Örvitinn

Fordómafulli Jesús

Jesús var náttúrulega ótrúlega góður gæi, ekki satt?

Nei, hann var stundum algjör drullusokkur. Lesið þetta og reynið að mótmæla því.

Tekið úr Matteusarguðspjalli, 15 kafla.

Kanversk kona

Þaðan hélt Jesús til byggða Týrusar og Sídonar. Þá kom kona nokkur kanversk úr þeim héruðum og kallaði: „Miskunna þú mér, Drottinn, sonur Davíðs! Dóttir mín er mjög kvalin af illum anda.“
En Jesús svaraði henni engu orði. Lærisveinar hans komu þá og báðu hann: „Láttu hana fara, hún eltir okkur með hrópum.“
Jesús mælti: „Ég er ekki sendur nema til týndra sauða af Ísraelsætt.“ Konan kom, laut honum og sagði: „Drottinn, hjálpa þú mér!“
Hann svaraði: „Ekki sæmir að taka brauð barnanna og kasta því fyrir hundana.“ Hún sagði: „Satt er það, Drottinn, þó eta hundarnir mola þá sem falla af borðum húsbænda þeirra.“
Þá mælti Jesús við hana: „Kona, mikil er trú þín. Verði þér sem þú vilt.“ Og dóttir hennar varð heil frá þeirri stundu.

„Ekki sæmir að taka brauð barnanna og kasta því fyrir hundana.“

Ertu ekki að grínast í mér? Ég ætla rétt að vona að einhver hafi tuskað Jesús hressilega til eftir að hann talaði svona við þessa konu.

Jesús
Athugasemdir

Eggert - 18/12/09 12:53 #

Skv. áreiðanlegri heimild, "The Passion of the Christ" e. Melvin Gibsons, þá var hann látinn kenna rækilega til tevatnsins. Ábyggilega út af einmitt þessu.

Matti - 18/12/09 13:22 #

Þú segir nokkuð, þetta hafa þá hugsanlega verið vinir konunnar. Hlaut að vera.

Ólafur í Hvarfi - 18/12/09 13:57 #

brauð þýðir þekking í þessum gömlu ritum og krsitur táknar þann innri þátt eða eignileika í hverjum vantrúarmanni sem gefur þekkingunni meiningu og veitir innri skilning.

Þegar vantrúarhundurinn í okkur er búinn að borða molana sem detta af borðum meistara þekkingarinnar, þá tekur þessi eignleiki við og gerir okkur frjálsa og losar okkur við kvalirnar...

Er þetta ekki bara þannig? :)

Matti - 18/12/09 13:59 #

brauð þýðir þekking í þessum gömlu ritum og krsitur táknar þann innri þátt eða eignileika í hverjum vantrúarmanni sem gefur þekkingunni meiningu og veitir innri skilning.

Segir hver?

Ólafur í Hvarfi - 18/12/09 14:58 #

Ég var að segja þér það... bara smá moli til að melta :)

Björn Ómarsson - 18/12/09 16:42 #

Ólafur, það skiptir ekki máli hvð Jesú meinar með "brauði", það sem skiptir máli er rasisminn. Skoðaðu það sem Jesú segir: kona, sem er ekki ísraelsk, kemur til Jesú og biður hann um hjálp. Jesú svarar: „Ég er ekki sendur nema til týndra sauða af Ísraelsætt. ... Ekki sæmir að taka brauð barnanna og kasta því fyrir hundana.“

Ég er nokkuð viss um að það að kalla fólk "hunda", bara vegna þess að það er ekki "af Ísraelsætt" er ólöglegt á Íslandi í dag (sbr. rasistinn sem var kærður eftir viðtal við DV hér um árið). Enda eru þetta fullkomnlega siðlausir fordómar sem ala á helsi, hatri og dauða.

(Matti, spurning hvort þú bætir við vísun í kafla og guðspjall?)

Matti - 18/12/09 16:48 #

Takk fyrir ábendinguna Björn, ég bætti því inn.

Ólafur í Hvarfi - 18/12/09 17:58 #

Björn, ágætis ábending, EN... núna er ég að skella mér í texas holdem og hef ekki alveg tíma... á morgun eða hinn væri gaman að ræða táknmálið og hvað Ísrael þýðir og t.d. Jerúsalem... hefur ekkert að gera með þetta árásargjarna og paranojaða lið sem kallar sig guðs útvalda þjóð... þetta er andleg meining og hefur táknræna þýðingu. En OK fyrst póker... og svo andinn :)

Matti - 18/12/09 18:00 #

Vertu svo vænn að halda þeim pælingum á þinni bloggsíðu.

Ólafur í Hvarfi - 18/12/09 18:37 #

Hva... er bara ein stefna á umræðunni á þinni síðu séra Matteus ?.. hvað óttast þú ?

Matti - 18/12/09 19:22 #

Ég óttast ekkert meira en leiðindi Ólafur. Ég fagna því ef þú hefur eitthvað efnislega að segja um skrif mín en bið þig að spara hugleiðingar þínar um allt milli himins og jarðar. Til þess hefur þú þína eigin bloggsíðu.

