Örvitinn

Jesús sem fer undan í flæmingi

Sú mynd af Jesús sem haldið er að okkur er að hann sé ótrúlega góður náungi, þannig eru til trúleysingjar sem segjast "aðhyllast Jesús" eða eitthvað í þá áttina. Í dag kíkjum við á Lúkasarguðspjall, 20. kafla.

Með hvaða valdi?

Eitt sinn var Jesús að kenna fólkinu í helgidóminum og flutti fagnaðarerindið. Þá gengu æðstu prestarnir og fræðimennirnir ásamt öldungunum til hans og sögðu: „Seg þú okkur, með hvaða valdi gerir þú þetta? Hver hefur gefið þér þetta vald?“
Hann svaraði þeim: „Ég vil og leggja spurningu fyrir ykkur. Segið mér: Hver fól Jóhannesi að skíra, var það Guð eða voru það menn?“
Þeir ráðguðust hver við annan um þetta og sögðu: „Ef við svörum: Það var Guð, spyr hann: Hví trúðuð þið honum þá ekki? Ef við svörum: Það voru menn, mun allt fólkið grýta okkur því að menn eru sannfærðir um að Jóhannes sé spámaður.“ Þeir kváðust því ekki vita hver fól honum það.
Jesús sagði við þá: „Ég segi ykkur þá ekki heldur hver fól mér að gera þetta.“

WTF?

Þar sem menn hræðast múginn og þora ekki að segja það sem þeir hugsa ákveður Jesús að fela sig bak við sömu hræðslu. Jesús felur sig bak við manndrápsmúg og neitar að svara einfaldri spurningu. Af hverju svarar hann ekki bara? Það er ekki eins og hann sé oft að lýsa því yfir að hann sé Mannsonurinn sem muni frelsa þá sem á hann trúir.

Hann minnir mig dálítið á presta sem missa skyndilega trú á alla yfirnáttúrulega þegar á þá er gengið - en prédika þessa sömu yfirnáttúru á hverjum sunnudegi.

Jesús
Athugasemdir

Rufaló horfni - 16/12/09 12:58 #

Hann hefur verið háll sem áll þessi Jesú náungi og pirrað liðið þokkalega, enda losaði lýðurinn og prestarnir sig við hann eins og túlkað var í frásögninni góðu... þá var ekkert eftir nema líta á björtu hliðar lífsins, eða þess sem eftir var af því...allavega fyrir hina tvo sem ekki áttu svona öflugan pabba !

gagarýnir - 18/12/09 20:50 #

„Ég segi ykkur þá ekki heldur hver fól mér að gera þetta.“ Ef trú er geggjun er vantrú andleg fátækt, og með leiðilegra móti þessa dagana. Ég trúleysinginn fór að læra mannfræði og þar var alltaf um einhvern átrúnað að ræða. Eitthvað okkur eiginlegt.Trúarbrögð snúast ekki um vitsmuni heldur tilfinningar. Taktu mig fyrir því, heilabörkurinn á þér er ekki annað en tæki til að reikna. Góður í því en ekki öðru. Kærar jólakveðjur til ykkar vantrúaðir! Jólin eru nefnilega gömul trúarhátíð.

Kalli - 18/12/09 20:55 #

Hvað, mega vantrúaðir ekki eigna sér jólin? Svona eins og kristnir gerðu.

Isak Harðarson - 18/07/10 08:18 #

Ég les út úr þessu ALLT ANNAÐ en þú Matti - enda tel ég þig blindaðan af fordómafullu hatri, þú fyrirgefur (ég er ekkert að dæma þig fyrir það).

Jesús er þarna að svara mönnum sem hann veit að vilja hann feigan og hafa engan áhuga á sannleikanum.

Loksins loksins virðast þeir spyrja hann hreint út að einhverju sem skiptir máli: "ERT ÞÚ SONUR GUÐS..." Segi hann já munu þeir drepa hann fyrir guðlast. Segi hann nei er hann að ljúga.

Hann grípur til þeirrar snilli að svara þeim með spurningu.

Gætirðu hugsað þér að drepa hann sjálfur, Matti?