Örvitinn

Söluráðgjöf

Þeir sem vinna við að selja fólki eitthvað ættu að temja sér að drulla ekki yfir fólk á opinberum vettvangi. Þeir gætu nefnilega lent í því að gera viðskiptavini sína fúla. Fúlir viðskiptavinir segja iðulega frá og því versnar orðspor sölumanna. Þannig getur fólk hafa gert sér ferð til að versla við þá einn dag, jafnvel þó verðið hafi ekki verið miklu betra, heldur vildi fólk bara versla við sjálfstæðan aðila. Eftir að sjálfstæði aðilinn hefur drullað yfir þetta fólk er ansi líklegt að það geti ekki hugsað sér að versla við hann aftur.

Þessi söluráðgjöf var ókeypis.

dylgjublogg
Athugasemdir

Einar K. - 09/12/09 12:53 #

Hann er kynlegur kvistur þessi náungi sem um er rætt. Dylgjar og slær fram rakalausu bulli, hvað eftir annað. Honum er eðlilega svarað fullum hálsi á endanum eftir að lóst er að hann tekur engum sönsum. Verður sár í kjölfarið og þykist vera eitthvað fórnarlamb.

Ég verð að segja það eftir að hafa lesið umræðuna að ég hef ekki mikinn áhuga á að versla við þessa búð. Því skyldi maður treysta svona manni til heiðarlegra viðskiptahátta?

Matti - 09/12/09 18:30 #

Það er þessi hræsni sem mér finnst merkilegust. Að fólk eins og sá sem hér er dylgjað um geti ekki séð að það er að fá sömu meðferð og það sjálft hefur gefið öðrum.

Nei, það hrekkur í kút og skælir.

Þá segja sumir eflaust að það sama eigi við um mig. Munurinn er sá að ég reyni að fá fólk til að rökstyðja fullyrðingar sínar en það gerist bara ekki - enda um dylgjur að ræða.

Ég hef ekkert skrifað um þennan kaupmann sem ég get ekki staðið við - enda skrif mín byggð á tilvitnunum í hann.

Kristján Atli - 10/12/09 09:14 #

Það er hægt að líkja þessu við knattspyrnumanninn sem fleygir sér í jörðina og fiskar vítaspyrnu. Vissulega var ekki um snertingu að ræða en varnarmaðurinn gerði þau mistök að teygja sig í boltann. Það var nægilegt tækifæri fyrir leikarann til að láta sig falla. Varnarmaðurinn er því ekki brotlegur, en hann getur sjálfum sér um kennt.

Ímyndaðu þér að dylgjarinn sé sóknarmaður. Hann sakar aðra um hluti án þess að rökstyðja þá og ætlar sér aldrei að þurfa að rökstyðja. Hann vill geta látið líta út eins og hinn ásakaði sé virkilega jafn slæmur og honum finnst sjálfum, en vill helst ekki þurfa að útskýra hvers vegna svo sé.

Þá stígur þú fram og teygir þig í boltann, þ.e. ert sniðugur og lætur hann kenna á eigin meðali. Hann sér hér sóknarfærið, fleygir sér í gólfið stórslasaður og dómarinn fellur fyrir því. Nú ert þú orðinn dóni sem ræðst að honum með óhróðri og enginn er lengur að ræða hvers vegna þú "veittist að honum" í upphafi, og því síður hvort hann hafi nokkuð rökstutt sínar ásakanir. Hann segir bara: "ég sagði að Matti væri asni og sjáið svo hvað hann hegðar sér asnalega."

Klassískt bragð. Virkar vel fyrir fólk sem vill ekki eiga umræður byggðar á rökum. Hef séð marga presta nota þetta, þetta svínvirkar.

Matti - 10/12/09 09:17 #

Afskaplega góð samlíking. Lífið er fótbolti ;-)

Svavar Kjarrval - 10/12/09 11:15 #

Það virðist vera ríkjandi að trúað fólk komi með yrðingar sem eiga að styðja mál þeirra en síðan þegar álíka yrðingar eru settar tilbaka er þeim hafnað blindandi.

Dæmi um þetta er veðmál Pascals og ef því er kastað tilbaka.