/09 14:58 #

Er nokkuð sjóuð í netrifrildum en Gylfi þessi grefur sig lengra og lengra ofaní sandkassann. Það sem Gylfi fattar ekki er að lygar og óhróðurinn sem hann hefur sett á internetið eru að elta hann inní raunheima. Mun aldrei versla við Símabæ aftur ! Só sú mí!

Matti - 10/12/09 15:35 #

Áfram heldur Gylfi. Nú gerir hann þó a.m.k. tilraun til að svara einni spurning, þ.e.a.s. þessari:

80% þjóðar okkar trúir á dulræn öfl

Hvaðan hefur þú þessa tölu?

Reyndar fjallar könnunin (pdf skjal) sem hann vísar á ekki um trú fólks á dulræn öfl heldur hvort fólk telji sig hafa upplifað ákveðna atburði sem flokka megi sem dulræna reynslu. Þar á meðal er t.d. berdreymni eða hugboð um atburð. Ég hef upplifað hvoru tveggja en trúi ekki á dulræn öfl, tel eðlilegar skýringar á slíkum upplifunum og öðrum sem taldar eru upp í könnuninni.

Nú er a.m.k. ljóst að Gylfi Gylfason er á fullu í nýaldarspekinni. Þá er loks komin skýring á andúð hans á félaginu Vantrú.

Kristján Atli, ég dunda mér kannski við að taka þetta saman.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 10/12/09 15:46 #

Mér finnst merkilegt að hann flokkar einfalda beiðni um heimild ("Hvaðan hefur þú þessa tölu?") sem "skammir".

Ég myndi segja að svona viðbrögð bendi til þess að maður höndli varla rökræður.

Matti - 10/12/09 15:57 #

Það væri líka áhugavert að heyra hvernig Vantrúar-menn líta á fólk sem er bæði blint og heyrnarlaust og skynjar því ekki hinn sýnilega heim líkt og þeir gera. Heimur út frá þeim sem eru blindir og heyrnarlausir lítur allt öðruvísi út en hjá þeim sem hafa fulla sýn og heyrn.

Magnús V. Skúlason, 10.12.2009 kl. 15:36 #

Váááá!

Lalli - 10/12/09 17:24 #

Leiðinlegt að ég bý ekki á Íslandi lengur, annars gæti ég lýst því yfir að ég versla aldrei við þennan Símabæ og hvet aðra til að sniðganga hann.

Egill - 11/12/09 00:17 #

word of mouth

mín orð, minn munnur, og sum fyrirtæki munu verða á dagskránni þegar ég tala við fólk næstu vikurnar, í það minnsta.

ef einhver myndi taka sig til og afsaka vitleysugang hjá sjálfum sér, koma með þau rök sem standa undir áður gefnum yfirlýsingum, nú eða einfaldlega ekki gera veður út af einhverju sem hefði horfið af borðinu á engum tíma.

ef það, þá hefðu fáir ef nokkrir tekið eftir því að þeim væri borgið að versla ekki við símabæ.

sumir grafa holu fyrir sjálfa sig, þegar einhver bendir þeim á það og segir að þeir eigi skilið að standa í holunni, þá dýpka þeir holuna, bíða eftir rigningu, hringja svo í fjölmiðla og halda fund um málið þar sem þeir væla um hvað fólk er vont við sig.

Matti - 11/12/09 00:41 #

Gylfi trúir því sjálfur að a) hann hafi ekkert sagt gagnrýnivert um Vantrú, b) að ég hafi ráðist á hann og c) að hann geti gefið okkur ráð sem sérfræðingur í sölumennsku.

Ég var að láta þig hafa mjög góð ráð Kristinn, og ég held að þú sért mér sammála að einhverju leiti. Þessvegna vil ég setja amk. 4 klst. í sérfræðiaðstoð á reikning ef Vantrú nýtir sér boðskap minn. Fimmtíu þús. er ekkert þegar árangur liggur undir og þið hafið nákvæmlega engu að tapa.

Hvað er eiginlega hægt að segja við þessu? :-)

Matti - 11/12/09 00:52 #

Áfram heldur hann. Ég þarf að halda þessu til haga, þetta er magnað efni.

