Örvitinn

Ég er bara ég

Að gefnu tilefni vil ég taka fram að ég er bara ég. Hér blogga ég en ekki hópur fólks. Það sem ég skrifa hér eru skoðanir mínar, ekki annarra.

ég

Ég veit að þetta vefst fyrir sumum þó þetta sé ekkert sérlega flókið.

Ýmislegt
Athugasemdir

Matti - 10/12/09 08:40 #

Youtube vísunin virkar ekki :-(

Helgi Briem - 10/12/09 09:33 #

Þú platar okkur ekki. Við vitum að bak við sakleysislegt drengjaandlitið er falið eðlumenni sem hyggur á heimsyfirráð.

Davíð - 10/12/09 10:26 #

Úff, ekki er það glæsilegt.....

Matti - 10/12/09 10:28 #

Hvað er ekki glæsilegt?

Rebekka - 10/12/09 10:31 #

Behold! The face of EBIL! Þú sem vinnur þegar hart að því að knésetja kirkjuna og öll fallegu trúarbrögðin, með fláræði og vélarbrögðum, lætur þér ekki einungis það lynda, heldur hefurðu nú einnig ráðist á blásaklaus íslensk fyrirtæki sem eiga sér einskis ills von...

Nei spaug. Þetta er bara fín mynd af þér :D. Sjálf skil ég ekki hvers vegna fólk má úthúða félagi sem þú ert hluti af, en þú mátt ekki svara í sömu mynt. Kannski finnst þeim sem þín orð eru áhrifaríkari en þeirra?