Örvitinn

Hefnigjarni Jesús

Þar sem það styttist í "hátíð Frelsarans" skulum við fletta upp í Mattesuarguðspjalli, 11. kafla. Spurning hvort þetta verður ekki bara daglegur liður fram að jólum. Ef þetta fer fyrir brjóstið á einhverjum getið þið að sjálfsögðu kært mig fyrir guðlast.

Dómsorð

Þá tók Jesús að ávíta borgirnar, þar sem hann hafði gert flest kraftaverk sín, fyrir að hafa ekki tekið sinnaskiptum. „Vei þér, Korasín! Vei þér, Betsaída! Ef gerst hefðu í Týrus og Sídon kraftaverkin, sem gerðust í ykkur, hefðu þær löngu iðrast í sekk og ösku. En ég segi ykkur: Týrus og Sídon mun bærilegra á dómsdegi en ykkur. Og þú, Kapernaúm. Verður þú hafin til himins? Nei, til heljar mun þér steypt verða. Ef gerst hefðu í Sódómu kraftaverkin, sem gerðust í þér, þá stæði hún enn í dag. En ég segi yður: Landi Sódómu mun bærilegra á dómsdegi en þér.“

Spáið í hverslags drullusokkur þessi náungi er! Fyrst þessir andskotar tóku ekki trú þrátt fyrir uppistand Frelsarans skulu þeir hljóta makleg málagjöld. Eru menn ekki alltaf að segja að hann hafi staðið fyrir kærleika og fyrirgefningu?

Jesús heldur áfram.

Komið til mín

Á þeim tíma tók Jesús svo til orða: „Ég vegsama þig, faðir, Drottinn himins og jarðar, að þú hefur hulið þetta spekingum og hyggindamönnum en opinberað það smælingjum. Já, faðir, svo var þér þóknanlegt.
Allt hefur faðir minn falið mér og enginn þekkir soninn nema faðirinn, né þekkir nokkur föðurinn nema sonurinn og sá er sonurinn vill opinbera hann. Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar. Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt.“

Já, það eru spekingar og hyggindamenn sem sáu í gegnum Jesús en smælingjarnir keyptu þetta allt saman - en þannig var planið - hyggindamenn áttu ekkert að skilja þetta! Takið eftir, þeir sem voru skynsamir sáu einfaldlega að maðurinn var loddari. Hann þarf því að tala niður til þeirra en upphefja sjálfan sig og þá sem falla fyrir showinu.

Svo er Jesús hógvær og lítillátur! Þetta væri fyndið ef þetta væri ekki svona helvíti sorglegt.

Væntanlega munu trúmenn lesa þetta í ljósi krists.

Jesús
Athugasemdir

Hólmfríður Pétursdóttir - 15/12/09 12:22 #

Matthía, heldurðu í alvöru að þessi vopn bíti í baráttunni gegn hindurvitnum?

Ívar - 15/12/09 12:38 #

Hólmfríður, það er bara hið besta mál að benda á undarlegan og hrottafenginn boðskap biblíunar. Undarlegt að fólk sé ennþá að japla á þessu rugli fornmanna eins og um heilagan sannleika sé að ræða. Maður skilur það reyndar betur hjá íbúum landa þar sem menntunarstig er lágt. En á Íslandi þar sem allir eru skyldugir til að ganga í skóla í að minnsta kosti 10 ár er þetta illskiljanlegt.

Matti - 15/12/09 14:01 #

Hólmfríður, ertu ósammála því að persónan sem fjallað er um í fyrra versinu sé drullusokkur?

Ólafur í Hvarfi - 15/12/09 15:41 #

kom eitthvað fyrir Matthías minn... kannski tími til að skella sér til spákonu og láta lesa fyrir þig æskuna.. eða jafnvel fyrri líf... þetta gæti verið einhver gömul spæling frá því á dögum jesú vinar þíns.. kannski fékkstu ekki að vera með í partýinu og hefur ekki losnað við drullusokkafílinginn... Ekkert betra en smá hindurvitnahandleiðsla á erfiðum stundum ;).... koma svo Matthías, vera opinn og jákvæður, fullt af óhefðbundinni aðstoð út um allt.

