Örvitinn

Sjálfsfróunarjátningar í sértrúarhóp


Baldur Freyr prédikar
DV segir í dag frá sértrúarsöfnuðinum Catch the fire. Söfnuðurinn Kærleikurinn sem Baldur Freyr Einarssonar stofnaði rann inn í CTF og þar eiga meðlimir meðal annars að játa syndir sínar fyrir framan aðra, þar með talið allt varðandi kynlíf og sjálfsfróun.

Ekki kemur fram í umfjöllun DV að Baldur Freyr hefur m.a. stært sig af því á Facebook að fólk hafi læknast af Lifrarbólgu C á samkomum hjá CTF.

Þetta lið er sturlað og stórhættulegt.

Kynlíf til að nálgast guð

CTF er ný kirkja sem var stofnuð í ágúst síðastliðnum. Þar er leitast við að kynna fyrir fólki kærleika Guðs, kraft Jesú Krists og vinskap og leiðsögn heilags anda, eins og segir á vefsvæði safnaðarins. Kirkjan er ætluð öllum sem vilja lofa drottin af öllu hjarta og þrá dýpra og nánara samband við hann. Frásagnir fyrrverandi félaga eru á þá vegu að eitt af því sem meðlimir kærleikssafnaðarins þurfa að gera til að vera nær guði sínum er að játa ýmsar syndir sínar, til að mynda sjálfsfróun og kynlífsdrauma, fyrir öðrum félögum. Það er gert í svokölluðum ljósahópum þar sem félagar eru hvattir til að segja sem ítarlegast frá syndum sínum. Ella geti þeir ekki orðið hreinir fyrir guði.

kristni vísanir
Athugasemdir

Tryggvi - 14/12/09 14:34 #

Ekki vera svona neikvæður Maria gerði dodo með Guði

Matti - 14/12/09 14:46 #

Ég hef ekkert á móti því að fólk geri "dodo". Aftur á móti þykir mér þessi sértrúarsöfnuður afskaplega varhugaverður.

Jón Frímann - 14/12/09 16:22 #

Svona kynlífs sértrúarsöfnuðir eru stórhættulegir, þeir ala af sér afbrigðilega kynhegðun þeirra sem þar stjórna. Það er til nóg af dæmum um slíkt í Bandaríkjunum. Versti stöfnuðurinn þar beinlíns gekk útá það að gera unglisstúlkur óléttar. Þetta var í gangi alveg þangað til að lögreglan þar í landi skarst í leikinn. Hvort að það hafi lagt söfnuðinn niður veit ég ekki.

Það á að loka þessum sérstrúarsöfnuði sem þarna er rætt um.

Matti - 14/12/09 16:24 #

Þess ber að geta að fyrirsögn DV er dálítið villandi. Ekkert hefur komið fram um að verið sé að stunda kynlíf í þessum söfnuði - aftur á móti er liðið að segja öðrum frá kynlífi og sjálfsfróun - játa syndir sínar.

Óttar - 15/12/09 18:09 #

Ég var með einn úr þessum söfnuði á facebook vinalistanum, hann er farinn þaðan. Hann viðurkenndi tilvist þessa hóps og sagði eitthvað svipað og Matti. En Matti hví ætti einhver að játa syndir sínar fyrir einhverju fólki? Það tíðkast í kaþólskri trú af því að kaþólikkar seldu syndaaflausnir hér áður fyrr. En svo á hinn bóginn segja þessir öfgatrúarsöfnuðir að kaþólikkar séu villitrúarfólk og fari til helvítis þannig að ekki eru þau að éta upp siði þaðan.

Matti - 15/12/09 18:45 #

Ég held að þessar "játningar" hafi helst þann tilgang að festa fólk í svona söfnuði. Þau vita allt um þig.

Það er a.m.k. hugmyndin á bak við sama stönt hjá Scientology.

Arnar - 16/12/09 09:30 #

Óttar, er kynlíf og sjálfsfróun synd?

Ég sé engan annann tilgang með þessu en að vekja upp sektarkennd hjá meðlimunum og sannfæra þá um að þeir eigi við einhver vandamál að stríða sem AÐEINS söfnuðurinn getur hjálpað viðkomandi með.

Sem er þekkt aðferð költa, td. aðferðin sem vísindakirkjan notar (sálfræðipróf reyndar en ekki kynlíf en sami tilgangur).

Gagarýnir - 16/12/09 16:44 #

"Þetta lið er sturlað og stórhættulegt." Sammála. Þarna er verið að koma inn mjög neikvæðum skilaboðum um það sem er fullkomlega eðlilegt. Þau ungmenni sem fá þann skilning að þau hafi syndgað hræðilega er stórlega hætt við kvíða, þunglyndi og jafnvel sjálfsmorðum. Þetta lið er að leika sér að velferð unglinga.