Davíð - 18/12/09 19:59 #

Það er auðvitað ekki hægt að lesa bíblíuna á þann hátt að það eigi að taka bókstaflega það sem stendur þar, heldur er hún byggð upp á líkindamáli og hin ýmsu orð tákna annað þar Í ÍSLENSKRI þýðingu heldur en þau þýða í raun.

Ísrael er t.d. allir kristnir menn. Hundar eru t.d. þeir sem að afneita guði og boðskap hans. Kona er t.d.hin kristini þjóðflokkur.

Auðvitað er hægt að snúa út úr þessu, ekkert mál.

Ég myndi passa mig að hata ekki Jesú eins og þið gerið hér, græðið lítið á því. Maður þarf ekki að elska hann svo sem heldur....

Þeir sem hafa búið í fátækari löndum eru auðvitað sammála því að það er betra að hundar þjáist heldur en vannærð, fátæk börn, þannig að þessi setning "meikar sens"

Davíð - 18/12/09 20:00 #

BTW, ég myndi passa mig að hata engan, gerir engum neitt gott að ala á þannig tilfinningum, ekki bara Jesú

Matti - 18/12/09 20:02 #

Af hverju hatarðu mig Davíð?

Eitt er að lesa bókstaflega úr Biblíunni, t.d. sköpunarsöguna. Annað er að túlka persónuleika Jesús eins og hann birtist okkur í Nýja testamentinu.

Ég er að gera hið síðara.

Davíð - 18/12/09 20:16 #

Matti, ég ber mikla virðingu fyrir þér, þótt þér finnist það kannski ótrúlegt.... ;)

Sorry karlinn minn, ég bjó lengi í suður Ameríku (Venezúela þar sem að 50% íbúa eru undir fátæktarmörkum og 20% undir hungurmörkum), að henda brauði fyrir hunda með sveltandi börn nálægt er dauðasynd (næstum því....) Þannig að þetta er nú alveg skiljanlegt út frá þeirri stöðu sem að ÉG ímynda mér að hafi verið þarna á þessum tíma.

Biblían, hvernig sem menn túlka hana eða hvort að þeir trúi henni eða ekki, er skrifuð að miklu leyti í líkingum. Kóranin er eins, og Talmud er ennþá verri.

Þetta getur vel verið allt ein bölvuð vitleysa, en bókmenntirnar eru merkar, um það er ekki deilt. Eins og t.d. Íslendingasögurnar, sem fáir trúa 100%, nema öfgafullir þjóðernissinnar.

Þú hefur gott af gagnrýni, gerir þig sterkari ef að málstaður þinn er réttur. Ég t.d. hef alltaf rangt fyrir mér, reyni að læra af því, en hefur því miður gengið illa.

Í miðausturlöndum eru hundar illa liðnir almennt, og í Íslam eru þeir t.d. álitnir óhreinir.

Björn Ómarsson - 18/12/09 20:22 #

Sæll Davíð

það er misskilningur að ég "hati jesú", og það er líka aaansi langsótt að halda því fram að Jesú hafi meint "kristnir" þegar hann segir "Ísraelsætt", því Jesú var ekki kristinn. Jesú var Gyðingur, og Ísrael þýðir gyðingaþjóð. Þessi orð sem honum eru eignuð í matteusarguðspjalli þýða að Matteus var þeirrar skoðunar að "brauð jesús" væri fyrir Gyðinga, en ekki "hunda". Það er vel þekkt að Matteus vildi að boðskapur Jesús yrði boðaður Gyðingum og engum öðrum. Aðrir guðspjallamenn (og sérstaklega Páll) voru þessu aðgerlega ósammála. Páll hefði örugglega kallað Matteus villutrúarmann, hefði hann einhverntíman lesið þetta.

Ég held að það sé mikilvægt að fólk átti sig á því að orð sem eignuð eru Jesú meika mest sens ef þau eru lesin í því samhengi sem þau voru skrifuð (ekki sögð, skrifuð. Af guðspjallamönnunum, 50-100 árum eftir krist). Ef við gerum það þá sjáum við að sumt af því sem Jesú segir er tímalaus sannleikur, annað er bölvað kjaftæði sem átti engöngu við í heimsenda-söfnuðum Gyðinga fyrir 2000 árum.

Björn Ómarsson - 18/12/09 20:26 #

...og Davíð, ég held að þú sért að gleyma því að Jesú var ekki að tala um brauð og hunda. Hann var að tala um boðskap sinn og kanverskt fólk. Manneskjur. Orð þín um álit miðausturlandabúa á hundum gera orð Jesú þeim mun viðbjóðslegri.

Davíð - 18/12/09 20:48 #

Björn, auk þess að hafa búið í Venezúela, þá bjó ég sem unglingur í Líbanon (gamli að vinna SÞ). Fólk lýtur virkilega niður á hunda, svipaðir og kannski rottur, Utan þess var það snilldarstaður á sínum tíma. Ég veit ekki hvort að Jesú var að tala um kanverskt fólk eða ekki, þetta er hvort sem er líkindamál, að mínu mati.

Ég hélt því aldrei fram að þú hatir Jesú. Matti gerir það kannski, ég veit ekki með þig, ekki hugmynd.