Matti - 15/12/09 15:45 #

Ólafur, finnst þér Jesús ekki vera dálítill drullusokkur í þessu tilviki?

Ólafur í Hvarfi - 15/12/09 16:05 #

kannski hefur hann fundist þetta lið vera leiðinlegra en áramótaávarp forsetans, og það getur enginn guðlegur máttur, hvað þá mannlegur sleppt því að missa sig aðeins á slíkum stundum.... ég meina ef Helgi Briem væri jesú í dag... þá yrði maður að sýna smá skilning :)

Ólafur í Hvarfi - 15/12/09 16:07 #

Annars er þetta svo tilfinningaþrungið hjá þér að ég yrði ekki undrandi þó að þú lokaðir hringnum og tækir trúarstökkið frá andúð til ástar á Jesú gamla.

Matti - 15/12/09 16:10 #

Reyndu að halda þig við umræðuefnið.

Ásgeir - 15/12/09 16:10 #

Hvernig er það með þig, Ólafur, geturðu aldrei tekið afstöðu til þess sem um er rætt? Þarftu alltaf að tala um persónuna?

Segjum sem svo að Matti hafi sérstaka andúð á Jesú. Myndi það breyta því að hann kemur mjög illa út í þessum versum?

Ólafur í Hvarfi - 15/12/09 16:18 #

Svona strákar mínir, nú er bara að bera smyrsl á varirnar og brosa svolítið... smyrslið passar að það komi ekki sprungur í varirnar eftir langvarandi þurrk. Passa að vera ekki eins og þreytt Pönkhljómsveit sem fíla sig svo "heavy" að það er bannað að brosa :)

Ásgeir - 15/12/09 16:23 #

Ólafur: Þú þekkir mig ekki. Þú veizt ekkert um mína glaðværð né skapferli.

Matti - 15/12/09 16:44 #

Koma svo! Er ekki allt í lagi að segja að sá Jesús sem fram kemur í þessum texta sé drullusokkur?

Ólafur í Hvarfi - 15/12/09 16:44 #

Satt Ásgeir, auðvitað veit ég ekkert um þinn húmor.. og ég skal halda mig við efnið... ég verð nú að segja að þetta er helvíti vel mælt hjá Jesú gamla, svona ef einn drullusokkur á að taka undir með öðrum drullusokk að mati greinarhöfunar :)

Matti - 15/12/09 17:04 #

Látum okkur sjá. Jesús boðar orð sitt í einhverjum borgum og er ekki vel tekið. Hver eru viðbrögð hans? Jú, hann gefur í skyn að allir í þessum borgum munu drepast. Frábært!

Ólafur í Hvarfi - 15/12/09 17:18 #

Matthías, á meðan þú lest svona trúarheimspekilegt rit eins og reiður krakki, þá hefur það engan tilgang að taka þig alvarlega eða fyrir biblíutröll að hneykslast á þér... þetta er allt mjög saklaust og naív hjá þér, líkt og hjá öðrum bókstafstúlkurum. Engin spurning að ekki einu sinni Kristur sjálfur finnur há þér sök, þar sem þú virðist ekki vita hvað þú ert að fara eða segja. Friður og Jól :)

Matti - 15/12/09 17:20 #

Þú ert alveg merkilega leiðinlegur náungi. Gerir ekki annað en að tala um mig. Farðu nú að hugsa um eitthvað annað.

Ólafur í Hvarfi - 15/12/09 17:40 #

Það er nú með þig eins og áramótaávarpið, að það getur verið athyglisvert þó það sé leiðinlegra en skrattinn.... ah bara stóðst ekki þessa stríðni... Matthías minn, ég hef engar neikvæðar tilfinningalegar afstöður til þín, ég er að stríða þér eins og þú veist vel, en af gefnu tilefni.. greinin er dúndur fóður til stríðni :).. nú læt ég þig í friði.

Matti - 15/12/09 17:41 #

Fowler sé lof.

