Örvitinn

Sjálfumglaði Jesús

Því miður sagði Jesús margt dálítið vandræðalegt í guðspjöllunum. Sumt hafa menn svo þurft að rembast við að túlka í ljósi kristis.

Kíkjum á Lúkasarguðspjall, 21. kafla.

Gætið að fíkjutrénu

Jesús sagði þeim og líkingu: „Gætið að fíkjutrénu og öðrum trjám. Þegar þér sjáið þau farin að bruma, þá vitið þér af sjálfum yður að sumarið er í nánd. Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið þetta verða, að Guðs ríki er í nánd. Sannlega segi ég yður: Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok uns allt er komið fram. Himinn og jörð munu líða undir lok en orð mín munu aldrei undir lok líða.
Hafið gát á sjálfum yður, látið ekki svall og drykkju eða áhyggjur þessa lífs ná tökum á yður svo að sá dagur komi ekki skyndilega yfir yður eins og snara. En hann mun koma yfir alla menn sem byggja gjörvalla jörð. Vakið því allar stundir og biðjið svo að þér megið umflýja allt þetta sem koma á og standast frammi fyrir Mannssyninum.“

Hvað var þetta?

"Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok" - og þetta var fyrir tæpum tvöþúsund árum.

"Standa frammi fyrir Mannssyninum"! Þetta ert þú að tala um sjálfan þig þarna sjálfumglaði drullusokkur.

Jesús
Athugasemdir

Nonni - 17/12/09 13:10 #

Það er vissulega mun auðveldara að skilja þetta sem heimsendaspádóm, en það er alveg hægt að skilja þetta sem svo að þeir sem trúa munu ekki líða undir lok. Eða hvað?

Matti - 17/12/09 13:12 #

Ég held það sé afar langsótt. Frumkristnir trúðu því að Jesús myndi koma fljótlega.

Kalli - 17/12/09 14:24 #

Jesús hefur, sem sagt, látið bíða eftir sér lengur en Godot?

Björn Ómarsson - 17/12/09 14:26 #

Ágætt að benda kannski á það að þegar hinn sögulegi Jesú talaði um mannsoninn var hann ekki að tala um sjálfann sig. Bart Ehrman talar m.a. um þetta í nýjustu bók sinni, Jesus Interrupted. Þar bendir Ehrman á þá óþægilegu staðreind að Jesús hélt því aldrei fram að hann væri eitthvað annað en bara mennskur. Jú, hann sagðist vera guðssonur, en guðssonur þýddi einfaldlega einhver sem er þóknanlegur guði. Davíð var guðssonur. Og Salomon. Og Móses. Mannsonurinn er aftur á móti himneskur, og þessvegna talar Jesú alltaf um hann í 3ju persónu. Mæli með þessari bók.

En Matti, þú ert líklega ekki að tala um hinn sögulega Jesú. Þú ert að tala um Jesú Krist, sem vissulega er sjálfumglatt fífl.

Matti - 17/12/09 14:34 #

Ég er bara að tala um gaurinn sem birtist mér þegar ég fletti Nýja testamentinu sem algjör amatör :-)

Isak Harðarson - 18/07/10 08:08 #

""Standa frammi fyrir Mannssyninum"! Þetta ert þú að tala um sjálfan þig þarna sjálfumglaði drullusokkur."

Þetta eru þín orð hér að framan, Matti. Þú hefur oftar en ekki boðað "málefnalega umræðu" hérna á blogginu þínu. Rístu undir henni sjálfur?

Geri mér ekki ljósa grein fyrir því HVAÐ þú ert að gagnrýna í biblíutextanum í upphafi. Kannski ertu að meina að margar kynslóðir séu gengnar frá því að Jesús mælti þessi orð og þau séu þess vegna tóm lygi.

En sjálfsagt má túlka kynslóð á margan hátt. Það má alveg segja að frá komu Jesú og til okkar daga sé aðeins 1 kynslóð - því við lifum enn í þessu sama samhengi og hófst með komu hans.

Hvað sem öðru líður tel ég farsælla til skilnings á biblíunni að lesa hana með (lágmarks) kærleika en ekki hatri. Kærleikurinn opnar leiðir til skilnings en hatrið er fullt af fordómum.

Isak Harðarson - 18/07/10 08:11 #

PS:

Þú segir Matti: "Ég er bara að tala um gaurinn sem birtist mér þegar ég fletti Nýja testamentinu sem algjör amatör :-)"

En Matti, þessi gaur dó fyrir þig.

Hvernig stendur á því að mér finnst öll þín skrif um hann vera lituð af VONDRI SAMVISKU?