Örvitinn

Nýöldin

Ég sé ekki betur, eftir margra ára þras mitt í netheimum, en að svokallaðir nýaldarsinnar séu margir miklu reiðari út í okkur í Vantrú en aðrir trúmenn.

Ég hef ekki nokkrar rannsóknir á bak við mig, en mér þykir merkilegt að frá nýaldarfólkinu koma oft miklu harðari ásakanir um fordóma og fávísi, þröngsýni og leiðindi. Oft byrjar þetta fólk á því að taka fram að það "er ekki trúað en..." og svo er drullað yfir Vantrú eða einstaklinga sem félaginu tengjast vegna þess að við höfum ekki skilning á kínverskri orkuspeki, heilun eða miðilsgáfu. Enginn nefnir hlandspekinga til sögunnar, þeir eru ekki í tísku.

Ekki veit ég hvað veldur, ef þessi hugmynd mín er rétt.

Hugsanlega grunar þetta fólk undir niðri að hugmyndir þeirra séu út í hött, en hefur fjárfest svo mikið andlega í hugmyndum að auðveldara er að ráðast á andmælendur.

Svo getur verið að við séum leiðinlegri við nýaldarsinna því við gerum oft grín að hugmyndum þeirra, hugmyndir þeirra eru nefnilega oft afskaplega spaugilegar.

Kannski er skýringin sú að meintir trúmenn trúa fæstir nokkru lengur. Fólk er fyrst og fremst menningarkristið og trúir á hið góða í manninum, þetta eru húmanistar. Hver gerir það ekki. Ekki misskilja mig, margir trúmennirnir eru líka reiðir en margir geta rætt við okkur.

Ég hélt bara að nýaldarsinnar ættu að vera svo líbó, kammó og rómó :-)

efahyggja
Athugasemdir

Halldór E - 10/12/09 18:45 #

Ég er ekki nýaldarsinni, og reiðist stundum yfir óþolandi fullyrðingum þínum um að trúmenn séu ekki alvöru trúaðir. Það er hins vegar fremur gagnslaust að öskra á þig og kalla þig ónefnum í tilraun minni til að sanna að ég trúi víst.

Matti - 10/12/09 19:05 #

Ég er ekki nýaldarsinni, og reiðist stundum yfir óþolandi fullyrðingum þínum um að trúmenn séu ekki alvöru trúaðir.

Nú verð ég að játa að ég kannast ekki við að hafa fullyrt að engir trúmenn séu í alvöru trúmenn eða að þú sért ekki trúaður Halldór.

Aftur á móti finnst mér allt í lagi að segja að sá stóri hópur sem ekki trúir á meyfæðinguna, upprisuna, kraftaverkin eða persónulegan gvuð sem svarar bænum - en segist samt kristinn vegna þess að fólkið trúir á hið góða í manninum - sé einfaldlega ekki trúað.

Kristín í París - 10/12/09 20:09 #

Ég finn stundum fyrir löngun til að ræða suma hluti, en ég hef ekki alveg tíma/nennu í það. Ekki alltaf alveg sammála öllu. Hins vegar játa ég að mín fyrsta hugmynd um Vantrú var að þið væruð snarruglaðir öfgasinnar. En ákvað samt að fylgjast með ykkur því ég er alfarið meðmælt aðskilnaði ríkis og kirkju og svei mér þá, þið hafið margt til ykkar máls. Það sem Halldór E er að pirrast yfir (býst ég við) er setningin: "Kannski er skýringin sú að meintir trúmenn trúa fæstir nokkru lengur." Getur verið frekar stuðandi, þó það sé "kannski" í henni. Ég er einmitt svona húmanisti, trúi einhverju, ekki bara á hið góða í manninum, líka á að ég geti átt einhvers konar "samræður" við afl sem hjálpar mér. Ég gæti ekki hugsað mér að stofnanavæða þessa trú mína, þetta er eitthvað sem ég á innan í sjálfri mér og ég fer jafnvarlega með og bara kynlíf eða önnur einkamál. Ég er örugglega svona líbó kammó rómó og gæti rætt þetta betur, en gef mér bara ekki tíma í það. Og ég myndi ekki gefa mínum versta óvini stuttermabolinn sem Kalli vísar á. Haldið áfram að vekja góða og þarfa umræðu, ég blanda mér kannski einhvern tímann betur í hana, kannski ekki. Sjáum til...

Haukur - 10/12/09 20:24 #

Varðandi þetta um að fá fólk til að trúa því sem maður segir um eigin trúarskoðanir fannst mér Deacon Duncon skrifa skemmtilega nýlega. Leitið að ''I do have a bit more sympathy''...

Halldór E. - 10/12/09 20:51 #

Það er einmitt setningin sem Kristín bendir á sem ég er gagnrýnin á. Hún er að mínu viti ekki mikið betri en fullyrðingar mínar (hér áður fyrr) um að í raun séu trúleysingjar trúaðir.

Mér sýnist þú Matti, gera þau mistök að ganga út frá orthodox skilningi á kristni, sem mælikvarða á það hvort fólk sé trúað.

Ég er ekkert reiður yfir þessu lengur :-)

Matti - 10/12/09 20:55 #

Ég sagði ekki bara "kannski" heldur líka "fæstir". Hefði mátt segja "fáir" eða "ekki margir". Værirðu þá sáttur?

Mér sýnist þú Matti, gera þau mistök að ganga út frá orthodox skilningi á kristni, sem mælikvarða á það hvort fólk sé trúað.

Tja, ég geng út frá þeim skilning að langsótt sé að segja að fólk sem trúir á hið góða í manninum sé trúað.

