Örvitinn

Takmarkalaus trúgirni eða fíflaskapur?

Ég veit ekki hvort þessi prestur er að fíflast eða hvort trúgirni hans er í raun gjörsamlega takmarkalaus.

Heilög Lúsía var ung kona frá Sikiley á Ítalíu sem vildi helga líf sitt Guði og þjónustunni við hann í Róm, en varð fyrir ofsóknum og varð að gjalda fyrir með lífi sínu, kringum aldamótin 300 líkt og fleiri trúsystkini hennar.

Maður nokkur hafði orð á því að hún væri með þau fegurstu augu sem hann hefði séð og þá segir sagan að hún hafi gefið honum þau á silfurdiski með því skilyrði að hann tæki kristna trú, sem hann gerði. Þá gaf Guð Lúsíu enn fegurri augu.

Óttaleg vitleysa er þetta, kann einhver að segja.

Hvernig getur nokkur lagt trúnað á svona ýkjusögu og vitleysu?

Ég verð að hryggja efasemdarmanninn með því að segja að það geri ég. Ég trúi þessu og mörgu fleiru sem er miklu ótrúlegra en þetta. Trú mín á Guð hefur kennt mér að ekkert er honum um megn. Trúin hjálpar mér að sjá lífið sem sístæða virka sköpun Guðs þar sem bæn til hans getur gert kraftaverk. Trúin mín gefur mér lífsfyllingu og tilgang.

Ég verð að hryggja trúmenn með því að segja að þeir sem trúa þessu í alvöru eru snarklikkaðir. Presturinn hlýtur að vera að skrifa þetta til að reyna að stríða "efasemdarmanninum".

kristni
Athugasemdir

Arnold - 17/12/09 18:26 #

"...sístæða virka sköpun Guðs"

Hvað þýðir þetta?

:)

Kalli - 17/12/09 19:09 #

Arnold, kirkjunar menn eru meistarar í markaðsmáli. Auðvitað. Þeir trúa sterklega á sóknarfæri og önnur buzzwords. Reyndar hljóma buzzwordin þeirra dáldið skringilega því venjulega erum við ekkert að hlusta á þessa gaura en ég er viss um að þeir "synergise their backwards overflow" jafnvel og þeir bestu ;)

Trú mín á Guð hefur kennt mér að ekkert er honum um megn.

Já, fram að því að heyra þessa sögu hélt ég að Guð hataði fólk sem hefur misst útlimi en fyrst hann gaf stúlkukindinni ný augu hlýtur að vera smá von fyrir þá. Ég meina, það eru ekki nema 1700 ár síðan þetta á að hafa gerst. Samt, sko, fordæmisgefandi, ekki satt?

Óli Gneisti - 17/12/09 19:59 #

Minnir mig á þennan brandara:

Ætli presturinn hvetji ekki þá sem hafa misst útlimi að biðja guð um nýjan?

Rebekka - 18/12/09 06:44 #

Ok, best að fara varlega í að hrósa sumum, ef maður vill ekki fá líkamsparta að gjöf frá þeim...

"Ægilega hefurðu fallegar hendur" chop "- gersovel, þú mátt eiga þær ef þú trúir á Guð!"