Örvitinn

Varðandi fábjána

Ég held að ég sé orðinn sæmilega sjóaður í að rífast við fábjána á netinu. Ég er ekki að segja að margir sem ég rökræði við á netinu séu fábjánar, þetta er satt að segja afskaplega lítill hópur, flestir sem ég rökræði við eru tiltölulega skynsamir, jafnvel þó þeir séu á annarri skoðun en ég :-)

Það að greina fábjána frekar fljótt getur sparað mér marga daga í ruglrökræðum, ég veit hvað þeir eru að fara að segja og hvernig þeir munu segja það. Ég fylgist í kjölfarið með bjartsýnismönnum reyna að koma vitinu fyrir dallana en yfirleitt komast þeir að lokum að sömu niðurstöðu og ég um bjánana.

Fábjánarnir sitja eftir sannfærðir um að þeir hafi "unnið", endurtaka sama þvaðrið endalaust þó fyrir löngu hafi ítarlega komið fram að þeir hafa sannarlega rangt fyrir sér.

Ég er miklu nær því að vera örviti en ofviti, bara svo það sé á hreinu.

dylgjublogg