Svo hef ég (eða Vantrú) aldrei verið að skrifa um fólk sem trúir á "eitthvað æðra afl".

Haukur - 10/12/09 21:02 #

Það er nú ekki bókstaflega alveg satt en fer kannski langleiðina.

Matti - 10/12/09 21:08 #

Æi kommon, lestu það sem þú vísaðir á.

Það sem ég á við er að við höfum ekkert verið að gagnrýna fólk sem trúir á eitthvað "æðra afl" eða "hið góða í manninum" og svo framvegis.

Þegar fólk heldur að þetta "æðra afl" styðji það í Survivor eða haldi með því í íþróttakeppni eða hlusti á bænir þess fellur það að sjálfsögðu undir eitthvað af því sem við höfum skrifað.

Þú ert að verða smásmugulegri en ég og þá er nú nokkuð sagt :-)

Haukur - 10/12/09 21:50 #

Hey, ég hef að minnsta kosti ekki tekið þátt í lengsta og leiðinlegasta kommentaþræði í Íslandssögunni :)

Birgir Baldursson - 11/12/09 00:08 #

Ég er ekki nýaldarsinni, og reiðist stundum yfir óþolandi fullyrðingum þínum um að trúmenn séu ekki alvöru trúaðir. Það er hins vegar fremur gagnslaust að öskra á þig og kalla þig ónefnum í tilraun minni til að sanna að ég trúi víst.

Ég er hvorki nýaldarsinni né guðstrúarmaður, en finnst óþolandi þessar stöðugu fullyrðingar um að ég sé ekki í alvöru trúlaus, eða að trúleysi sé trú. En það er ósköp gagnslaust að öskra á þig, Halldór E, og kalla ónefnum, þar sem þú ert ekki einn af þeim sem heldur þessari firru fram.

Matti - 11/12/09 00:45 #

Svo það sé alveg á hreinu, þá hef ég aldrei efast um að Halldór sé trúaður. Hann hefur einfaldlega alltaf talað hreint út um trú sína. Það sama er t.d. ekki hægt að segja um ýmsa presta ríkiskirkjunnar. Það er fátt sem bendir til þess sumir þeirra trúi á nokkuð af því sem ég hefði talið grundvallarkenningar kristindóms.

Vissulega hefði ég frekar átt að segja "ekki mjög margir" í stað "fæstir" en mér finnst samt undarlegt að Halldór taki þetta til sín.

Ef þið dundið ykkur svo við að skoða vantrúargreinarnar sem Haukur vísaði á sjáið þið að þær styðja mál mitt. Í engri þeirra er verið að gagnrýna trú fólks á "einhvern æðri mátt".

Halldór E. - 11/12/09 03:59 #

Þessi færsla þín rifjaði upp fyrir mér gamlar umræður, þar sem mig minnti að þú hefðir haldið fram að ég væri ekki raunverulega trúaður.

Ég hins vegar gaf mér tíma til að finna umræðuna sem (er ekki þess verð að vísa í hér), og sá að mig hafði misminnt. Upphlaup mitt var því tilefnislaust.

Matti - 11/12/09 08:08 #

Veistu hvað, ég hef lent í þessu áður ;-)

Helgi Briem - 11/12/09 10:58 #

Guð er alltaf að minnka. Einu sinni var hann með puttana í öllu, orsakandi þrumur, fæðandi rottuunga, búandi til regnboga og ég veit ekki hvað. Gengdarlaus vinna að vera guð "back in the day".

Núna fær hann í mesta lagi að skipuleggja nokkra eðlisfræðilega fasta og ýta á On-takkann. Og svo tjillar hann bara.

Guð biblíunnar er vinnusamur skratti, sípotandi í gjörðir afkvæmanna, en þjóðkirkjuprestar trúa flestir í mesta lagi á takkaguðinn.

Ef það.

Gunnhildur - 11/12/09 14:13 #

Ég er ekki nýaldarsinni en þetta er rosalega flottur bolur.

Nonni - 11/12/09 17:40 #

Ég skil nýaldarsinna rosalega vel. Það er fullt af rannsóknum sem virðast vera vísindalegar sem styðja það sem þetta fólk trúir á.

Svo er alveg gífurlega auðvelt að finna vefsíður um 'samsæri lyfjafyrirtækja' o.s.frv.

Svo kemur Vantrú og segir að þetta séu illa unnar rannsóknir og að peer review í 'Holistic chrystal medicine' telji ekki.

Vantrú er klárlega partur af samsærinu, nema hugsanlega að meðlimir þess séu svona rosalega þröngsýnir. Vantrú er augljóslega í hinu liðinu.

Það er miklu auðveldara fyrir nýaldarsinna að vera pirraður út í part af batteríinu sem reynir að troða eitruðum bólusetningum í fólk, heldur en það er fyrir kristinn mann að vera pirraður út "örtrúarsöfnuð sem trúir á að trúa ekki á neitt"

Matti - 11/12/09 17:59 #

Þetta er ágætur punktur, þ.e.a.s. að við séum hluti af hinu liðinu.

Annars þarf ég að drífa í að skrifa umsögn um bókina Bad Science (sem er á bókalista Vantrúar í dag) þar sem lyfjafyrirtæki eru einmitt gagnrýnd dálítið harðlega. Bók sem margir "nýaldarsinnar" mættu lesa.

Steindór J. Erlingsson - 11/12/09 18:26 #

Talandi um lyfjafyrirtæki, þá hef ég síðustu mánuði ítarlega kynnt mér þróun og markaðssetningu geðlyfja. Það er frekar drungaleg saga sem ég mun gera ítarlega grein fyrir síðar. Bendi áhugasömum á grein eftir mig sem birtist nýlega í Fréttablaðinu.