Örvitinn

Pirringur

Ég verð að játa að ég er pirraður eftir leik dagsins. Pirringurinn eykst töluvert við að lesa ummæli margra stuðningsmanna Liverpool. Ég get ekki að því gert að ég er ósammála þeim flestum (nær öllum).

Auðvitað er út í hött að pirrast útaf fótbolta.

boltinn
Athugasemdir

Helgi Þór - 13/12/09 21:33 #

úfff......pirringur dauðans að vera stuðningsmaður Liverpool í dag. Ég hef fram að þessu varið Benna fram í rauðan dauðan en eftir leikinn í dag held ég að það verði ekki framhjá því komist að skipta um stjóra.

Hann er þó langt frá því að vera eina vandamálið hjá klúbbnum. Það þarf að gjörbylta klúbbnum.....

Matti - 14/12/09 01:19 #

Ég er algjörlega ósammála hugmyndum um að skipta um stjóra. Benitez er enn sami stjórinn og smellti Liverpool í annað sæti á síðustu leiktíð. Þessi leiktíð hefur verið farsi en ég tel sam að Benitez sé að gera eins góða hluti og hægt er með þennan klúbb við þessar aðstæður. Veturinn hefur verið hörmung en ég tel að það væru hrikaleg mistök að skipta um stjóra (og stefnu, þjálfarateymi og svo framvegis) útaf slæmum mánuðum.

Helgi Þór - 14/12/09 08:14 #

Ég get ekki verið sammála því að Benni sé að gera eins góða hluti og hægt sé að gera við núverandi aðstæður. Ef allt væri "eðlilegt" væri Liverpool í 3-4 sæti (1-2 sætið er að mínum dómi óraunsæi) en þeir eru langt frá því. Hann þarf því miður að axla ábyrgð á spilamennsku liðsins og það sæmir ekki Liverpool að vera við hlið Birmingham, Fulham og Sunderland í deildinni.

Á spilamennsku liðsins að dæma þá eru leikmennirnir búnir að missa trú á því sem þeir eru að gera og Benni kallinn virðist ekki hafa nein tromp til að spila út.

Ég hef einmitt verið gagnrýndur fyrir að styðja of fast við bakið á Benna en eftir leikinn í gær get ég ekki varið hann lengur. Hann er þó langt frá því að vera eina vandamálið í klúbbnum og maður spyr sig hver vilji í ósköpunum taka við liðinu með núverandi eigendur.

Davíð - 14/12/09 09:05 #

Ég er Arsenal maður, en virði Liverpool vegna sögu þeirra og hins frábæra heimavallar.

Málið er að Benitez fær ekkert backup frá eigendum, sem að líklega eru líkari Ísl útrásarvíkingunum en maður heldur, klúbburinn er keyptur á miklum uppgangstíma á skuldsettri yfirtöku, en núna gengur verr, tekjurnar eru að minnka þónokkuð vegna CL og almennar kreppu í heiminum, og ég held (án þess að hafa nokkuð fyrir mér nema mína skoðun) að eigendurnir séu að panika, og að það hafi áhrif á sjálfstraustið hjá Benitez, sem er auðvitað góður þjálfari.

Það er sorglegt að sjá svona stóran klúbb vera keyptan á skuldsettri yfirtöku, íslendingar vita að það er ekki góð leið.

Davíð - 14/12/09 09:10 #

Ég gleymdi einu, Benitez hefur auðvitað keypt allt of mikið að frekar slökum miðlungsmönnum sem ekki hafa náð að komast í liðið. Þar er hann að klikka.

Liverpool er með of mikið af meðalmönnum, lið sem setur Dossena inn á völl með Torres og Gerrard er óbalanserað.