Stefán Vilberg - 15/12/09 20:56 #

Ég held að ef Jesú væri uppi í dag þá væri hann öskrandi heimseindaspádóma á einhverju götuhorni, þ.e. ef ekki væri búið koma honum varanlega fyrir inná geðdeild.

Ólafur í Hvarfi, þú ert alveg handviss um að sért fyndinn er það ekki?

Ólafur í Hvarfi - 15/12/09 21:18 #

Jú Stefán, ég er nægilega vitlaus til að hlægja að eigin fyndni.. sorry, einhver verður að gera það:)..... ég gúgglaði þig og sýnist þú vera í tónlist og er þessi frasi hér að ofan beint úr sjálfsfyndni bransans, þessi að meiga ekki brosa til að varirnar springi ekki... ég hef unnið við tónlist og rekið hljóðver í mörg ár og menn mikið að gera grín að alvörugefninni hjá sjálfum sér... ekkert illa meint.

Davíð - 15/12/09 21:59 #

Til hamingju, tókst það sem að þú ætlaðir þér.

Matti - 15/12/09 22:03 #

Ég var reyndar að vonast til að einhver myndi reyna að sýna fram á að þessi dæmi sem ég tiltók væru alls ekki merki þess að Jesús væri drullusokkur.

Gagarýnir - 16/12/09 07:27 #

En "drullusokkurinn" rúlar. Hversvegna svo er er spekingum og hyggindamönnum hulið.

Matti - 16/12/09 07:50 #

Það er þeim ekki bara hulið, það á að vera þeim hulið.

Isak Harðarson - 18/07/10 08:29 #

Matti, ef þú værir mesti skíthæll og drullusokkur veraldar, og fröken Fyrirgefning kæmi til þín þrátt fyrir allt svo að þú mættir lifa sem nýr og betri maður en þú myndir hafna henni út af hroka eða stolti eða sjúkum hugmyndum um eigið ágæti.

Væru þá ávítur ófyrirgefanlegar í þínum huga, semsagt?

Þú ert syndari, Matti, ekkert annað er syndari - rétt eins og ég. Syndari er maður sem gerir ekki sitt besta og hryggir því Guð. Svo einfalt er það. En að hatast við Guð og kærleika hans oná allt saman flækir málin óþarflega mikið.

Vona að þú eigir eftir að biðja um og upplifa náðunina. Hvílíkur fögnuður verður það! "Náð Guðs er ný á hverjum morgni." -- HVAÐ sem þú kannt að hafa gert eða ekki gert.

Kærleikskveðja.

Matti - 18/07/10 14:09 #

Ég er stoltur syndari.

Isak Harðarson - 19/07/10 20:46 #

Einmitt - sem Jesús elskar.

Matti - 20/07/10 13:55 #

Veistu, ég held hann girnist mig kynferðislega. Hef nefnilega heyrt sögur af því að hann sé stundum að fylgjast með í rúminu. Viltu vinsamlegast segja honum að láta mig í friði - annars hringi ég á lögguna.

Isak Harðarson - 20/07/10 19:32 #

Þessi var ódýr, Matti; það kom mér á óvart. Annars hef ég sagt mitt álit á færslum þínum -•Uppstigningardagur •Jesús frelsar •Eilífðargrænsápuspurningin •Jesús, Mammon og ábyrgðartilfinningin •Jesús og fjölskylduböndin •Jesús og fráskildu konurnar •Jesús og hórdómurinn •Skemmdarvargurinn Jesús •"Vinurinn" Jesús •Fordómafulli Jesús •Sjálfumglaði Jesús •Hefnigjarni Jesús og hef engu við það að bæta.

Hafðu það sem best.

Matti - 20/07/10 19:36 #

Jesús er ódýr.

Isak Harðarson - 21/07/10 01:41 #

Já, hann gefur ókeypis lífsins vatn.

Matti - 21/07/10 10:14 #

"Gefur"! Djöfulsins kjaftæði. Hann treður því upp á fólk og hótar þeim sem ekki þiggja eilífðarkvölum í helvíti. Um hvaða Jesús ert þú eiginlega að tala?

Isak Harðarson - 22/07/10 20:10 #

Hinn valkostinn.