Ísraelsætt eru gyðingar, kristnir og múslimar, því að þetta er nú allt svipað, eða það sama. Kemur allt frá Gyðingdómi, eins og þið vitið auðvitað. Fyrir Múslima erum við t.d. allir saman fólk bókarinnar, hvort sem við erum kristin eða Gyðingar, eða múslimar. Ætli þetta sé ekki meint á sama hátt. Allavegna á ekki að taka þetta of bókstaflega.

Hvað Matteus vildi kemur í raun engum við, nema þeim sem vilja sérstaklega hlusta á hann. Hvort að Jesú var sammála honum eða ekki get ég ekkert sagt um, ég er t.d ekki viss um að söguritari hins "merka" Hannes Hólmsteins G sé alltaf að skrifa rétt og satt, eða með samþykki "snillingsins." Hvað þá ef að einhver skrifi sögu "snillingsins" eftir 200 ár (sem að margir munu auðvitað gera)

Jesú er mikilvæg söguleg staðreynd í sögu mannkyns, hvort að hann var sonur guðs eða ekki, hef ég ekki hugmynd um, en menn virðast vera sammála því að hann hafi verið til, og að hann hafi verið uppi á þessum tíma.

Ég er algjörlega sammála því að sumt sem er skrifað sé þrugl samkvæmt okkar skilningi, en við vitum t.d. af kreppunni að gildismat er fljótt að breytast. Auðvitað þurfti að aðlaga boðskapinn að aðstæðum á sínum tíma, eruð þið ekki sammála því??? Ekki hefði verið hægt að fara að tala um tölvur, internet og síma á þessum tíma.

Björn Ómarsson - 18/12/09 21:27 #

Davíð, ég efast ekki um að fólki er ílla við hunda, en í guðanna bænum lestu kaflann sem Matti vísaði á! Þetta er líkindamál, og það er ekki flókið: Ísrael er börnin, allir aðrir hundar.

Þú segir:

Ísraelsætt eru gyðingar, kristnir og múslimar

Nei. Það er ekki rétt. Ekki á nokkurn hátt. Það er eiginlega fáránlegt að halda slíku fram, sérstaklega í þessu samhengi. Kristnir voru ekki til á þessum tíma. Múslimar urðu ekki til fyrr en 600 árum síðar. Orðið Ísrael hafði ekki einhverja loðna, víðtæka merkingu á þessum tíma, heldur mjög skíra, sértæka merkingu: Gyðingar.

Svo segiru:

Hvað Matteus vildi kemur í raun engum við nema þeim sem vilja sérstaklega hlusta á hann. Hvort að Jesú var sammála honum eða ekki get ég ekkert sagt um...

Þessi kafli sem Matti vísar á er eftir Matteus, og lýsir mjög vel skoðunum hans. Ef þú vilt reyna að skilja að Jesú og Matteus skaltu hundsa það sem Matteus sagði um Jesú, vegna þess að það er allt litað skoðunum Matteusar. Þú getur ekki talað í endalausa hringi þangað til að þessi kafli þýðir eitthvað annað en í honum stendur. Matteus er Matteus og verður það alltaf.

Loks segiru svoldið sem meikar miklu meiri sens, og ég get verið nánast sammála ;):

Auðvitað þurfti að aðlaga boðskapinn að aðstæðum á sínum tíma, eruð þið ekki sammála því?

Þú ert á réttri leið, en ert fastur í hjólförunum ;). Það er nefninlega Ekki þannig að Jesú* hafi aðlagað boðskap sinn að sínum tímum, heldur er kristnir að reyna að aðlaga boðskapinn að okkar tímum. Málið er nefninlega að við erum (alveg örugglega) algerlega sammála um illsku þess sem Jesú* segir í þessum kafla. "Rifrildið" snýst um það að þú ert að reyna að afbaka merkingu orðanna þannig að Jesú* segi eitthvað annað.

Eitthvað loðið og víðtækt.

Eiginlega ekki neitt.

Ef orðin fá að standa eins og þau eru skrifuð, og í þeirri merkingu sem þau höfðu á sínum tíma, er Jesú* rasisti.

*Jesú skv. Matteusi, sem er allt annar Jesú en skv. Páli. Gott að muna það.

Isak Harðarson - 18/07/10 07:56 #

Formlega séð kom Jesús sem FRELSARI (MESSÍAS) GYÐINGA, samkvæmt fyrirboði lögmálsins, og átti í sínu jarðneska lífi ekki erindi við fólk af öðru þjóðerni.

Þetta vissi konan jafn vel og hann sjálfur og var því óörugg í nálgun hans við hann. Hann vissi að hún vissi þetta, og ég trúi að hann hafi verið glettnislega uppörvandi við hans þegar hann sagði við hana þessi orð sem virðast svo hörð.

Enda var henni gefinn kraftur og viska á þessari stundu til að mæla orðin um molana. OG Jesús brást að sjálfsögðu við og læknaði. Enda vissi hann innra með sér að hann var sendur til alls mannkyns.

Hvers vegna lestu Biblíuna með þessu hatri og dómhörku, Matti?