Örvitinn

Á móti jólaföndri og litlu jólunum

En kannski ratar þessi deila í dagblöð vegna þess að nú líður að jólum. Í aðdraganda jóla undanfarin ár hafa komið fram athugasemdir með vísan í uppeldisrétt foreldra að skólar skuli sinna jólaundirbúningi á sama hátt og gert hefur verið áratugum saman. Auk andúðar á jólaföndrinu hefur verið fundið að því að skólar haldi "litlu jólin" með nemendum og að farið skuli með þá í kirkju. Undirritaður telur mikilvægt að réttur allra foreldra sé virtur, einnig rétttur meirihluta foreldra sem telja sjálfsagt að skólahald í aðdraganda jóla sé með sama hætti og verið hefur. Að sjálfsögðu á ekki að skylda börn til þátttöku ef foreldrar eru andvígir henni. En hversu langt er sanngjarnt að ganga til móts við lítinn minnihlutahóp á kostnað meirihlutans? Er ekki hægt að mæta þörfum minnihlutans með öðrum hætti? Ástæða er til að minna á að um 90% þjóðarinnar tilheyrir kristnum trúfélögum sem öll geta sameinast í jólahaldinu.

Séra Sigurður Pálsson í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Ég skellti greininni inn á spjallborð Vantrúar.

Merkilegt hvað þetta lið er ómerkilegt. Skoðum þetta örlítið betur.

" sinna jólaundirbúningi á sama hátt og gert hefur verið áratugum saman"

Kirkjuferðir hafa færst í aukana, þetta var ekki svona, a.m.k. ekki allstaðar.

Auk andúðar á jólaföndrinu

Ha? Hver hefur sagt orð um jólaföndrið? Hvað varð um að föndra jólasveina og snjókarla eins og gert var þegar ég var í grunnskóla?

hefur verið fundið að því að skólar haldi "litlu jólin" með nemendum

Nei, þetta voru mistök blaðamanns á sínum tíma og var margsinnis leiðrétt.

og að farið skuli með þá í kirkju.

Bingó. Því er mótmælt að farið sé með börn í kirkju þar sem prestar segja þeim meðal annars að Jesús vilji fá bænir í afmælisgjöf frá börnunum. Já, þetta er það sem dætur mínar lærðu meðal annars í jólakirkjuferðinni þetta árið.

kristni
Athugasemdir

Arnar - 18/12/09 10:22 #

Orðinn virkilega þreytandi þessi strámaður um að þeir sem eru á móti heimsóknum presta í leik-/grunnskóla og á móti því að allir krakkar séu dregnir í kirkjur á skólatíma séu á móti jólunum og vilji láta banna jólaföndur, jólaböll, jólaöl og bara allt sem er jólaeitthvað.

Matti - 18/12/09 10:23 #

Eins og sést á vinnurými mínu vil ég banna jólaskraut :-)

Arnar - 18/12/09 11:14 #

Það ættu amk. að vera lög sem banna þetta littla (eina) sem þú hefur :p

Jólaskrautsnaumhyggja er málið.

Helgi Briem - 18/12/09 11:30 #

Ég er mjög fylgjandi jólabjór og er búinn að prófa nokkra slíka og ætla að prófa fleiri.

Óli Gneisti - 18/12/09 11:36 #

Lygi fyrir guð er ekki lygi. Það er grundvallaratriði ef maður vill skilja málflutning þessa fólks.

Mummi - 18/12/09 12:15 #

Svo er alltaf hægt að segja fyrirgefðu í huganum - og voila! Guð er búinn að fyrirgefa manni lygina! Ótrúlega næs gæ. Af hverju ætti maður að hafa samviskubit þegar sjálfur guð er búinn að fyrirgefa manni??

Mummi - 18/12/09 12:18 #

Matti - við viljum mynd af naumhyggjujólaskrautinu þínu. Bæði ég og ósýnilegi vinurinn minn. Ég og ósýnilegi vinurinn minn viljum alltaf það sama. Hann er frábær!

Birgir Baldursson - 18/12/09 16:29 #

Þetta ömurlega lið hættir aldrei! Þarf að drepa einhvern til að þessi andskoti hætti?

Matti - 18/12/09 16:32 #

Þú átt þá við hvort það þurfi einhver trúarnöttarinn að drepa vondan trúleysingja til að kirkjunnar menn átti sig á því að það getur haft afleiðingar að ljúga sífellu þessum djöfulskap upp á trúleysingja.

