Örvitinn

Sölumenn bloggsins

Voðalega eru margir sem blogga eiginlega bara til að selja eitthvað, hvort sem um er að ræða slúðurblöð, kirkjuna eða erlenda stjórnunarráðgjöf.

Þetta verður allt eitthvað svo falskt.

"Lausnin, ég er sko með lausnina, hún felst í [því sem ég er að selja]."

Að sjálfsögðu er samt nákvæmlega ekkert athugavert við að fólk noti bloggið í þessum tilgangi.

dylgjublogg
Athugasemdir

Kristján Atli - 15/12/09 08:57 #

Það góða við bloggsíður er að það er mjög auðvelt að heimsækja þær ekki. :)

Matti - 15/12/09 09:19 #

Hvað meinarðu eiginlega? :-)

Kalli - 15/12/09 10:09 #

Svona fólk heitir á góðu máli webcocks.

Arngrímur - 15/12/09 11:42 #

Mér finnst miklu skemmtilegra að nota bloggsíður annarra til að auglýsa (skoðið hlekkinn).

Matti - 15/12/09 11:44 #

Ég var nú samt ekki beint með þetta í huga :-) Það að bloggarar segi frá verkum sínum er eitt.

Það að þeir fjalli í annarri hverri bloggfærslu um nýju vinnuna sýna og séu jafnvel farnir að svekkja sig á lélegum undirtektum landsmanna er annað.