Það má vel vera að ég hafi hent einu og einu fúleggi í umræðunni en einhversstaðar verða mörk netheima og kjötheima að liggja. Árás á reksturinn minn er árás á barnið mitt sem ég hef alið af kostgæfni og gerir nú fína hluti fyrir neytendur þrátt fyrir erfið skilyrði. Árásirnar voru ómaklegar og ósanngjarnar og ég hvet Vantrúarmenn til láta níðstöngina hverfa af vef sínum. Níðstöngin endurpeglar fyrir mér aðeins innri vandamál Vantrúar og er þeim til ósóma.

Hvaða níðstöng?

Þórður Ingvarsson - 11/12/09 00:52 #

Bíddu... ööh... var allt hans fjas um hvað Vantrú er ömurlegt, bara eitt, samhengislaust, vafasamt og siðlaust sölutrikk?

Sjitt, hvað þessi gaur er ka-likkaður í einhverjum sjálfsbirgingslegum draumaheimi (fimmtu víddarinnar?).

Lalli - 11/12/09 04:42 #

Níðstöng á vef Vantrúar? Gerir maðurinn engan greinarmun á þessum vef og Vantrú.is?

Þess fyrir utan þá er enga níðstöng hér að finna.

Kalli - 11/12/09 09:07 #

Síðasta innleggið hljómar eins og hann sé á einhvern furðulegan hátt að segja „ókei, kannski gekk ég aðeins of langt en þið eruð að ráðast á barnið mitt svo fyrst ég er búinn að „afsaka“ mig núna eruði ekki til í að láta þetta bara hverfa svo barnið verði ekki fyrir skaða?“

Twisted.

Matti - 16/08/10 15:57 #

Nýjasta innlegg Gylfa í umræðuna.

Ég er á þeirri skoðun að Kristinn Th sé eina vismunaveran innan Vantrúar. Hann er reyndar alltof góð sál til að láta gabba sig í félagsskap fordómaseggja og heimskingja.

Kristinn er að líttilækka eigin gáfnafar með því að hangsa í þessum klúbb sem státar af 17 nýjum sálum að meðaltali á ári sem afrakstur alls þess kjaftæðis sem frá honum hefur komið.

Gunnar í Krossinum veiddi miklu betur og það áður en Jónína frelsaði hann frá sjálfum sér....

Vantrúarpakkið réðist á fyrirtækið mitt með skít og skömmum þegar ég notaði þeirra eigin hæðnisbrellur á Matta aðalbjána. Sýnir bara hvað þetta geta orðið röklausir ræflar eftir allt og lagst lágt í sínar lægstu hvatir þegar heimskan verður þeim fjötur um fót í rökræðum.

Ég skora á Kristinn að stofna sitt eigið Vantrúarfélag og stunda þaðan málaefnalega umræðu sem kaupir málstaðnum kannski einhverja virðingu.

Fékagar hans vita nefnilega ekki hvað það er og skortir hugsanlega greind til að skilja hugtakið.

Kristinn - 16/08/10 17:39 #

Án þess að ég sé að láta það stíga mér til höfuðs hvað hann talar vel um mig, hann Gylfi, þá þykir mér ljóst að Matti fór of geyst af stað og að Gylfi hafi alls ekki verið farinn að verðskulda þessi læti þegar þau hófust.

Í framhaldinu gerðist Gylfi hinsvegar oft ómálefnalegur og einhverjum þykir hann kannski hafa fyrirgert kvörtunarréttinum, en eins og sést hér efst var Gylfi bara með hálfan huga vð þetta fjas þegar Matti dembir á hann óheiðarleikastimplinum og dregur fyrirtæki Gylfa inn í málið.

Persónulega vil ég ekki að menn dragi fyrirtæki og vinnustaði inn í svona erjur og mér þykir þetta hafa farið í rangan farveg.

Með fullri virðingu.

Matti - 16/08/10 19:26 #

Eins og ég sagði í þessari athugasemd þá var þetta ekki stutt rimma heldur hluti af afskaplega löngum umræðum. Ég varð því ekki snöggreiður eins og halda mætti ef einungis þessar athugasemdir eru lesnar. Nú sýnist mér afritið af þeirri umræðu reyndar horfið.

Matti - 16/08/10 20:12 #

Gylfi heldur áfram í athugasemdum hjá Baldri.

Það er fáránlegt af Vantrú að ætla nú að reyna að sverja af sér skítapennana sem réðust á reksturinn minn. Ég skrifaði grein um Vantrú og hæddist að Matta sem varð brjálaður að venju því hann höndlar ekki eigin hæðnismeðul.