Arnold - 18/12/09 17:13 #

Staðreyndin er að þetta er upp til hópa óheiðarlegt fólk prestarnir. Nokkrar undantekningar þó. Reynslan af mínu stappi við presta og krikjuferðir í skóla sonar míns er mjög vond. Mér var svarað út í hött, snúið út úr og beinlínis logið. Málstaður þeirra er eftir allt ekki skárri en þetta. Prestar eru eins og pólítíkusar með vondan málstað. Ljúga frekar ef það þjónar hagsmunum þeirra og kirkjunnar. Grein Sigurður Pálssonar er dæmigerð fyrir þennan málflutning. Lygar á lygar ofan. Svo þykist þetta fólk vera einhverjir siðferðiskompásra.

Matti - 18/12/09 17:16 #

Vandamálið er að þeir eru umkringdir fólki sem trúa þeim, hvort sem þeir eru að tala um Biblíuna eða trúleysingja á Íslandi. Spurningin er því hvort þeir eru virkilega að ljúga eða hvort þeir ná alls ekki að losna við ranghugmyndir þrátt fyrir að vera leiðréttir trekk í trekk.

Arnold - 18/12/09 17:40 #

Nei Matti. Við erum að tala um staðreyndir. Sem dæmi hefur engin verið að berjast gegn jólaföndri. Sigurður veit þetta. Það er alveg á hreinu. Hann ætti þá að benda á einhver gögn máli sínu til stuðnings.

Málið er einfalt. Það er andstaða gegn trúariðkun í skólum. Kirkjuferðum þar sem börnin eru látin taka þátt í helgiathöfnum. Biðja bænir og hlusta á prest sem kynnir þeim kristna trú sem staðreynd. Þetta er ekki flókið og þetta er búið að marg tyggja ofan í krikjufólkið. Kirkjan notar hins vegar þá aumu taktík að gera fólki upp skoðanir og gagnrýna þær. Í því liggur óheiðarleikinn.

Trúariðkun og trúboð er ekki sama og fræðsla um trúarbrögð. Þessu hrærir kirkjan saman af ásetningi til að beina kastljósinu frá kjarna málsins.

Ég kaupi því ekki að þau nái ekki að losa sig við ranghugmyndir. Þetta er einfaldlega óheiðarleg taktík og gerð með fullri vitund þessa fólks.

Matti - 18/12/09 17:42 #

Ég hef ekkert séð sem bendir til annars en að þú hafir rétt fyrir þér. Þetta eru lygarar.

Sigurdór - 18/12/09 17:57 #

Deildarstjórinn á deild drengsins hringdi í mig í dag (út af öðru) og ég lýsti skoðun minni á þessu bænabrölti og innrætingu. Ég spurði hvort henni þætti þetta eðlilegt. Það fyrsta sem hún sagði var að "Íslensk þjóð byggði á kristilegum gildum".... ég gubbaði aðeins í munninn ... og sagði nei, svo reyndi ég að spyrja "hvað þá um börn annara trúar eða þeirra sem standa utan trúfélaga". Ætti að aðskilja þau frá félögum sínum, vegna trúar? Það var ekki mikið um svör frá henni en hún var greinilega á annari skoðun en ég og sagði að "svona væri þetta og hefði alltaf verið" ... "og yrði þangað til annað væri sett í lög" (hún orðaði þetta eitthvað aðeins öðru vísi reyndar) .... ég náði í andlitið af gólfinu og spurði hvort frumkvæðið að þessum heimsóknum presta kæmi ekki frá kirkjunni, hún sagði að "það væri gagnkvæmt".

Við hvern getur maður talað .. kvartað við? Þetta nær náttúrulega engri átt...

Birgir Baldursson - 18/12/09 18:39 #

Síðasti nemandi minn fyrir jólafrí sagði mér frá ví að bekkurinn hans hefði tekið þátt í helgileik í tilefni jólanna. Sem betur fer heyrði hann ekki urrið hið innra með mér.

Eygló - 18/12/09 19:34 #

Voðalega finnst mér leiðinlegt að heyra svona frásagnir eins og frá Sigurdóri. Sorglegt að þessu liði finnist bara allt í lagi að mæta í leikskólana og biðja með krökkunum. "Nei, nei, það er ekkert trúboð og engin trúarinnræting í gangi"

Sigurdór - 18/12/09 20:04 #

... já þetta er sorglegt. Svo er ekki nóg með það að þeim þyki þetta eðlilegt.... ég gat ekki ráðið annað í orð deildarstjórans en að hún teldi þetta skyldu leikskólans... :-/

Matti - 18/12/09 20:06 #

Fyrsta skrefið er að ræða við starfsfólk leikskólans. Auðvitað er það misskilningur hjá henni að þau verði að veita kirkjunni aðgang að börnunum. Því miður er ég samt hræddur um að svona mál verði að fara lengra. Er þetta leikskóli í Reykjavík?

Reynir - 18/12/09 20:49 #

Enginn er jafnblindur og sá sem vill ekki sjá.

Foreldrum sem ofbýður yfirgangurinn bendi ég á grein á vantrú

Sigurdór - 18/12/09 21:24 #

Já Matti, þetta er leikskóli í Reykjavík. http://engjaborg.is/

Eins og ég sagði þá talaði ég við deildarstjórann. Mér sýnist sem það verði ekki til mikils árangurs. Hún eyddi/endaði samtalið á að segja að skoðun minni væri hér með komið á framfæri.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 19/12/09 13:18 #

Ég fylgdi syni mínum í leikskólann í morgun. Prestskvenndi úr Grafarvogssókn var með leikbrúðu sýningu í 25 mínútur ... og endaði svo á því að leiða börnin í bæn ... lokuð augu og spenntar greipar ... ég varð orðlaus ....

Sigurdór, veistu nokkuð hvaða prestur þetta var?

Annars myndi ég senda leikskólaráði Reykjavíkurborgar tölvupóst og benda á þetta. Þetta gengur að minnsta kosti klárlega gegn stefnu borgarinnar.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 19/12/09 13:21 #

Ég fylgdi syni mínum í leikskólann í morgun. Prestskvenndi úr Grafarvogssókn var með leikbrúðu sýningu í 25 mínútur ... og endaði svo á því að leiða börnin í bæn ... lokuð augu og spenntar greipar ... ég varð orðlaus ....

Sigurdór, veistu nokkuð hvaða prestur þetta var?

Annars myndi ég senda leikskólaráði Reykjavíkurborgar tölvupóst og benda á þetta og biðja um að þau tali við stjórnendur leikskólans. Þetta gengur að minnsta kosti klárlega gegn stefnu borgarinnar.

Guðmundur Guðmundsson - 19/12/09 20:31 #

Allir sem hafa svipaða sögu að segja og Sigurdór ættu einnig að senda Mannréttindastjóra Reykjavíkur, Önnu Kristinsdóttur (anna.kristinsdottir@reykjavik.is), sögu sína.

Trúboð í leikskólum og grunnskólum er klárt lögbrot og með því að láta Önnu vita er hægt að mjaka málum í átt til betri vegar.

Sigurdór - 20/12/09 03:04 #

Presturinn heitir Lena Rós Matthíasdóttir. http://kirkjan.is/grafarvogskirkja/prestar-og-starfsfolk/

Ég þakka góð ráð. Ég býst við að gera eitthvað í þessu fljótlega, við færi.

Veit einhver hvort hægt að lesa stefnu Reykjavíkurborgar og/eða ríkis, í þessum málum, á netinu?

Óli Gneisti - 20/12/09 04:49 #

Ef þessi frá leikskólanum sagði að kvörtun þinni hafi verið komið á framfæri þá ættirðu að hafa fljótlega samband við Leikskólasvið Reykjavíkurborgar og spyrja hvort að kvörtunin hafi ekki örugglega verið skráð þar. Ég er nokkuð viss um að það ætti að vera rétt verkferli en er um leið nokkuð viss um að þessar kvartanir deyi oft án þess að fara lengra.

En þessi skýrsla ætti að geta hjálpað þér.

Sigurdór - 20/12/09 13:09 #

Takk Óli.

Já ég er nú nánast viss um að deildarstjórinn geri nú ekkert meira með kvabb mitt en að pirrast á því. :-/

Sigurdór - 21/12/09 11:17 #

Leikskólastjórinn frétti af þessari umræðu hér og ákvað, eftir að hafa lesið hana, að hringja í mig.

Við áttum langt og gott spjall og til að gera langa sögu stutta þá sagðist hún búast við því að héðan í frá kæmi engir prestar (eða þvíumlíkir) í heimsóknir í Leikskólann. Einnig ætlaði hún að ræða við sína yfirmenn og fá "hreinar línur" frá þeim varðandi þessi mál öll.

Ég verð að lýsa ánægju minni með leikskólastjórann :-)

Matti - 21/12/09 11:39 #

Mikið er ég feginn að enginn drullaði yfir leikskólastjórann í þessari umræðu :-)

GH - 21/12/09 12:35 #

Flott hjá leikskólastjóranum!