Matti og aðrir veltu á milli sín hvað Google væri fljótur að finna skít um fyrirtækið mitt ef þeir settu það á vefinn og í þessum skítaslag voru einvörðungu Vantrúarfélagar að verja klúbbinn sinn gegn hæðni sem ég setti viljandi fram. Hæðni til að sýna hvað þið væruð miklir bjánar þegar ég beitti sömu meðulum og þið.

Reyndu það ekki aftur Reynir að sverja þessa menn frá Vantrú. Láttu félagið þitt biðja mig afsökunar formlega með skriflegum hætti því þótt árásin hafi ekki verið samþykkt á félagsfudni ykkar þá kom hún alfarið frá ykkar mönnum vegna Vantrúarmálefna. Ég samþykki ekki að stjórnlaus skrif verði látin niður falla því klúbburinn viðurkennir ekki bjánana sem stóðu að árásinni.

Ef það gerist ekki fyrir hádegi á morgun þá fer fyrsta greinin af mörgum um félagsskap þinn í loftið og trúðu mér, ég ætla að lýsa ykkur eins og þið eruð eða samsafn mannleysingja sem gerið út á að skíta niður val einstaklingsins á lífsstefnu. Ég ætla að gera það sama við ykkur og þið gerið við trúfólk

Þið stundið eitthvað ömurlegasta athæfi sem ég til þekki eða að ráðast á fólk eða presta sem voga sér að deila lífsskoðunum sínum. Þið dæmið fólk sem bjána í allar áttir og hefjið ykkur yfir náungann með sama hætti og sértrúarfólk hið versta.

Þið munið sjá eftir því ef þið biðjð mig ekki afsökunar, takið niður umrædd skrif af ykkar svæði eins og ég gerði á mínu og farið að loka túlanum á þessum bjánum sem deila fávisku sínu og mannhatri um allar jarðir undir Vantrúarnafninu með beinum eða óbeinum hætti.

Ég kem ekki í vinnuna aftur fyrr en seint í kvöld og mun ekki svara fyrr en þá ef þörf krefur.. Fyrirgefðu troðninginn á svæðinu þínu Baldur.

Gylfi Gylfason, 16.8.2010 kl. 18:40

Ég vona að hann hafi vit á því að láta ekki verða af hótun sinni. Það eru engar líkur á að hann komi vel út úr því.

Matti - 16/08/10 20:19 #

Svo er um að gera að rifja upp þessa athugasemd:

Ég er svo guðs lifandi feginn að vera laus við ykkur úr búðinni minni og gerið mér þann greiða að halda ykkur fjarri því ykkur yrði vísað til götunnar. Ekki dettur mér til hugar að selja ykkur eitt eða neitt, fariði bara í elko og takið alla ykkar hirð með ykkur, endilega.

Matti - 19/08/10 08:43 #

Í ljósi lítt dulinna hótana Guðbergs Ísleifssonar breytti ég fyrirsögn og inngangi færslunnar.

Matti - 19/10/10 16:25 #

Að gefnu tilefni vil ég leggja áherslu á eitt atriði þó það eigi að sjálfsögðu að vera afar augljóst. Í raun er kjánalegt að minnast á það.

Samtalið sem ég birti hér í færslunni á sér að sjálfsögðu stað áður en þessi færsla er birt. Að stærstum hluta nokkru áður.

Þannig að þó ég minnist á það í sjöttu athugasemd (minni þriðju) að ég ætli mér ekki að eiga viðskipti við þennan mann sem ekki getur sýnt heiðarleika í samskiptum, þá set ég það í samhengi í næstu athugasemd minni og impra á því í þarnæstu athugasemd.

Ég var ekki búinn að ákveða að birta bloggfærslu þegar þarna var komið við sögu.

Hvað gerir Gylfi í millitíðinni? Heldur áfram að drulla yfir mig. Heldur áfram að svara engu, heldur áfram að gera lítið úr mér, heldur áfram að segja ósatt.

Þetta voru gríðarlega langar umræður með fjölmörgum öðrum innleggjum, mörgum í takt við innlegg Gylfa.

Ég birti þessa færslu hér eftir allt þetta. Ekki áður, ekki í miðjum samræðum, heldur að lokum.